Markvörður Víkings lét flúra á sig Batman: „Mömmu fannst þetta heimska fyrst“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 14:45 Thomas Nielsen er nú með Batman á handleggnum. vísir/andri marinó/tom/úr einkasafni „Ég held mikið upp á Batman,“ segir Thomas Nielsen, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta við Vísi. Daninn ungi er mikill áhugamaður um rökkurriddarann og er ávallt í Batman-bol undir markvarðartreyjunni þegar hann spilar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ofurhetjum þannig þegar ég sá þennan bol varð ég bara að kaupa hann,“ segir Nielsen eldhress. Markvörðurinn tók áhuga sinn um Leðurblökumanninn á næsta stig í gær þegar hann lét flúra mynd af honum á upphandleggsvöðvann. „Ég hef velt þessu fyrir mér lengi en lét svo verða af þessu í gær,“ segir Nielsen sem lét flúra sig í Danmörku, en hann fór heim til sín eftir að tímabilinu lauk.Thomas Nielsen í markinu í sumar.vísir/ernirMamma ekki sátt fyrst „Þetta er samt bara helmingurinn. Ég fer aftur 10. september og þá verður flúrið klárað. Þá verður Gotham í bakgrunni og svona. Ég hlakka mikið til,“ segir hann. Nielsen er ekki í sambandi þannig hann þurfti ekki að ræða þessa ákvörðun við neinn, en foreldrum hans fannst flúrið ekki sniðugt til að byrja með. „Mamma fannst þetta heimska en síðan sáu foreldrar mínir flúrið í gær og þá fannst þeim þetta bara tölff,“ segir Nielsen.Býst við að koma aftur Daninn gerði tveggja ára samning við Víking fyrir tímabilið og býst við að verja mark liðsins næsta sumar. „Eins og staðan er kem ég aftur í janúar en ég er ekki búinn að ræða við stjórnina,“ segir Nielsen sem er svona mátulega sáttur við fyrsta tímabilið sitt á klakanum. „Ég byrjaði undirbúningstímabilið illa og spilaði ekki eins og ég vildi. Svo meiddist ég rétt fyrir tímabilið en eftir að ég kom til baka varð ég bara betri og betri. Sérstaklega fannst mér ganga vel hjá mér í seinni umferðinni.“ „Þetta var fínt en ég vonaðist eftir að liðið myndi enda ofar. Vonandi gengur okkur bara betur á næstu leiktíð,“ segir Thomas Nielsen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Ég held mikið upp á Batman,“ segir Thomas Nielsen, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta við Vísi. Daninn ungi er mikill áhugamaður um rökkurriddarann og er ávallt í Batman-bol undir markvarðartreyjunni þegar hann spilar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ofurhetjum þannig þegar ég sá þennan bol varð ég bara að kaupa hann,“ segir Nielsen eldhress. Markvörðurinn tók áhuga sinn um Leðurblökumanninn á næsta stig í gær þegar hann lét flúra mynd af honum á upphandleggsvöðvann. „Ég hef velt þessu fyrir mér lengi en lét svo verða af þessu í gær,“ segir Nielsen sem lét flúra sig í Danmörku, en hann fór heim til sín eftir að tímabilinu lauk.Thomas Nielsen í markinu í sumar.vísir/ernirMamma ekki sátt fyrst „Þetta er samt bara helmingurinn. Ég fer aftur 10. september og þá verður flúrið klárað. Þá verður Gotham í bakgrunni og svona. Ég hlakka mikið til,“ segir hann. Nielsen er ekki í sambandi þannig hann þurfti ekki að ræða þessa ákvörðun við neinn, en foreldrum hans fannst flúrið ekki sniðugt til að byrja með. „Mamma fannst þetta heimska en síðan sáu foreldrar mínir flúrið í gær og þá fannst þeim þetta bara tölff,“ segir Nielsen.Býst við að koma aftur Daninn gerði tveggja ára samning við Víking fyrir tímabilið og býst við að verja mark liðsins næsta sumar. „Eins og staðan er kem ég aftur í janúar en ég er ekki búinn að ræða við stjórnina,“ segir Nielsen sem er svona mátulega sáttur við fyrsta tímabilið sitt á klakanum. „Ég byrjaði undirbúningstímabilið illa og spilaði ekki eins og ég vildi. Svo meiddist ég rétt fyrir tímabilið en eftir að ég kom til baka varð ég bara betri og betri. Sérstaklega fannst mér ganga vel hjá mér í seinni umferðinni.“ „Þetta var fínt en ég vonaðist eftir að liðið myndi enda ofar. Vonandi gengur okkur bara betur á næstu leiktíð,“ segir Thomas Nielsen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira