Auk þess að birta nýja stiklu, gaf Bethesda út appið Pip-Boy. Appið má nota til að tengjast leiknum, hvort sem það er á PC, PS4 eða XboxOne. Ekki er hægt að nota það enn, þar sem leikurinn er ekki kominn út, en meðal annars er hægt að skoða kort leiksins þar.
Einnig verður hægt að hlusta á útvarp leiksins og spila leiki.
Appið má finna á bæði Google Play og iTunes.