Menning

Jón Kalman og Sigurjón Bergþór lesa upp og spjalla

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Jón Kalman lýkur ættarsögu í nýju bókinni.
Jón Kalman lýkur ættarsögu í nýju bókinni. Vísir/Daníel
Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Sigurjón Bergþór Daðason spjalla um nýútkomnar bækur sínar við Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur í Gunnarshúsi annað kvöld, fimmtudag, auk þess að lesa kafla úr þeim. 

Jón Kalman gefur út hjá Bjarti skáldsöguna Eitthvað á stærð við alheiminn, sem er framhald á bókinni Fiskarnir hafa enga fætur sem kom út árið 2013. Lýkur þar ættarsögunni sem teygir sig frá Norðfirði forðum til Keflavíkur dagsins í dag, með viðkomu á Miðnesheiðinni.

Hendingskast heitir skáldsaga Sigurjóns Bergþórs, það er hans fyrsta bók og hún kemur út hjá bókaútgáfunni Veröld. Í henni er sagt frá óvæntum atburðum sem koma róti á líf sögupersónanna.

Þetta er annað höfundakvöld haustsins í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands að Dyngjuvegi 8. Það hefst klukkan 20, annað kvöld. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og veitingar eru innifaldar.

Hægt verður að kaupa hinar nýju bækur á sérstöku kynningarverði og fá þær áritaðar af höfundunum ef áhugi er fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.