Hommahatarar halda sig til hlés Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2015 10:50 Þó í hugum þeirra sem ala í brjósti fordóma í garð samkynhneigðra megi ætla að þarna séu hin helgu vé, að ræða samkynhneigð við börnin, segir Páll Óskar ekki hafa fengið nein viðbrögð af því taginu. visir/gva „Viðbrögðin hafa bara verið yndisleg,“ segir Páll Óskar tónlistarmaður. Vísir hefur þegar greint frá því að atriði Páls Óskars, þar sem hann ræðir samkynhneigð í Stundinni okkar, hefur farið um heim allan og þá einkum á fjölmiðlum sem fjalla um málefni hinsegin fólks. Sá rammi var að splundrast því mtv.com hefur tekið málið upp og er þá er ómögulegt að sjá hversu mikla dreifingu atriðið fær. Atriðið sem um ræðir er úr Stundinni okkar sem sett var á netið með enskum skjátextum. „Ég er ekki búinn að taka saman hvert þetta er í raun komið, eða hversu víða þetta hefur farið. En ég tók eftir því að það voru einkum og sérstaklega hinsegin fjölmiðlar úti í heimi sem eru að grípa þetta á lofti. Ég tók fyrst eftir því að Pink News á Bretlandi tók þetta upp og svo Attitude. Í Frakklandi var það Yagg og í Bandaríkjunum towleroad.com og nú mtv.com. Að ólgeymdri stærstu gay-síðunni sem er out.com sem er mjög stór í Bandaríkjunum,“ segir Páll Óskar.Finnst magnað að hinsegin málefni séu rædd í barnatímaTónlistarmaðurinn er ákaflega ánægður með viðtökurnar og hann segir að fréttaflutningurinn sé allstaðar á sömu nótum, í þessum þremur löndum: „Þeim finnst magnað að það sé hægt að ræða hinsegin málefni í ríkismiðli. Það finnst þeim magnað. Þetta er bara yndislegt að þetta skuli takast svona á loft.“ Og viðbrögðin eru á eina leið: „Yndisleg.“Atriðið með enskum textum fer nú á fleygiferð um heim allan á netinu. Páll Óskar bendir á að hann hafi reyndar gert þetta einu sinni áður, það er að koma fram í fjölmiðli og rætt þá við börn um samkynhneigð. „Já, fyrir tveimur árum síðan var ég í viðtali í barnaþættinum Leynifélagið. Sem var útvarpsþáttur á Rás 1, Brynhildur Björnsdóttir tók þá viðtal við mig í tengslum við Hinsegin daga, sem slíka af hverju þeir eru haldnir, þannig að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég ræði hinsegin málefni við börn í íslenskum fjölmiðli.“ Atriðið núna er hins vegar í sjónvarpi og gaman til þess að hugsa að það var einmitt í Stundinni okkar sem Páll Óskar kom fyrst fram opinberlega og vakti þá mikla athygli. „Ég kom fyrst fram í Stundinni okkar tíu ára gamall.“Mikilvægt að vinka öllum hinsegin börnunumEn, þessi miklu viðbrögð hljóta þá að segja okkur það að þarna hafi verið farið yfir einhver tabú, einhverja línu? „Já, ætli það þyki ekki merkilegt, í sjálfu sér að talað sé um tilfinningalíf við börn, fyrir það fyrsta. Ég gæti trúað því. Og, vel á minnst, erum við í þessum þætti alls ekki að ræða kynlíf við börn, höldum okkur við línuna, hver er skotinn í hverjum og af hverju? Meira að segja það, þó bara það, hefur kannski ekki verið tekið svo ýkja oft fyrir í barnatímum bara yfirleitt. En, aftur á móti má ekki gleyma því að börn fæðast gay, ég var svo sannarlega gay barn og man alveg eftir mér sem slíkum. Og mín systkini, þau vissu það allan tímann að ég væri gay og það var bara tímaspursmál hvenær ég kæmi út, sem gerðist þegar ég var 17 ára.“ Páll Óskar segist vel muna þá tíð og þegar hann var að alast upp þá voru fyrirmyndirnar nákvæmlega engar. „1987. Opið gay-fólk var ekki til. Ég hafði ekki hugmynd um að Hörður Torfason væri til. Og, þá líður þér eins og þú sért í einhverjum labbitúr í gegnum lífið einn þíns liðs. Þess vegna verður er svo mikilvægt að hinsegin fólk taki umræðuna, eða láti sjá sig, í fjölmiðlum og taki akkúrat þennan díalóg þó ekki sé nema bara til að vinka öllum hinsegin börnunum, þó ekki sé nema úr fjarlægð, gefa þeim vonina eða fullvissuna um að þau séu ekki ein í heiminum.“Páll Óskar nýlega kominn út úr skápnum. Hann fæddist gay og það fór aldrei neitt á milli mála.Börn fæðast fordómalaus og algerlega opin fyrir öllu. „Algerlega filterslaus,“ segir Páll Óskar. „Þú getur kennt börnum ást og kærleika og umhyggju fyrir náunganum á sama hátt og þú getur kennt börnum að hata fólk, eða láta ákveðið fólk fara í taugarnar á sér. Þú getur alveg kennt þeim það en þá ítreka ég það sem ég sagði í þessum þætti, hvernig væri að lifa í heimi þar sem engu máli skiptir hverjum þú ert skotinn í og það er á þína ábyrgð að skapa slíkan heim og þetta er mín leið til þess.“Ísland ekki orðin gay-paradísEn, má þá ekki ætla að menn meti það sem svo, fyrst unnt er að ræða þessi málefni í barnatíma, að Ísland standi býsna framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra? „Jú, maður er að sjá athugasemdir eins og: „This is the reason why Iceland is so cool.“ Og eitthvað slíkt. Við megum alveg klappa okkur sjálfum á bakið fyrir það sem vel hefur unnist. En, ég myndi samt fara varlega í það að halda að Ísland sé einhver gayútópía því það er hún alls ekki. Við erum aftarlega á merinni hvað varðar alþjóðlega staðla þá í tengslum við réttindi hinsegin fólks; við erum þar að mig minnir í 12. sæti. Það sem dregur okkur niður er að við erum aftarlega hvað varðar réttindi intersexfólks og transfólks og við ótrúlega hátt hlutfall hinsegin fólks er enn í skápnum.Þrátt fyrir vel heppnaða Gleðigöngu nú árum saman er það svo að ótrúlega hátt hlutfall samkynhneigðra er enn í skápnum og meðan svo er telst Ísland ekki gay-paradís.vísirOg meðan fólk sér enn ástæðu til að vera í skápnum er Ísland ekki gay-paradís, sem er önnur og stærri pæling. Hvað veldur því að fólk kýs að vera enn í skápnum? Af hverju kýs það að lifa tvöföldu lífi? er það eitthvað í þeirra nærumhverfi sem leyfir þeim það ekki? Eða eru þau brennd vegna einhverrar reynslu í æsku? Listi spurninga af þessu tagi er endalaus.“Fordómafullir halda sig til hlésEn, hvað með þá sem ala í brjósti fordóma eða andúð í garð hinsegin fólks? Þetta hlýtur að stuða slíka? „Þeir hafa ekki enn látið heyra í sér. Framsetningin á þessu var þannig. Við kappkostuðum að hún væri svo einföld og svo skýr, að hún gæti hreinlega kveikt á perunni, bæði í huga fólks og hjarta. Sama hvar það stæði.“En, þarna hljóta að vera hin helgu vé í huga þeirra sem fordómafullir eru, að ræða samkynhneigð við blessuð börnin? „Eins og ég segi, þeir hafa ekki enn látið í sér heyra. Kannski hef ég kveikt á perunni. Við tókum þetta upp í maí, svo vinna þeir þáttinn og var mikið lagt í eftirvinnsluna. Við Nína Dögg Filippusdóttir leikkona vorum með ákveðna beinagrind að atriðinu en leyfðum okkur alveg að spinna duglega í kringum það.Páll Óskar er ekki eins stoltur af neinu sem hann hefur gert í sjónvarpi sem og þessu.Og ég leyfði sjálfum mér að tala við hana, þegar kemur að því að segja henni að ég sé gay, eins og ég væri að tala við sjö ára barn. Allt sem ég segi í þættinum er það nákvæmlega það sama og ég myndi segja við sjö ára barn og það var það sem virkaði svo vel. Og það sem ég vissi ekki að myndi gerast, er að þetta myndi virka svona yndislega vel á fullorðið fólk líka. Við tókum upp atriðið svona þrisvar til fjórum sinnum og eðli máls samkvæmt voru allar tökurnar ekki eins. Ég var ofsalega glaður þegar ég sá að Bragi leikstjóri og fólkið sem var að vinna þáttinn völdu akkúrat réttu setningarnar. Sjaldan verið eins stoltur af þátttöku minni í neinum sjónvarpsþætti, punktur.“Frægasti hommi í heimi?En, við setjum ekki punktinn í viðtalinu þarna. Blaðamaður spyr og spyr eins og barn; í ljósi þess að atriðið hefur vakið svo mikla athygli og farið um heim allan, hvort tala megi um Pál Óskar sem einn frægasta homma í heimi? „Frægasti íslenski homminn,“ segir Páll Óskar glettinn.Framganga Páls Óskars í Eurovision 1997 var með þeim hætti að hann kom sér rækilega á kortið meðal Eurodrottninga víða um heim. Þetta er annað dæmi.„Nei, það er fullt af Eurovision-drottingum sem vita alveg hvar ég er. Eftir að ég tók þátt í Eurovision. Þær fylgjast með sínum, en þetta er svolítið önnur deild.“Þetta hlýtur að bera hróður þinn út fyrir þann ramma? „Við skulum bara sjá til. Það hefur enginn hringt í mig enn frá Ameríku.“ Hinsegin Tengdar fréttir Páll Óskar og Stundin okkar vekja athygli erlendis Páll Óskar segist grenja af stolti. 21. október 2015 11:30 Segir tímana hafa breyst: „Birtust engar fréttir um hommann í Stundinni okkar“ "Páll Óskar var sannarlega flottur í Stundinni okkar á sunnudaginn. Hann er einstakur talsmaður kærleikans í mannlegum samskiptum,“ segir útvarpsmaðurinn Felix Bergsson í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. 21. október 2015 10:52 Páll Óskar: „Sjaldan verið jafn stoltur af þátttöku minni í sjónvarpsþætti" Páll Óskar var gestur Stundarinnar okkar í kvöld þar sem hann fræddi Íslendinga um fjölbreytileika ástarinnar 18. október 2015 22:59 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Viðbrögðin hafa bara verið yndisleg,“ segir Páll Óskar tónlistarmaður. Vísir hefur þegar greint frá því að atriði Páls Óskars, þar sem hann ræðir samkynhneigð í Stundinni okkar, hefur farið um heim allan og þá einkum á fjölmiðlum sem fjalla um málefni hinsegin fólks. Sá rammi var að splundrast því mtv.com hefur tekið málið upp og er þá er ómögulegt að sjá hversu mikla dreifingu atriðið fær. Atriðið sem um ræðir er úr Stundinni okkar sem sett var á netið með enskum skjátextum. „Ég er ekki búinn að taka saman hvert þetta er í raun komið, eða hversu víða þetta hefur farið. En ég tók eftir því að það voru einkum og sérstaklega hinsegin fjölmiðlar úti í heimi sem eru að grípa þetta á lofti. Ég tók fyrst eftir því að Pink News á Bretlandi tók þetta upp og svo Attitude. Í Frakklandi var það Yagg og í Bandaríkjunum towleroad.com og nú mtv.com. Að ólgeymdri stærstu gay-síðunni sem er out.com sem er mjög stór í Bandaríkjunum,“ segir Páll Óskar.Finnst magnað að hinsegin málefni séu rædd í barnatímaTónlistarmaðurinn er ákaflega ánægður með viðtökurnar og hann segir að fréttaflutningurinn sé allstaðar á sömu nótum, í þessum þremur löndum: „Þeim finnst magnað að það sé hægt að ræða hinsegin málefni í ríkismiðli. Það finnst þeim magnað. Þetta er bara yndislegt að þetta skuli takast svona á loft.“ Og viðbrögðin eru á eina leið: „Yndisleg.“Atriðið með enskum textum fer nú á fleygiferð um heim allan á netinu. Páll Óskar bendir á að hann hafi reyndar gert þetta einu sinni áður, það er að koma fram í fjölmiðli og rætt þá við börn um samkynhneigð. „Já, fyrir tveimur árum síðan var ég í viðtali í barnaþættinum Leynifélagið. Sem var útvarpsþáttur á Rás 1, Brynhildur Björnsdóttir tók þá viðtal við mig í tengslum við Hinsegin daga, sem slíka af hverju þeir eru haldnir, þannig að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég ræði hinsegin málefni við börn í íslenskum fjölmiðli.“ Atriðið núna er hins vegar í sjónvarpi og gaman til þess að hugsa að það var einmitt í Stundinni okkar sem Páll Óskar kom fyrst fram opinberlega og vakti þá mikla athygli. „Ég kom fyrst fram í Stundinni okkar tíu ára gamall.“Mikilvægt að vinka öllum hinsegin börnunumEn, þessi miklu viðbrögð hljóta þá að segja okkur það að þarna hafi verið farið yfir einhver tabú, einhverja línu? „Já, ætli það þyki ekki merkilegt, í sjálfu sér að talað sé um tilfinningalíf við börn, fyrir það fyrsta. Ég gæti trúað því. Og, vel á minnst, erum við í þessum þætti alls ekki að ræða kynlíf við börn, höldum okkur við línuna, hver er skotinn í hverjum og af hverju? Meira að segja það, þó bara það, hefur kannski ekki verið tekið svo ýkja oft fyrir í barnatímum bara yfirleitt. En, aftur á móti má ekki gleyma því að börn fæðast gay, ég var svo sannarlega gay barn og man alveg eftir mér sem slíkum. Og mín systkini, þau vissu það allan tímann að ég væri gay og það var bara tímaspursmál hvenær ég kæmi út, sem gerðist þegar ég var 17 ára.“ Páll Óskar segist vel muna þá tíð og þegar hann var að alast upp þá voru fyrirmyndirnar nákvæmlega engar. „1987. Opið gay-fólk var ekki til. Ég hafði ekki hugmynd um að Hörður Torfason væri til. Og, þá líður þér eins og þú sért í einhverjum labbitúr í gegnum lífið einn þíns liðs. Þess vegna verður er svo mikilvægt að hinsegin fólk taki umræðuna, eða láti sjá sig, í fjölmiðlum og taki akkúrat þennan díalóg þó ekki sé nema bara til að vinka öllum hinsegin börnunum, þó ekki sé nema úr fjarlægð, gefa þeim vonina eða fullvissuna um að þau séu ekki ein í heiminum.“Páll Óskar nýlega kominn út úr skápnum. Hann fæddist gay og það fór aldrei neitt á milli mála.Börn fæðast fordómalaus og algerlega opin fyrir öllu. „Algerlega filterslaus,“ segir Páll Óskar. „Þú getur kennt börnum ást og kærleika og umhyggju fyrir náunganum á sama hátt og þú getur kennt börnum að hata fólk, eða láta ákveðið fólk fara í taugarnar á sér. Þú getur alveg kennt þeim það en þá ítreka ég það sem ég sagði í þessum þætti, hvernig væri að lifa í heimi þar sem engu máli skiptir hverjum þú ert skotinn í og það er á þína ábyrgð að skapa slíkan heim og þetta er mín leið til þess.“Ísland ekki orðin gay-paradísEn, má þá ekki ætla að menn meti það sem svo, fyrst unnt er að ræða þessi málefni í barnatíma, að Ísland standi býsna framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra? „Jú, maður er að sjá athugasemdir eins og: „This is the reason why Iceland is so cool.“ Og eitthvað slíkt. Við megum alveg klappa okkur sjálfum á bakið fyrir það sem vel hefur unnist. En, ég myndi samt fara varlega í það að halda að Ísland sé einhver gayútópía því það er hún alls ekki. Við erum aftarlega á merinni hvað varðar alþjóðlega staðla þá í tengslum við réttindi hinsegin fólks; við erum þar að mig minnir í 12. sæti. Það sem dregur okkur niður er að við erum aftarlega hvað varðar réttindi intersexfólks og transfólks og við ótrúlega hátt hlutfall hinsegin fólks er enn í skápnum.Þrátt fyrir vel heppnaða Gleðigöngu nú árum saman er það svo að ótrúlega hátt hlutfall samkynhneigðra er enn í skápnum og meðan svo er telst Ísland ekki gay-paradís.vísirOg meðan fólk sér enn ástæðu til að vera í skápnum er Ísland ekki gay-paradís, sem er önnur og stærri pæling. Hvað veldur því að fólk kýs að vera enn í skápnum? Af hverju kýs það að lifa tvöföldu lífi? er það eitthvað í þeirra nærumhverfi sem leyfir þeim það ekki? Eða eru þau brennd vegna einhverrar reynslu í æsku? Listi spurninga af þessu tagi er endalaus.“Fordómafullir halda sig til hlésEn, hvað með þá sem ala í brjósti fordóma eða andúð í garð hinsegin fólks? Þetta hlýtur að stuða slíka? „Þeir hafa ekki enn látið heyra í sér. Framsetningin á þessu var þannig. Við kappkostuðum að hún væri svo einföld og svo skýr, að hún gæti hreinlega kveikt á perunni, bæði í huga fólks og hjarta. Sama hvar það stæði.“En, þarna hljóta að vera hin helgu vé í huga þeirra sem fordómafullir eru, að ræða samkynhneigð við blessuð börnin? „Eins og ég segi, þeir hafa ekki enn látið í sér heyra. Kannski hef ég kveikt á perunni. Við tókum þetta upp í maí, svo vinna þeir þáttinn og var mikið lagt í eftirvinnsluna. Við Nína Dögg Filippusdóttir leikkona vorum með ákveðna beinagrind að atriðinu en leyfðum okkur alveg að spinna duglega í kringum það.Páll Óskar er ekki eins stoltur af neinu sem hann hefur gert í sjónvarpi sem og þessu.Og ég leyfði sjálfum mér að tala við hana, þegar kemur að því að segja henni að ég sé gay, eins og ég væri að tala við sjö ára barn. Allt sem ég segi í þættinum er það nákvæmlega það sama og ég myndi segja við sjö ára barn og það var það sem virkaði svo vel. Og það sem ég vissi ekki að myndi gerast, er að þetta myndi virka svona yndislega vel á fullorðið fólk líka. Við tókum upp atriðið svona þrisvar til fjórum sinnum og eðli máls samkvæmt voru allar tökurnar ekki eins. Ég var ofsalega glaður þegar ég sá að Bragi leikstjóri og fólkið sem var að vinna þáttinn völdu akkúrat réttu setningarnar. Sjaldan verið eins stoltur af þátttöku minni í neinum sjónvarpsþætti, punktur.“Frægasti hommi í heimi?En, við setjum ekki punktinn í viðtalinu þarna. Blaðamaður spyr og spyr eins og barn; í ljósi þess að atriðið hefur vakið svo mikla athygli og farið um heim allan, hvort tala megi um Pál Óskar sem einn frægasta homma í heimi? „Frægasti íslenski homminn,“ segir Páll Óskar glettinn.Framganga Páls Óskars í Eurovision 1997 var með þeim hætti að hann kom sér rækilega á kortið meðal Eurodrottninga víða um heim. Þetta er annað dæmi.„Nei, það er fullt af Eurovision-drottingum sem vita alveg hvar ég er. Eftir að ég tók þátt í Eurovision. Þær fylgjast með sínum, en þetta er svolítið önnur deild.“Þetta hlýtur að bera hróður þinn út fyrir þann ramma? „Við skulum bara sjá til. Það hefur enginn hringt í mig enn frá Ameríku.“
Hinsegin Tengdar fréttir Páll Óskar og Stundin okkar vekja athygli erlendis Páll Óskar segist grenja af stolti. 21. október 2015 11:30 Segir tímana hafa breyst: „Birtust engar fréttir um hommann í Stundinni okkar“ "Páll Óskar var sannarlega flottur í Stundinni okkar á sunnudaginn. Hann er einstakur talsmaður kærleikans í mannlegum samskiptum,“ segir útvarpsmaðurinn Felix Bergsson í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. 21. október 2015 10:52 Páll Óskar: „Sjaldan verið jafn stoltur af þátttöku minni í sjónvarpsþætti" Páll Óskar var gestur Stundarinnar okkar í kvöld þar sem hann fræddi Íslendinga um fjölbreytileika ástarinnar 18. október 2015 22:59 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Páll Óskar og Stundin okkar vekja athygli erlendis Páll Óskar segist grenja af stolti. 21. október 2015 11:30
Segir tímana hafa breyst: „Birtust engar fréttir um hommann í Stundinni okkar“ "Páll Óskar var sannarlega flottur í Stundinni okkar á sunnudaginn. Hann er einstakur talsmaður kærleikans í mannlegum samskiptum,“ segir útvarpsmaðurinn Felix Bergsson í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. 21. október 2015 10:52
Páll Óskar: „Sjaldan verið jafn stoltur af þátttöku minni í sjónvarpsþætti" Páll Óskar var gestur Stundarinnar okkar í kvöld þar sem hann fræddi Íslendinga um fjölbreytileika ástarinnar 18. október 2015 22:59