Kisner efstur eftir 36 holur í Kína - Hefur enn ekki fengið skolla 6. nóvember 2015 17:30 Kisner einbeittur á öðrum hring í nótt. Getty. Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner er í efsta sæti á HSBC Meistaramótinu eftir 36 holur en hann hefur leikið frábært golf, ekki fengið einn einasta skolla og er á 14 höggum undir pari. Skotinn Russell Knox er í öðru á 12 höggum undir pari og Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sem leiddi eftir fyrsta hring er í þriðja sæti á tíu undir. Skor keppenda var ekki jafn gott á öðrum hring í nótt og á þeim fyrsta enda aðstæður á Sheshan International vellinum ekki jafn heppilegar. Stór nöfn á borð við Rickie Fowler, Rory McIlroy, Bubba Watson og Jordan Spieth sitja á fjórum undir pari, tíu höggum á eftir efsta manni. Hinn högglangi Dustin Johnson er þó meðal efstu manna á átta undir pari, einu verri heldur en ungstirnið Patrick Reed sem er í fjórða sæti á níu undir. Þá hefur slöpp frammistaða fyrrum besta kylfings heims, Adam Scott, vakið athygli en hann er í næst síðasta sæti mótsins á sjö höggum yfir pari. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00 í nótt. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner er í efsta sæti á HSBC Meistaramótinu eftir 36 holur en hann hefur leikið frábært golf, ekki fengið einn einasta skolla og er á 14 höggum undir pari. Skotinn Russell Knox er í öðru á 12 höggum undir pari og Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sem leiddi eftir fyrsta hring er í þriðja sæti á tíu undir. Skor keppenda var ekki jafn gott á öðrum hring í nótt og á þeim fyrsta enda aðstæður á Sheshan International vellinum ekki jafn heppilegar. Stór nöfn á borð við Rickie Fowler, Rory McIlroy, Bubba Watson og Jordan Spieth sitja á fjórum undir pari, tíu höggum á eftir efsta manni. Hinn högglangi Dustin Johnson er þó meðal efstu manna á átta undir pari, einu verri heldur en ungstirnið Patrick Reed sem er í fjórða sæti á níu undir. Þá hefur slöpp frammistaða fyrrum besta kylfings heims, Adam Scott, vakið athygli en hann er í næst síðasta sæti mótsins á sjö höggum yfir pari. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00 í nótt.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira