Leikkonurnar Jennifer Lawrence og Natalie Dormer áttu í skemmtilega klaufalegum samskiptum á rauða dreglinum í London í gær. Leikkonurnar, sem voru að veita viðtöl við frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar úr Hunger Games-myndaröðinni, lentu þá í því að kyssast á munninn í örskamma stund þegar Lawrence ætlaði að kasta kveðju á Dormer.
Þetta skondna atvik náðist á myndskeið, sem má sjá hér að ofan. Lawrence ætlaði greinilega að kyssa Dormer, sem var þá í viðtali, á kinnina. En fólk á það til að misreikna sig í svona aðstæðum og Dormer tókst að snúa sér að Lawrence akkúrat þegar sú síðarnefnda smellti á hana kossi.
Þeim var greinilega báðum skemmt yfir atvikinu, sem og spyrlinum sem benti Dormer á að hún hefði fengið á sig eitthvað af varalit Lawrence.
„Ég mun ná Jennifer Lawrence framan úr mér,“ grínaðist Game of Thrones-stjarnan áður en hún kvaddi.
Jennifer Lawrence og Natalie Dormer kysstust fyrir slysni
Bjarki Ármannsson skrifar
Mest lesið



Fullkomið tan og tryllt partý
Lífið samstarf



Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf



