Birgir Leifur aftur undir pari og kemst áfram á lokastigið Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2015 14:35 vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að spila undir pari á Alicante á Spáni fjórða daginn í röð. Birgir Leifur var á átta höggum undir pari fyrir lokahringinn á 2. stigi úrtökumótsins í dag og spilaði síðasta hringinn á einu höggi undir pari. Hann fór hringina fjóra á 275 höggum í heildina en níu höggum undir pari. Grunnvinnuna lagði hann á fyrsta hring þar sem hann spilaði frábærlega og var fimm höggum undir pari. Gefið var út í morgun að 18 efstu kylfingarnir á 2. stigi komast áfram og er ljóst að Birgir fer áfram þrátt fyrir að allir kylfingar hafi ekki lokið leik. Lokastigið fer einnig fram á Spáni og hefst á laugardaginn. Þetta er í tólfta sinn sem Birgir Leifur kemst þetta langt, en árið 2006 komst hann alla leið og komst einn á Evrópumótaröðina sem er sú næst sterkasta á eftir PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að spila undir pari á Alicante á Spáni fjórða daginn í röð. Birgir Leifur var á átta höggum undir pari fyrir lokahringinn á 2. stigi úrtökumótsins í dag og spilaði síðasta hringinn á einu höggi undir pari. Hann fór hringina fjóra á 275 höggum í heildina en níu höggum undir pari. Grunnvinnuna lagði hann á fyrsta hring þar sem hann spilaði frábærlega og var fimm höggum undir pari. Gefið var út í morgun að 18 efstu kylfingarnir á 2. stigi komast áfram og er ljóst að Birgir fer áfram þrátt fyrir að allir kylfingar hafi ekki lokið leik. Lokastigið fer einnig fram á Spáni og hefst á laugardaginn. Þetta er í tólfta sinn sem Birgir Leifur kemst þetta langt, en árið 2006 komst hann alla leið og komst einn á Evrópumótaröðina sem er sú næst sterkasta á eftir PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira