Margrét Lára gengur til liðs við Val Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2015 23:42 Margrét Lára er að margra mati besta knattspyrnukona Íslandssögunnar. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hefur gengið til liðs við Val. Hún skrifaði undir tveggja ára samning og verður auk þess hluti af þjálfarateymi liðsins. Margrét Lára lýsti því yfir á dögunum að hún væri á heimleið eftir atvinnumennsku í Svíþjóð undanfarin ár. Margrét Lára, sem varð 29 ára í sumar, þekkir vel til á Hlíðarenda þar sem hún spilaði á árunum 2005-2008 og raðaði inn mörkunum. Hún á að baki 124 leiki í efstu deild og bikarkeppnum og hefur skorað í þeim 198 mörk. Eyjamærin hefur spilað með kvennaliði Kristianstad frá árinu 2012 undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Hún spilaði einnig með liðinu á árunum 2009-2011 en var þar áður á mála hjá þýsku félögunum Duisburg og Turbine Potsdam. Hún varð Þýskalandsmeistari með Potsdam vorið 2012 en félagið er eitt það sterkasta í Evrópu.Hér tekur Margrét Lára við titlinum íþróttamaður ársins 2007 ásamt foreldrum sínum, Guðmundu Sighvatsdóttur og Viðari Elíassyni.Mynd/VilhelmGlæsileg ferilskrá Margrét Lára er markahæsti leikmaður A-landsliðs Íslands í knattspyrnu frá upphafi með 75 mörk í 102 leikjum. Þá hefur hún skorað 30 mörk í 43 leikjum með yngri landsliðum Íslands. Ljóst er að liðsstyrkurinn fyrir Valskonur verður mikill en Hlíðarendastelpur höfnuðu í sjöunda sæti í Pepsi-deild kvenna síðastliðið sumar. Þær komust í undanúrslit bikarsins þar sem þær féllu úr leik gegn Selfossi. Margrét Lára, sem er uppalin í Vestmannaeyjum, hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með Valskonum, einu sinni bikarmeistari og markahæsti leikmaður Íslandsmótsins alls fimm sinnum. Hún varð markahæst í sænsku deildinni árið 2011 ásamt hinni hollensku Manon Melis. Þá var hún útnefnd íþróttamaður ársins árið 2007.Að neðan má sjá viðtal sem Margét Lára veitti Valur.is í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Landsliðskonan og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hefur gengið til liðs við Val. Hún skrifaði undir tveggja ára samning og verður auk þess hluti af þjálfarateymi liðsins. Margrét Lára lýsti því yfir á dögunum að hún væri á heimleið eftir atvinnumennsku í Svíþjóð undanfarin ár. Margrét Lára, sem varð 29 ára í sumar, þekkir vel til á Hlíðarenda þar sem hún spilaði á árunum 2005-2008 og raðaði inn mörkunum. Hún á að baki 124 leiki í efstu deild og bikarkeppnum og hefur skorað í þeim 198 mörk. Eyjamærin hefur spilað með kvennaliði Kristianstad frá árinu 2012 undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Hún spilaði einnig með liðinu á árunum 2009-2011 en var þar áður á mála hjá þýsku félögunum Duisburg og Turbine Potsdam. Hún varð Þýskalandsmeistari með Potsdam vorið 2012 en félagið er eitt það sterkasta í Evrópu.Hér tekur Margrét Lára við titlinum íþróttamaður ársins 2007 ásamt foreldrum sínum, Guðmundu Sighvatsdóttur og Viðari Elíassyni.Mynd/VilhelmGlæsileg ferilskrá Margrét Lára er markahæsti leikmaður A-landsliðs Íslands í knattspyrnu frá upphafi með 75 mörk í 102 leikjum. Þá hefur hún skorað 30 mörk í 43 leikjum með yngri landsliðum Íslands. Ljóst er að liðsstyrkurinn fyrir Valskonur verður mikill en Hlíðarendastelpur höfnuðu í sjöunda sæti í Pepsi-deild kvenna síðastliðið sumar. Þær komust í undanúrslit bikarsins þar sem þær féllu úr leik gegn Selfossi. Margrét Lára, sem er uppalin í Vestmannaeyjum, hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með Valskonum, einu sinni bikarmeistari og markahæsti leikmaður Íslandsmótsins alls fimm sinnum. Hún varð markahæst í sænsku deildinni árið 2011 ásamt hinni hollensku Manon Melis. Þá var hún útnefnd íþróttamaður ársins árið 2007.Að neðan má sjá viðtal sem Margét Lára veitti Valur.is í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira