Uppáhaldstónlistin verður á efnisskránni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2015 14:15 Graduale Nobili fagnar sigursælum fimmtán ára ferli með tónleikum á morgun. Mynd/Úr einkasafni „Þær eru búnar að vinna þvílík afrek, þessar stúlkur,“ segir Jón Stefánsson organisti og kórstjóri um dömukórinn Graduale Nobili sem fagnar 15 ára afmæli sínu á morgun, 1. nóvember, klukkan 17 með sérstökum tónleikum í Langholtskirkju. Þar munu fyrrverandi kórfélagar slást í hópinn með núverandi og rifja upp gamla takta. „Þær taka eiginlega uppáhaldslögin frá upphafi og þegar þær fá að velja sjálfar verða lögin oft í erfiðari kantinum Við erum með fullt af músík sem stúlkurnar hafa notað í keppnum og verk sem hafa verið samin fyrir þær af íslenskum tónskáldum,“ segir Jón stoltur. Hann rifjar upp að kórinn hafi margoft staðið á verðlaunapalli í alþjóðlegum keppnum og að breska tímaritið BBC Music Magazine valið diskinn Ceremony of Carols / Dancing Day einn af níu áhugaverðustu jóladiskum heims, útgefnum árið 2012. Miðar á tónleikana verða seldir við innganginn á Langholtskirkju. Þeir kosta 2.500 og 1.500 krónur fyrir meðlimi listafélags kirkjunnar, eldri borgara og námsmenn. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þær eru búnar að vinna þvílík afrek, þessar stúlkur,“ segir Jón Stefánsson organisti og kórstjóri um dömukórinn Graduale Nobili sem fagnar 15 ára afmæli sínu á morgun, 1. nóvember, klukkan 17 með sérstökum tónleikum í Langholtskirkju. Þar munu fyrrverandi kórfélagar slást í hópinn með núverandi og rifja upp gamla takta. „Þær taka eiginlega uppáhaldslögin frá upphafi og þegar þær fá að velja sjálfar verða lögin oft í erfiðari kantinum Við erum með fullt af músík sem stúlkurnar hafa notað í keppnum og verk sem hafa verið samin fyrir þær af íslenskum tónskáldum,“ segir Jón stoltur. Hann rifjar upp að kórinn hafi margoft staðið á verðlaunapalli í alþjóðlegum keppnum og að breska tímaritið BBC Music Magazine valið diskinn Ceremony of Carols / Dancing Day einn af níu áhugaverðustu jóladiskum heims, útgefnum árið 2012. Miðar á tónleikana verða seldir við innganginn á Langholtskirkju. Þeir kosta 2.500 og 1.500 krónur fyrir meðlimi listafélags kirkjunnar, eldri borgara og námsmenn.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira