Endurfæddur Nathan Drake Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2015 10:00 Nathan Drake kemst í hann krappann um allan heim. Nathan Drake og vinur hans og lærifaðir hans Victor „Sully“ Sullivan, eru án efa meðal stærstu stjarna Playstation undanfarin ár. Ævintýri þeirra er margvísleg og hafa Uncharted leikirnir notið gífurlegra vinsælda og í raun má segja að Uncharted leikirnir hafi einkennt Playstation 3. Í tilefni af útgáfu Uncharted 4 í mars á næsta ári, uppfærðu Bluepoint games gömlu leikina þrjá fyrir PS4 og Naughty Dog gáfu þá út í einu safni. Leikirnir hafa verið uppfærðir að miklu leyti og líta mun betur út, eins og sjá má hér að neðan.Útlit leikjanna allra hefur verið uppfært og eru þeir nú í háskerpu.Leikirnir blanda saman skotbardögum, þrautum og skemmtilegri sögufrásögn. Spilarar stýra Nathan Drake í gegnum fornar rústir allt frá frumskógum Suður-Ameríku til Himalayafjalla og til Sádi-Arabíu, þar sem hann leitar fornra fjársjóða og berst við illmenni. Fyrsti leikurinn; Drake´s Fortune er nú orðinn átta ára gamall og það sést á honum. Graffíkin lítur að vísu ágætlega út, en hreyfingar og skotkerfi ekki, þrátt fyrir að skotkerfið hafi verið bætt. Þá gerist það leiðinlega oft, þegar Drake þarf að klífa kletta og byggingar, að sjónarhornið hjálpar ekki til. Þá vill það gerast að maður hoppi fram af klettum og láti lífið á annan máta. Bæði Uncharted 2 og 3 virðast ekki eiga við þessi vandamál að stríða. Stýrikerfið virkar mun betur og bardagar virka bæði skemmtilegri og náttúrulegri. Það er að auðveldara er að miða og jafnvel að fara í skjól. Önnur nýjung er að nú er búið að bæta við svokölluðu Speed Run. Þar geta spilendur keppst við að klára borð á sem skemmstum tíma og borið tíma sína saman við hve lengi vinir eru að klára borðin. Þá er einnig hægt að bera annars konar tölfræði saman við tölfræði vina. Það er hve marga óvini þú hefur fellt og slíkt. Uncharted safnið er stórgóður sögupakki sem býður upp á mikla skemmtun. Það sem Uncharted serían gerir alveg frábærlega er að segja skemmtilega sögu mjög áhugaverðs karakters. Nathan Drake er frábær og leikirnir eru allir stórskemmtilegir.Samanburður á Uncharted 1 úr PS3 og PS4 Samanburður á Uncharted 2 úr PS3 og PS4 Samanburður á Uncharted 3 úr PS3 og PS4 Uncharted 4 trailer Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nathan Drake og vinur hans og lærifaðir hans Victor „Sully“ Sullivan, eru án efa meðal stærstu stjarna Playstation undanfarin ár. Ævintýri þeirra er margvísleg og hafa Uncharted leikirnir notið gífurlegra vinsælda og í raun má segja að Uncharted leikirnir hafi einkennt Playstation 3. Í tilefni af útgáfu Uncharted 4 í mars á næsta ári, uppfærðu Bluepoint games gömlu leikina þrjá fyrir PS4 og Naughty Dog gáfu þá út í einu safni. Leikirnir hafa verið uppfærðir að miklu leyti og líta mun betur út, eins og sjá má hér að neðan.Útlit leikjanna allra hefur verið uppfært og eru þeir nú í háskerpu.Leikirnir blanda saman skotbardögum, þrautum og skemmtilegri sögufrásögn. Spilarar stýra Nathan Drake í gegnum fornar rústir allt frá frumskógum Suður-Ameríku til Himalayafjalla og til Sádi-Arabíu, þar sem hann leitar fornra fjársjóða og berst við illmenni. Fyrsti leikurinn; Drake´s Fortune er nú orðinn átta ára gamall og það sést á honum. Graffíkin lítur að vísu ágætlega út, en hreyfingar og skotkerfi ekki, þrátt fyrir að skotkerfið hafi verið bætt. Þá gerist það leiðinlega oft, þegar Drake þarf að klífa kletta og byggingar, að sjónarhornið hjálpar ekki til. Þá vill það gerast að maður hoppi fram af klettum og láti lífið á annan máta. Bæði Uncharted 2 og 3 virðast ekki eiga við þessi vandamál að stríða. Stýrikerfið virkar mun betur og bardagar virka bæði skemmtilegri og náttúrulegri. Það er að auðveldara er að miða og jafnvel að fara í skjól. Önnur nýjung er að nú er búið að bæta við svokölluðu Speed Run. Þar geta spilendur keppst við að klára borð á sem skemmstum tíma og borið tíma sína saman við hve lengi vinir eru að klára borðin. Þá er einnig hægt að bera annars konar tölfræði saman við tölfræði vina. Það er hve marga óvini þú hefur fellt og slíkt. Uncharted safnið er stórgóður sögupakki sem býður upp á mikla skemmtun. Það sem Uncharted serían gerir alveg frábærlega er að segja skemmtilega sögu mjög áhugaverðs karakters. Nathan Drake er frábær og leikirnir eru allir stórskemmtilegir.Samanburður á Uncharted 1 úr PS3 og PS4 Samanburður á Uncharted 2 úr PS3 og PS4 Samanburður á Uncharted 3 úr PS3 og PS4 Uncharted 4 trailer
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira