Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Snærós Sindradóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Útlendingastofnun vill ekki veita konunni landvistarleyfi sjálfkrafa við hjúskapinn vegna gruns þeirra um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun fór þess á leit við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að hún hæfi rannsókn á hjónabandi fólks frá Víetnam tveimur mánuðum áður en stofnunin fékk fólkið í viðtal til sín. Starfsfólk Útlendingastofnunar telur að hjónabandið sé til málamynda. Hjónin kynntust þegar konan kom hingað til lands tímabundið snemma árs 2013, hún er 22 ára gömul og á fjölskyldu hér á landi. Maðurinn hefur verið hér frá barnsaldri og hefur varanlegt landvistarleyfi. Konan varð barnshafandi síðla árs 2013 og í kjölfarið giftu þau sig í lok desember það sama ár. Dóttir þeirra fæddist í september 2014. Þegar Útlendingastofnun sendi ósk um rannsókn til lögreglu, í desember 2014, byggði hún grun sinn á myndbandi úr brúðkaupi þeirra hjóna. Stofnunin dró þær ályktanir að brúðurinni liði afar illa í brúðkaupinuBjörg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónannaMynd/aðsendRúmum tveimur mánuðum seinna, í febrúar, voru hjónin boðuð til viðtals hjá Útlendingastofnun þar sem farið var yfir þeirra hagi. Fimm mánuðum eftir það, eða í júní á þessu ári, fengu þau svo bréf frá stofnuninni þar sem því er lýst að enn sé talið að hjónaband þeirra sé til málamynda. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram feitletrað að upplýsingar frá hjónunum virðist vera rangar en það geti varðað sektum eða fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Hjónin hafa svarað ásökunum Útlendingastofnunar meðal annars með því að konunni hafi andlega liðið mjög vel í brúðkaupi sínu. Hún var aftur á móti komin mánuð á leið með meðgöngu og barðist við heiftarlega ógleði og aðra meðgöngukvilla. Þá er það þeirra skoðun að misræmi í frásögn þeirra skýrist af túlkunarvanda og menningarmun á milli landanna. Til dæmis tíðkist í Víetnam að brúðgumi borgi fyrir brúðkaup og þar í landi sæmi það ekki brúður að spyrja nákvæmlega hvernig hann fjármagnar það. Það skýri hvers vegna brúðurin gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um fjármögnun brúðkaupsins, sem var veglegt miðað við efni þeirra hjóna. Í bréfi Útlendingastofnunar til lögreglu í desember 2014 segir líka: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg en maðurinn hennar óframfærinn.“ Ekki kemur fram hvernig Útlendingastofnun varð sér úti um þessar upplýsingar frá Landspítalanum en þær byggja á heimsóknum hjónanna til spítalans þegar konan fæddi barn þeirra og líklega í aðdraganda hennar, við fósturskimun. Faðirinn var viðstaddur fæðinguna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var enginn túlkur viðstaddur fæðinguna og því erfitt fyrir konuna að tjá sig við ljósmæður. „Útlendingastofnun hefur ekki sömu rannsóknarheimildir og lögreglan. Mér leikur forvitni á að vita hvernig stofnunin komst yfir upplýsingar um umbjóðanda minn frá Landspítalanum,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Hún spyr: „Hver á landspítalanum svaraði því svo að hún væri ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn? Ég tel að það sé með öllu óheimilt að ræða á þennan máta um sjúklinga, hvað þá við þriðja aðila á borð við Útlendingastofnun.“ Björg gefur lítið fyrir hugmyndir Útlendingastofnunar um að um málamyndahjónaband sé að ræða. Umbjóðendur hennar séu ástfangið par og nýbakaðir foreldrar. „Að halda því fram að hjónaband þeirra sé sviðsett er ekkert nema fyrirsláttur og kemur í veg fyrir að umbjóðandi minn og nánasta fjölskylda hennar fái notið réttinda hér á landi.“ Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar við gerð fréttarinnar. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Landspítalann vegna málsins kom starfsfólk af fjöllum. „Við könnumst ekki við þetta mál. Sú tilkynningarskylda sem við höfum á Landspítalanum samkvæmt lögum er til barnaverndaryfirvalda,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans. Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Útlendingastofnun fór þess á leit við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að hún hæfi rannsókn á hjónabandi fólks frá Víetnam tveimur mánuðum áður en stofnunin fékk fólkið í viðtal til sín. Starfsfólk Útlendingastofnunar telur að hjónabandið sé til málamynda. Hjónin kynntust þegar konan kom hingað til lands tímabundið snemma árs 2013, hún er 22 ára gömul og á fjölskyldu hér á landi. Maðurinn hefur verið hér frá barnsaldri og hefur varanlegt landvistarleyfi. Konan varð barnshafandi síðla árs 2013 og í kjölfarið giftu þau sig í lok desember það sama ár. Dóttir þeirra fæddist í september 2014. Þegar Útlendingastofnun sendi ósk um rannsókn til lögreglu, í desember 2014, byggði hún grun sinn á myndbandi úr brúðkaupi þeirra hjóna. Stofnunin dró þær ályktanir að brúðurinni liði afar illa í brúðkaupinuBjörg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónannaMynd/aðsendRúmum tveimur mánuðum seinna, í febrúar, voru hjónin boðuð til viðtals hjá Útlendingastofnun þar sem farið var yfir þeirra hagi. Fimm mánuðum eftir það, eða í júní á þessu ári, fengu þau svo bréf frá stofnuninni þar sem því er lýst að enn sé talið að hjónaband þeirra sé til málamynda. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram feitletrað að upplýsingar frá hjónunum virðist vera rangar en það geti varðað sektum eða fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Hjónin hafa svarað ásökunum Útlendingastofnunar meðal annars með því að konunni hafi andlega liðið mjög vel í brúðkaupi sínu. Hún var aftur á móti komin mánuð á leið með meðgöngu og barðist við heiftarlega ógleði og aðra meðgöngukvilla. Þá er það þeirra skoðun að misræmi í frásögn þeirra skýrist af túlkunarvanda og menningarmun á milli landanna. Til dæmis tíðkist í Víetnam að brúðgumi borgi fyrir brúðkaup og þar í landi sæmi það ekki brúður að spyrja nákvæmlega hvernig hann fjármagnar það. Það skýri hvers vegna brúðurin gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um fjármögnun brúðkaupsins, sem var veglegt miðað við efni þeirra hjóna. Í bréfi Útlendingastofnunar til lögreglu í desember 2014 segir líka: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg en maðurinn hennar óframfærinn.“ Ekki kemur fram hvernig Útlendingastofnun varð sér úti um þessar upplýsingar frá Landspítalanum en þær byggja á heimsóknum hjónanna til spítalans þegar konan fæddi barn þeirra og líklega í aðdraganda hennar, við fósturskimun. Faðirinn var viðstaddur fæðinguna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var enginn túlkur viðstaddur fæðinguna og því erfitt fyrir konuna að tjá sig við ljósmæður. „Útlendingastofnun hefur ekki sömu rannsóknarheimildir og lögreglan. Mér leikur forvitni á að vita hvernig stofnunin komst yfir upplýsingar um umbjóðanda minn frá Landspítalanum,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Hún spyr: „Hver á landspítalanum svaraði því svo að hún væri ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn? Ég tel að það sé með öllu óheimilt að ræða á þennan máta um sjúklinga, hvað þá við þriðja aðila á borð við Útlendingastofnun.“ Björg gefur lítið fyrir hugmyndir Útlendingastofnunar um að um málamyndahjónaband sé að ræða. Umbjóðendur hennar séu ástfangið par og nýbakaðir foreldrar. „Að halda því fram að hjónaband þeirra sé sviðsett er ekkert nema fyrirsláttur og kemur í veg fyrir að umbjóðandi minn og nánasta fjölskylda hennar fái notið réttinda hér á landi.“ Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar við gerð fréttarinnar. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Landspítalann vegna málsins kom starfsfólk af fjöllum. „Við könnumst ekki við þetta mál. Sú tilkynningarskylda sem við höfum á Landspítalanum samkvæmt lögum er til barnaverndaryfirvalda,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.
Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira