Hælisleitandi frá Súdan óttast að verða sendur til Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.” Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.”
Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira