Fimm þúsund ára listform trendar Guðrún Ansnes skrifar 22. október 2015 08:30 Tinna hefur í nægu að snúast og alltaf nóg að gera. Nýlega sneri hún aftur heim til Íslands, eftir að hafa farðað fyrir þættina Game of Thrones, yfir þriggja þáttaraða tímabil. Vísir/Anton Brink Ég er ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja listformið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára en nú virðist vera eitthvað í gangi, “ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð Henna tattú á Íslenskar stelpur, en sannkallað henna æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stígi út fyrir þægindarammann og fái sér til dæmis á lærið. Sjálfri finnst mér það virkilega flott, og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant," útskýrir Tinna.Skreytingin er tiltölulega sársaukalaus og hverfur eftir viku eða tvær.„Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeðlimum sem og henni sjálfri. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágætlega,“ segir hún og skellir uppúr. Aðspurð um hvaðan þetta trend komi, segir Tinna erfitt að beina fingri í eina átt, en telji söngkonuna Rihanna ákveðinn áhrifavald þess að henna virðist vera að trenda af sama krafti og raun beri vitni. Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svoleiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu ef mann langar að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verði lifandi fyrir næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin og skýtur að, best sé að ná í hana í gegnum fésbókarsíðuna hennar, en þar kennir ýmissa grasa fyrir áhugasama um hverskyns punt. Game of Thrones Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ég er ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja listformið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára en nú virðist vera eitthvað í gangi, “ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð Henna tattú á Íslenskar stelpur, en sannkallað henna æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stígi út fyrir þægindarammann og fái sér til dæmis á lærið. Sjálfri finnst mér það virkilega flott, og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant," útskýrir Tinna.Skreytingin er tiltölulega sársaukalaus og hverfur eftir viku eða tvær.„Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeðlimum sem og henni sjálfri. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágætlega,“ segir hún og skellir uppúr. Aðspurð um hvaðan þetta trend komi, segir Tinna erfitt að beina fingri í eina átt, en telji söngkonuna Rihanna ákveðinn áhrifavald þess að henna virðist vera að trenda af sama krafti og raun beri vitni. Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svoleiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu ef mann langar að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verði lifandi fyrir næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin og skýtur að, best sé að ná í hana í gegnum fésbókarsíðuna hennar, en þar kennir ýmissa grasa fyrir áhugasama um hverskyns punt.
Game of Thrones Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira