Hneyksli hefur lítil áhrif á sölu Ingvar Haraldsson skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Uppgefinn miðlari í Kauphöllinni í Frankfurt í gær. Hlutabréf í Volkswagen féllu um 10 prósent á miðvikudaginn. nordicphotos/afp Útblásturshneyksli þýska bílaframleiðandans Volkswagen virðist ekki hafa teljandi áhrif á sölu bílanna hér á landi. Málið kom upp í síðari hluta september en markaðshlutdeild Volkswagen í október jókst milli ára. „Í október í fyrra þá vorum við með markaðshlutdeild sem var rétt um 7 prósent en hún er yfir 10 prósent í október í ár svo hún hefur aukist verulega,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, umboðs Volkswagen á Íslandi. 83 nýir Volkswagen-fólksbílar voru seldir í október á þessu ári miðað við 37 í október fyrir ári. Þó er vert að benda á að heildarbílasala í október jókst um 44,6 prósent milli ára. Í Bandaríkjunum jókst sala á Volkswagen-bifreiðum 0,2 prósent milli mánaða. Volkswagen hefur boðið bíla á talsverðum afslætti vestanhafs eftir að hneykslið kom upp.Friðbert Friðbertsson, forstjóri HekluVolkswagen viðurkenndi á þriðjudaginn að uppgefnar útblásturstölur væru rangar fyrir 800 þúsund bifreiðar til viðbótar við þær 11 milljónir bíla sem bílaframleiðandinn hafði þegar viðurkennt að hneykslið næði til. Hlutabréfaverð í Volkswagen lækkaði á miðvikudag um 10 prósent og hefur því lækkað um helming frá því um miðjan september. Þá hafa færri sett sig í samband við Heklu eftir að hneykslið komst upp en búast mætti við. „Það hefur verið furðulítið,“ segir Friðbert. „En við tökum á móti öllu fólki sem hefur áhyggjur af þessu og reynum að leiðbeina því,“ bætir hann við. Þá bendir forstjórinn á að Volkswagen hafi gefið út að bílaframleiðandinn muni taka ábyrgð á öllum málunum sem snúa að hneykslinu. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Útblásturshneyksli þýska bílaframleiðandans Volkswagen virðist ekki hafa teljandi áhrif á sölu bílanna hér á landi. Málið kom upp í síðari hluta september en markaðshlutdeild Volkswagen í október jókst milli ára. „Í október í fyrra þá vorum við með markaðshlutdeild sem var rétt um 7 prósent en hún er yfir 10 prósent í október í ár svo hún hefur aukist verulega,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, umboðs Volkswagen á Íslandi. 83 nýir Volkswagen-fólksbílar voru seldir í október á þessu ári miðað við 37 í október fyrir ári. Þó er vert að benda á að heildarbílasala í október jókst um 44,6 prósent milli ára. Í Bandaríkjunum jókst sala á Volkswagen-bifreiðum 0,2 prósent milli mánaða. Volkswagen hefur boðið bíla á talsverðum afslætti vestanhafs eftir að hneykslið kom upp.Friðbert Friðbertsson, forstjóri HekluVolkswagen viðurkenndi á þriðjudaginn að uppgefnar útblásturstölur væru rangar fyrir 800 þúsund bifreiðar til viðbótar við þær 11 milljónir bíla sem bílaframleiðandinn hafði þegar viðurkennt að hneykslið næði til. Hlutabréfaverð í Volkswagen lækkaði á miðvikudag um 10 prósent og hefur því lækkað um helming frá því um miðjan september. Þá hafa færri sett sig í samband við Heklu eftir að hneykslið komst upp en búast mætti við. „Það hefur verið furðulítið,“ segir Friðbert. „En við tökum á móti öllu fólki sem hefur áhyggjur af þessu og reynum að leiðbeina því,“ bætir hann við. Þá bendir forstjórinn á að Volkswagen hafi gefið út að bílaframleiðandinn muni taka ábyrgð á öllum málunum sem snúa að hneykslinu.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira