Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Karl Lúðvíksson skrifar 9. nóvember 2015 16:57 Mynd: KL Hofsá er öðrum ám ólöstuðum ein eftirsóttasta veiðiá landsins og jafnfram ein sú skemmtilegasta að veiða. Það hefur ekki verið á hvers manns færi að veiða í henni enda hafa veiðileyfin verið eftirsótt og færri komist að en vilja. Áin átti ekki gott sumar en veiðimenn sem halda tryggð við hana eru þó bjartsýnir á viðsnúning að ári. Svo ber við að nýr söluaðili er tekinn við haustleyfunum en það er Hreggnasi sem nú þegar er með Grímsá, Laxá í Kjós, Korpu, Brynjudalsá og Svalbarðsá svo nokkrar séu nefndar. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag.Veiðifélagið Hreggnasi selur síðsumarsveiðileyfi í Hofsá í Vopnafirði Veiðifélagið Hreggnasi hefur tekið að sér sölu veiðileyfa síðsumars í Hofsá í Vopnafirði til næstu þriggja ára. Hofsá þarf varla að kynna fyrir stangaveiðimönnum. Hún fellur í Vopnafjörð skammt innan við kaupstaðinn og er laxgeng rúma 30 km. að fossi hjá samnefndu býli. Veitt er á sjö laxastangir daglega. Veiðihúsið Árhvammur var endurnýjað fyrir nokkrum árum og eru öll herbergi nú með með baði og húsið hið glæsilegasta með gufubaði og öðrum þægindum. Vegurinn meðfram ánni hefur einnig mikið verið lagfærður og nýr vegur hefur verið lagður inn að efstu veiðisvæðum, þar sem áður þurfti að ganga og erfitt yfirferðar. Nánari upplýsingar veitir Haraldur Eiríksson á netfanginu halli@hreggnasi.is Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi Veiði
Hofsá er öðrum ám ólöstuðum ein eftirsóttasta veiðiá landsins og jafnfram ein sú skemmtilegasta að veiða. Það hefur ekki verið á hvers manns færi að veiða í henni enda hafa veiðileyfin verið eftirsótt og færri komist að en vilja. Áin átti ekki gott sumar en veiðimenn sem halda tryggð við hana eru þó bjartsýnir á viðsnúning að ári. Svo ber við að nýr söluaðili er tekinn við haustleyfunum en það er Hreggnasi sem nú þegar er með Grímsá, Laxá í Kjós, Korpu, Brynjudalsá og Svalbarðsá svo nokkrar séu nefndar. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag.Veiðifélagið Hreggnasi selur síðsumarsveiðileyfi í Hofsá í Vopnafirði Veiðifélagið Hreggnasi hefur tekið að sér sölu veiðileyfa síðsumars í Hofsá í Vopnafirði til næstu þriggja ára. Hofsá þarf varla að kynna fyrir stangaveiðimönnum. Hún fellur í Vopnafjörð skammt innan við kaupstaðinn og er laxgeng rúma 30 km. að fossi hjá samnefndu býli. Veitt er á sjö laxastangir daglega. Veiðihúsið Árhvammur var endurnýjað fyrir nokkrum árum og eru öll herbergi nú með með baði og húsið hið glæsilegasta með gufubaði og öðrum þægindum. Vegurinn meðfram ánni hefur einnig mikið verið lagfærður og nýr vegur hefur verið lagður inn að efstu veiðisvæðum, þar sem áður þurfti að ganga og erfitt yfirferðar. Nánari upplýsingar veitir Haraldur Eiríksson á netfanginu halli@hreggnasi.is
Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi Veiði