Ásmundur: Efaðist um að Ásgeir Börkur væri minn maður Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2015 17:23 Ásmundur Arnarsson fékk Ásgeir Börk þrátt fyrir ummæli hans. vísir/daníel/vilhelm Ásmundur Arnarsson, sem þjálfaði Fylki og ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar, lagði spilin á borðið í uppgjörsviðtali um Pepsi-deildina í Akraborginni í dag. Þar ræddi Ásmundur um brottreksturinn frá Fylki, en hann var látinn fara eftir þrjú ár í Árbænum. „Maður fór að verða var við þrýsting og pirring eftir Skagaleikinn. Maður veit, sem þjálfari, að maður getur alltaf verið rekinn. Það gerist ef liðið er gjörsamlega óásættanlegum stað eða ef menn geta ekki unnið saman,“ sagði Ásmundur.Allt viðtalið má heyra neðst í fréttinni. „Þriðja atriðið sem skiptir milu máli er að halda klefanum. Það sem gerist eftir Skagaleikinn er að stjórnin tekur nokkra menn og ræðir við þá án minnar vitundar.“ „Stjórnin ræðir við þá um hvort ég hefði átt að gera betur hér og þar. Þarna vil ég meina, þó það hafi ekki verið þeirra vilji, að hafi verið grafið undan mér og ég missti aðeins traustið í klefanum,“ sagði Ásmundur.Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni með Fylki.vísir/daníelPressa frá fjölmiðlamönnum Eftir 4-0 tap í Vestmannaeyjum var Ásmundur svo látinn fara, en þar sprakk allt í klefanum eftir leik og þurfti að stíga á milli fyrirliða liðsins og forráðamanns þess sem rifust heiftarlega. Ásmundur sagði það ekki hafa hjálpað sér að fjölmiðlamenn gagnrýndu liðið harkalega þrátt fyrir að vera meira og minna á þeim stað í töflunni sem þeim var spáð. „Í framhaldi af þessum fundum fór maður að hugsa að það gæti eitthvað farið að gerast. Engu að síður voru samskipti mín og stjórnar 100 prósent góð,“ sagði Ásmundur. „Hins vegar var mikið talað um það af fjölmiðlamönnum, sem spáðu okkur í 6.-7. sæti, að staða okkar í deildinni væri skandall og það hlyti að vera kominn tími á breytingar.“ „Þetta var ítrekað farið yfir og nefnt í öllum helstu umfjöllunum þannig það skapaðist þrýstingur einhverskonar. Hvers vegna niðurstaðan var svona veit ég ekki.“ „Eftir uppákomuna í Eyjum þar sem þurfti að ganga á milli manna gerði ég mér grein fyrir því, að það væri verið að ræða þetta mál. Ég ákvað bara að gefa þeim frið í það og lét dagana líða. Svo fæ ég símtal á mánudagsmorgni og þetta var klárað í hádeginu,“ sagði Ásmundur.Hermann Hreiðarsson var maðurinn sem Ásgeir Börkur vildi og hann tók við liðinu af Ásmundi.vísir/valliFlókið mál Ásmundur ræddi einnig annað málefni sem gerði honum erfitt fyrir. „Tímabilið var ekki byrjað þegar eiginlega var komið babb í bátinn,“ sagði hann og vísaði til félagaskipta Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, fyrirliða Fylkis. Síðasta haust var sterkur orðrómur um að Hermann Hreiðarsson yrði ráðinn þjálfari Fylkis og Ásgeir Börkur lýsti yfir mikilli ánægju með það í viðtali við 433.is Ásgeir skaut leynt og ljóst á Ásmund þegar hann sagði: „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er þessi „winning-hugsunarháttur“. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði.“Sjá einnig:Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki „Þetta var ekkert einfalt mál að tækla,“ sagði Ásmundur í Akraborginni í dag. „Þetta er túlkað á þann hátt að hann sé að setja út á það sem á undan er gengið og vilji fá Hemma sem þjálfara. Hann var á leiðinni heim og Árbærinn vildi Börkinn heim. Þarna var komin upp flókin staða.“ Ásmundur segist hafa sett allar sínar skoðanir til hliðar og lagt mikið á sig til að fá Ásgeir Börk sem var með samningstilboð frá fleiri liðum. „Ég vildi fá hann. Árbærinn er hjarta hans og þannig leikmenn viltu hafa. Ég lagði því mitt að mörkum til að fá hann, en auðvitað setti þetta samt strik í reikninginn áður en farið var af stað með þetta,“ sagði Ásmundur, en voru það mistök? „Ég hafði aldrei efasemdir um að hann myndi passa inn í hópinn, en ég efaðist um að hann væri minn maður. Þetta er eitt af þeim atriðum þar sem maður lítur til baka og veltir fyrir sér hvort þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, sem þjálfaði Fylki og ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar, lagði spilin á borðið í uppgjörsviðtali um Pepsi-deildina í Akraborginni í dag. Þar ræddi Ásmundur um brottreksturinn frá Fylki, en hann var látinn fara eftir þrjú ár í Árbænum. „Maður fór að verða var við þrýsting og pirring eftir Skagaleikinn. Maður veit, sem þjálfari, að maður getur alltaf verið rekinn. Það gerist ef liðið er gjörsamlega óásættanlegum stað eða ef menn geta ekki unnið saman,“ sagði Ásmundur.Allt viðtalið má heyra neðst í fréttinni. „Þriðja atriðið sem skiptir milu máli er að halda klefanum. Það sem gerist eftir Skagaleikinn er að stjórnin tekur nokkra menn og ræðir við þá án minnar vitundar.“ „Stjórnin ræðir við þá um hvort ég hefði átt að gera betur hér og þar. Þarna vil ég meina, þó það hafi ekki verið þeirra vilji, að hafi verið grafið undan mér og ég missti aðeins traustið í klefanum,“ sagði Ásmundur.Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni með Fylki.vísir/daníelPressa frá fjölmiðlamönnum Eftir 4-0 tap í Vestmannaeyjum var Ásmundur svo látinn fara, en þar sprakk allt í klefanum eftir leik og þurfti að stíga á milli fyrirliða liðsins og forráðamanns þess sem rifust heiftarlega. Ásmundur sagði það ekki hafa hjálpað sér að fjölmiðlamenn gagnrýndu liðið harkalega þrátt fyrir að vera meira og minna á þeim stað í töflunni sem þeim var spáð. „Í framhaldi af þessum fundum fór maður að hugsa að það gæti eitthvað farið að gerast. Engu að síður voru samskipti mín og stjórnar 100 prósent góð,“ sagði Ásmundur. „Hins vegar var mikið talað um það af fjölmiðlamönnum, sem spáðu okkur í 6.-7. sæti, að staða okkar í deildinni væri skandall og það hlyti að vera kominn tími á breytingar.“ „Þetta var ítrekað farið yfir og nefnt í öllum helstu umfjöllunum þannig það skapaðist þrýstingur einhverskonar. Hvers vegna niðurstaðan var svona veit ég ekki.“ „Eftir uppákomuna í Eyjum þar sem þurfti að ganga á milli manna gerði ég mér grein fyrir því, að það væri verið að ræða þetta mál. Ég ákvað bara að gefa þeim frið í það og lét dagana líða. Svo fæ ég símtal á mánudagsmorgni og þetta var klárað í hádeginu,“ sagði Ásmundur.Hermann Hreiðarsson var maðurinn sem Ásgeir Börkur vildi og hann tók við liðinu af Ásmundi.vísir/valliFlókið mál Ásmundur ræddi einnig annað málefni sem gerði honum erfitt fyrir. „Tímabilið var ekki byrjað þegar eiginlega var komið babb í bátinn,“ sagði hann og vísaði til félagaskipta Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, fyrirliða Fylkis. Síðasta haust var sterkur orðrómur um að Hermann Hreiðarsson yrði ráðinn þjálfari Fylkis og Ásgeir Börkur lýsti yfir mikilli ánægju með það í viðtali við 433.is Ásgeir skaut leynt og ljóst á Ásmund þegar hann sagði: „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er þessi „winning-hugsunarháttur“. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði.“Sjá einnig:Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki „Þetta var ekkert einfalt mál að tækla,“ sagði Ásmundur í Akraborginni í dag. „Þetta er túlkað á þann hátt að hann sé að setja út á það sem á undan er gengið og vilji fá Hemma sem þjálfara. Hann var á leiðinni heim og Árbærinn vildi Börkinn heim. Þarna var komin upp flókin staða.“ Ásmundur segist hafa sett allar sínar skoðanir til hliðar og lagt mikið á sig til að fá Ásgeir Börk sem var með samningstilboð frá fleiri liðum. „Ég vildi fá hann. Árbærinn er hjarta hans og þannig leikmenn viltu hafa. Ég lagði því mitt að mörkum til að fá hann, en auðvitað setti þetta samt strik í reikninginn áður en farið var af stað með þetta,“ sagði Ásmundur, en voru það mistök? „Ég hafði aldrei efasemdir um að hann myndi passa inn í hópinn, en ég efaðist um að hann væri minn maður. Þetta er eitt af þeim atriðum þar sem maður lítur til baka og veltir fyrir sér hvort þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Ásmundur Arnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira