Enga fædda stjórnendur! Pawel Bartoszek skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Einræðisherra í fjarlægu ríki, köllum það N-Kóreu, deyr. Margir vonast eftir umbótaskeiði. Kaupsýslumenn frá nágrannaríkinu, köllum það S-Kóreu, reyna að tryggja ítök sín í landinu í því skyni að efla viðskipti sín við það. Menn binda vonir við að erfinginn í þjóðhöfðingjaembættinu verði minna þver. Fljótlega kemur þó annað á daginn. Landið sekkur í nýtt hörmungaskeið vegna geðvonsku þjóðhöfðingjans unga. Embættismenn og erlendir kaupsýslumenn freista þess að losna við einræðisherrann en það tekst ekki. Svikurum er komið fyrir kattarnef, viðskipti við S-Kóreu eru stöðvuð og fjölskylda einræðisherrans herðir tök sín í stjórnkerfi landsins. Með öðrum orðum „allt endar vel“. Eða þannig. Þetta er reyndar ekki lýsing á alvöruatburðum á Kóreuskaga, heldur söguþráður teiknimyndarinnar Frozen. Ungi einræðisherrann er Elsa og vondi, suðurkóreski kaupsýslumaðurinn er hertoginn af Marabæ. Sem vissulega reynir að koma henni fyrir kattarnef, en ekki fyrr en allt landið er bókstaflega gaddfreðið sökum geðvonsku hennar. Þetta er ekki eina Disney-myndin sem ber þann boðskap að sumir séu „fæddir til að stjórna“ og að ekkert sé skítlegra en að vilja stjórna, bara til að stjórna, án þess að vera með blóðið í það. Öll þessi gömlu ævintýri eru morandi í einhverjum prinsessum og prinsum. Það skásta sem alþýðuhetja getur vonast eftir er að giftast til áhrifa. Aðrir skulu ekki halda að þeir geti stjórnað. „Þekktu þinn stað væni. Völd eru fyrir hina útvöldu.“ Þetta er boðskapur miðalda. Kæra Disney. Gefið okkur, hinum ókonungbornu einhverja von. Ég vil fá mynd um úrillan en hnyttinn álf sem bloggar sig til valda. Er kosinn á þing. Í fjögur ár. Hættir svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun
Einræðisherra í fjarlægu ríki, köllum það N-Kóreu, deyr. Margir vonast eftir umbótaskeiði. Kaupsýslumenn frá nágrannaríkinu, köllum það S-Kóreu, reyna að tryggja ítök sín í landinu í því skyni að efla viðskipti sín við það. Menn binda vonir við að erfinginn í þjóðhöfðingjaembættinu verði minna þver. Fljótlega kemur þó annað á daginn. Landið sekkur í nýtt hörmungaskeið vegna geðvonsku þjóðhöfðingjans unga. Embættismenn og erlendir kaupsýslumenn freista þess að losna við einræðisherrann en það tekst ekki. Svikurum er komið fyrir kattarnef, viðskipti við S-Kóreu eru stöðvuð og fjölskylda einræðisherrans herðir tök sín í stjórnkerfi landsins. Með öðrum orðum „allt endar vel“. Eða þannig. Þetta er reyndar ekki lýsing á alvöruatburðum á Kóreuskaga, heldur söguþráður teiknimyndarinnar Frozen. Ungi einræðisherrann er Elsa og vondi, suðurkóreski kaupsýslumaðurinn er hertoginn af Marabæ. Sem vissulega reynir að koma henni fyrir kattarnef, en ekki fyrr en allt landið er bókstaflega gaddfreðið sökum geðvonsku hennar. Þetta er ekki eina Disney-myndin sem ber þann boðskap að sumir séu „fæddir til að stjórna“ og að ekkert sé skítlegra en að vilja stjórna, bara til að stjórna, án þess að vera með blóðið í það. Öll þessi gömlu ævintýri eru morandi í einhverjum prinsessum og prinsum. Það skásta sem alþýðuhetja getur vonast eftir er að giftast til áhrifa. Aðrir skulu ekki halda að þeir geti stjórnað. „Þekktu þinn stað væni. Völd eru fyrir hina útvöldu.“ Þetta er boðskapur miðalda. Kæra Disney. Gefið okkur, hinum ókonungbornu einhverja von. Ég vil fá mynd um úrillan en hnyttinn álf sem bloggar sig til valda. Er kosinn á þing. Í fjögur ár. Hættir svo.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun