Albúm Berglind Pétursdóttir skrifar 9. nóvember 2015 07:00 Fílar hafa ótrúlega gott minni og það sama má segja um mig. Ég man til dæmis einstaklega vel eftir æsku minni og öllum hennar smáatriðum. Ég komst að því um daginn þegar ég byrjaði að rifja upp minningar úr leik- og grunnskóla af slíkri nákvæmni að vinnufélagar mínir litu hvor á annan og sögðust sjálfir aðeins muna eftir tilvist sinni, svona nokkurn veginn, í grunnskóla en ekki mikið meira en það. Ég held að þessi skýra sýn mín á uppvaxtarárin sé að einhverju leyti því að þakka að ég skoðaði mikið myndaalbúm (muniði eftir svoleiðis?) þegar ég var krakki. Áður en ég lærði að lesa fannst mér ekkert skemmtilegra en að skoða myndir. Af mér. Enda af nógu að taka. Bróðir minn var 15 ára þegar ég fæddist og löngu hættur að vera krúttlegur svo foreldrar mínir gátu einbeitt sér að krúttleika mínum allan daginn og var nánast hvert einasta fótspor mitt fest á filmu. Filmu eftir filmu var æska mín svo sótt í framköllun og öllu raðað samviskusamlega í albúm. Á heimilinu var safn myndaalbúma, nokkur græn sem ég nennti aldrei að skoða. Í þeim voru gamlar og brúnleitar myndir af mömmu, pabba og vinum þeirra þegar þau voru ung og mjó. Svo voru rósótt albúm og í þeim voru allar myndirnar af mér. Ég sat löngum stundum og fletti rósóttu albúmunum og dáðist að sjálfri mér. Þegar ég lærði að lesa og skrifa dundaði ég mér svo við að skrifa stutta, sniðuga texta á flipana sem hægt var að smeygja milli mynda. Ef mér fannst einhverjar myndir ljótar eða hallærislegar sneri ég þeim á hvolf eða faldi ofan í skúffu. Myndunum var öllum raðað í tímaröð og minningar mínar um æsku mína byggjast á þessum fína grunni. Sannkallað Instagram fortíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Fílar hafa ótrúlega gott minni og það sama má segja um mig. Ég man til dæmis einstaklega vel eftir æsku minni og öllum hennar smáatriðum. Ég komst að því um daginn þegar ég byrjaði að rifja upp minningar úr leik- og grunnskóla af slíkri nákvæmni að vinnufélagar mínir litu hvor á annan og sögðust sjálfir aðeins muna eftir tilvist sinni, svona nokkurn veginn, í grunnskóla en ekki mikið meira en það. Ég held að þessi skýra sýn mín á uppvaxtarárin sé að einhverju leyti því að þakka að ég skoðaði mikið myndaalbúm (muniði eftir svoleiðis?) þegar ég var krakki. Áður en ég lærði að lesa fannst mér ekkert skemmtilegra en að skoða myndir. Af mér. Enda af nógu að taka. Bróðir minn var 15 ára þegar ég fæddist og löngu hættur að vera krúttlegur svo foreldrar mínir gátu einbeitt sér að krúttleika mínum allan daginn og var nánast hvert einasta fótspor mitt fest á filmu. Filmu eftir filmu var æska mín svo sótt í framköllun og öllu raðað samviskusamlega í albúm. Á heimilinu var safn myndaalbúma, nokkur græn sem ég nennti aldrei að skoða. Í þeim voru gamlar og brúnleitar myndir af mömmu, pabba og vinum þeirra þegar þau voru ung og mjó. Svo voru rósótt albúm og í þeim voru allar myndirnar af mér. Ég sat löngum stundum og fletti rósóttu albúmunum og dáðist að sjálfri mér. Þegar ég lærði að lesa og skrifa dundaði ég mér svo við að skrifa stutta, sniðuga texta á flipana sem hægt var að smeygja milli mynda. Ef mér fannst einhverjar myndir ljótar eða hallærislegar sneri ég þeim á hvolf eða faldi ofan í skúffu. Myndunum var öllum raðað í tímaröð og minningar mínar um æsku mína byggjast á þessum fína grunni. Sannkallað Instagram fortíðarinnar.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun