Tvö draumahlutverk í einu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 10:15 "Ég er búin að vera í hlátuskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk um óperuna Rakarinn í Sevilla. Vísir/GVA „Efni óperunnar er ótrúlega skemmtilegt, bæði músíkin og sagan, en þó með alvarlegum undirtóni. Ég er búin að vera í hláturskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona sem gengur í hlutverk Rosinu í Rakaranum á næstu tveimur sýningum. „Þetta er fyrsta burðarhlutverk mitt með Íslensku óperunni og jafnframt það stærsta sem ég hef tekist á við,“ segir hún. „Rosina er litríkur karakter. Hún er fjörug, hnyttin og fljót að hugsa og hlýtur að vera afar heillandi því Lindoro greifi kemur um langan veg til að reyna að krækja í hana, eftir að hafa séð henni einu sinni bregða fyrir. Hún stelst upp á þak á nóttunni því harðstjórinn sem hún býr hjá vill aldrei hleypa henni út, hann ætlar sér að giftast henni því hann veit að hún fékk fúlgu í arf eftir foreldra sína. En Lindoro greifi syngur falleg lög fyrir utan gluggann hennar, það finnst henni æðislegt og er alveg sama þó að hann sé fátækur.“Rosina (Sigríður Ósk) og rakarinn (Oddur A. Jónsson) að plotta hvernig best sé að næla í Lindoro.Mynd/Jóhanna ÓlafsdóttirÞótt sagan gerist í Sevilla á Spáni er sungið á ítölsku – aðalmáli óperubókmenntanna. Æfingar hófust í lok ágúst. „Við æfðum alla daga, allan daginn. Áður var ég auðvitað búin að liggja yfir efninu því helst þarf maður að kunna allt þegar maður mætir,“ segir Sigríður Ósk sem söng í Töfraflautunni í Hörpu. Auk þess hefur hún sungið yfir tuttugu óperuhlutverk á Englandi, meðal annars hjá English National Opera og Glyndebourne Opera. Fleiru þarf Sigríður Ósk að sinna en söngnum því hún á eins og hálfs árs gamla dóttur, Helenu Ingu, og segir hana orðna pínulitla Rosinu „Ég hef auðvitað verið að æfa heima og allt í einu er hún farin að gera alveg eins og ég. Það er mjög skemmtilegt. Það er frábært að vera í tveimur draumahlutverkum í einu, móðurhlutverkinu og hlutverki Rosinu.“ Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Efni óperunnar er ótrúlega skemmtilegt, bæði músíkin og sagan, en þó með alvarlegum undirtóni. Ég er búin að vera í hláturskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona sem gengur í hlutverk Rosinu í Rakaranum á næstu tveimur sýningum. „Þetta er fyrsta burðarhlutverk mitt með Íslensku óperunni og jafnframt það stærsta sem ég hef tekist á við,“ segir hún. „Rosina er litríkur karakter. Hún er fjörug, hnyttin og fljót að hugsa og hlýtur að vera afar heillandi því Lindoro greifi kemur um langan veg til að reyna að krækja í hana, eftir að hafa séð henni einu sinni bregða fyrir. Hún stelst upp á þak á nóttunni því harðstjórinn sem hún býr hjá vill aldrei hleypa henni út, hann ætlar sér að giftast henni því hann veit að hún fékk fúlgu í arf eftir foreldra sína. En Lindoro greifi syngur falleg lög fyrir utan gluggann hennar, það finnst henni æðislegt og er alveg sama þó að hann sé fátækur.“Rosina (Sigríður Ósk) og rakarinn (Oddur A. Jónsson) að plotta hvernig best sé að næla í Lindoro.Mynd/Jóhanna ÓlafsdóttirÞótt sagan gerist í Sevilla á Spáni er sungið á ítölsku – aðalmáli óperubókmenntanna. Æfingar hófust í lok ágúst. „Við æfðum alla daga, allan daginn. Áður var ég auðvitað búin að liggja yfir efninu því helst þarf maður að kunna allt þegar maður mætir,“ segir Sigríður Ósk sem söng í Töfraflautunni í Hörpu. Auk þess hefur hún sungið yfir tuttugu óperuhlutverk á Englandi, meðal annars hjá English National Opera og Glyndebourne Opera. Fleiru þarf Sigríður Ósk að sinna en söngnum því hún á eins og hálfs árs gamla dóttur, Helenu Ingu, og segir hana orðna pínulitla Rosinu „Ég hef auðvitað verið að æfa heima og allt í einu er hún farin að gera alveg eins og ég. Það er mjög skemmtilegt. Það er frábært að vera í tveimur draumahlutverkum í einu, móðurhlutverkinu og hlutverki Rosinu.“
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira