Semur lög og rifjar upp gamla tíma Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2015 09:00 Högni Egilsson leggur af stað í ferðlagið á morgun. Vísir/GVA Högni Egilsson leggur nú land undir fót og heldur tónleika á stöðum sem hann hefur sjaldan spilað á áður. Högni mun ferðast einsamall, sem er nýlunda fyrir þennan kappa sem hefur gert garðinn frægan með Hjaltalín og GusGus. „Ég er alls ekki vanur því að ferðast einsamall,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ætli þetta verði ekki góð sjálfskoðun, að keyra svona langt einn síns liðs?“ Högni leggur af stað á á morgun og er fyrsta stopp á Hornafirði. Högni mun einnig leika á Egilsstöðum, Eskifirði, Siglufirði og Akureyri á þessu tónleikaferðalagi sínu. „Ég valdi svolítið tónleikastaði eftir því hvar er að finna góða flygla. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að fá tækifæri til að ferðast um landið og spila þessi lög og halda út svona prógrammi,“ útskýrir Högni. Eins og Fréttablaðið sagði frá í síðasta mánuði hóf Högni tónleikaferðalagið í Hafnarfirði, þar sem hann kom fram í Gamla bíói. Þetta er í fyrsta sinn sem Högni heldur tónleika einn síns liðs og er hluti af þeirri upplifun að ferðast bara með sjálfum sér. „Ætli ég muni ekki ræða málin við ímyndaðan vin sem ég „tek“ með mér í ferðlagið? Ég mun sjálfsagt vera að rangla um í hausnum á sjálfum mér. Minnast gamalla tíma, syngja eitthvað skemmtilegt. Ég gæti líka trúað því að einhver lög verði til á ferðalaginu.“ Fyrstu tónleikar Högna verða á morgun á Hornafirði en hann á góðar minningar þaðan. „Síðast þegar ég fór þangað var ég, að mig minnir, nítján ára gamall. Ég fór þá með Snorra Helgasyni vini mínum á Humarhátíð. Við enduðum í góðum gleðskap með sjómönnum að syngja og glamra á gítar alla nóttina. Það var einstaklega skemmtilegt.“ Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Högni Egilsson leggur nú land undir fót og heldur tónleika á stöðum sem hann hefur sjaldan spilað á áður. Högni mun ferðast einsamall, sem er nýlunda fyrir þennan kappa sem hefur gert garðinn frægan með Hjaltalín og GusGus. „Ég er alls ekki vanur því að ferðast einsamall,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ætli þetta verði ekki góð sjálfskoðun, að keyra svona langt einn síns liðs?“ Högni leggur af stað á á morgun og er fyrsta stopp á Hornafirði. Högni mun einnig leika á Egilsstöðum, Eskifirði, Siglufirði og Akureyri á þessu tónleikaferðalagi sínu. „Ég valdi svolítið tónleikastaði eftir því hvar er að finna góða flygla. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að fá tækifæri til að ferðast um landið og spila þessi lög og halda út svona prógrammi,“ útskýrir Högni. Eins og Fréttablaðið sagði frá í síðasta mánuði hóf Högni tónleikaferðalagið í Hafnarfirði, þar sem hann kom fram í Gamla bíói. Þetta er í fyrsta sinn sem Högni heldur tónleika einn síns liðs og er hluti af þeirri upplifun að ferðast bara með sjálfum sér. „Ætli ég muni ekki ræða málin við ímyndaðan vin sem ég „tek“ með mér í ferðlagið? Ég mun sjálfsagt vera að rangla um í hausnum á sjálfum mér. Minnast gamalla tíma, syngja eitthvað skemmtilegt. Ég gæti líka trúað því að einhver lög verði til á ferðalaginu.“ Fyrstu tónleikar Högna verða á morgun á Hornafirði en hann á góðar minningar þaðan. „Síðast þegar ég fór þangað var ég, að mig minnir, nítján ára gamall. Ég fór þá með Snorra Helgasyni vini mínum á Humarhátíð. Við enduðum í góðum gleðskap með sjómönnum að syngja og glamra á gítar alla nóttina. Það var einstaklega skemmtilegt.“
Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira