Kisner efstur eftir 36 holur í Kína - Hefur enn ekki fengið skolla 6. nóvember 2015 17:30 Kisner einbeittur á öðrum hring í nótt. Getty. Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner er í efsta sæti á HSBC Meistaramótinu eftir 36 holur en hann hefur leikið frábært golf, ekki fengið einn einasta skolla og er á 14 höggum undir pari. Skotinn Russell Knox er í öðru á 12 höggum undir pari og Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sem leiddi eftir fyrsta hring er í þriðja sæti á tíu undir. Skor keppenda var ekki jafn gott á öðrum hring í nótt og á þeim fyrsta enda aðstæður á Sheshan International vellinum ekki jafn heppilegar. Stór nöfn á borð við Rickie Fowler, Rory McIlroy, Bubba Watson og Jordan Spieth sitja á fjórum undir pari, tíu höggum á eftir efsta manni. Hinn högglangi Dustin Johnson er þó meðal efstu manna á átta undir pari, einu verri heldur en ungstirnið Patrick Reed sem er í fjórða sæti á níu undir. Þá hefur slöpp frammistaða fyrrum besta kylfings heims, Adam Scott, vakið athygli en hann er í næst síðasta sæti mótsins á sjö höggum yfir pari. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00 í nótt. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner er í efsta sæti á HSBC Meistaramótinu eftir 36 holur en hann hefur leikið frábært golf, ekki fengið einn einasta skolla og er á 14 höggum undir pari. Skotinn Russell Knox er í öðru á 12 höggum undir pari og Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sem leiddi eftir fyrsta hring er í þriðja sæti á tíu undir. Skor keppenda var ekki jafn gott á öðrum hring í nótt og á þeim fyrsta enda aðstæður á Sheshan International vellinum ekki jafn heppilegar. Stór nöfn á borð við Rickie Fowler, Rory McIlroy, Bubba Watson og Jordan Spieth sitja á fjórum undir pari, tíu höggum á eftir efsta manni. Hinn högglangi Dustin Johnson er þó meðal efstu manna á átta undir pari, einu verri heldur en ungstirnið Patrick Reed sem er í fjórða sæti á níu undir. Þá hefur slöpp frammistaða fyrrum besta kylfings heims, Adam Scott, vakið athygli en hann er í næst síðasta sæti mótsins á sjö höggum yfir pari. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00 í nótt.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira