Vinstri og hægri á Tinder Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2015 12:00 Á aðfangadag í fyrra skellti ég mér í göngutúr um miðbæ Reykjavíkur. Úr varð stopp á Bæjarins bestu þar sem ég hitti gamlan og góðan vin í röðinni. Spjallið hófst og fór af einhverjum ástæðum sem ég man ekki eftir að snúast um daðurforritið Tinder. Báðir vorum við einhleypir og vissara að taka stöðuna hvor á öðrum svona rétt fyrir jólin. Ég hafði rétt misst út úr mér að þetta væri ekki búið að gera mikið fyrir mig þegar hann byrjaði að hrista hausinn. „Þetta er algjör snilld,“ sagði félaginn. Tíu mánuðir liðu þar til ég hitti hann aftur og þá var hann kominn í samband, reyndar með kunningjakonu minni. Hvar kynntust þau? Jú, þið vitið svarið. Gott fólk sem fann hvort annað með aðstoð Tinder. Frábært! Í fyrstu var ég gagnrýninn á forritið, maður gæti ekki dæmt neinn út frá myndum einum saman. Það er eitthvað til í því en þó held ég að ýmislegt megi lesa út úr myndunum. Sjálfa með myndavélina ofan í brjóstaskorunni, safn mynda úr ræktinni eða fyrir framan spegilinn er ekki að virka fyrir mig. En svo virkar það fyrir aðra. Þegar maður byrjar að spjalla við stelpu á skemmtistað er ástæðan yfirleitt ekki önnur en sú að útlitið heillar, svipað og á Tinder. Svo kemur í ljós hvort fleira heilli og hvort áhugi sé gagnkvæmur. Þótt Tinder hafi ekki kryddað ástarlífið hingað til þá svalar það forvitni minni um hvaða stelpur eru einhleypar. Svo skelli ég reglulega upp úr yfir fyndnum týpum. Miðað við þá skrautlegu hluti sem maður sér hjá stelpunum efast ég ekki um að það geti verið algjört bíó að renna í gegnum íslensku strákana. Þegar ég hugsa út í það er sturlað að ég sé ekki búinn að því. Það hlýtur að vera næst á dagskrá en ætli ég fái ekki símann lánaðan hjá vinkonu til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Á aðfangadag í fyrra skellti ég mér í göngutúr um miðbæ Reykjavíkur. Úr varð stopp á Bæjarins bestu þar sem ég hitti gamlan og góðan vin í röðinni. Spjallið hófst og fór af einhverjum ástæðum sem ég man ekki eftir að snúast um daðurforritið Tinder. Báðir vorum við einhleypir og vissara að taka stöðuna hvor á öðrum svona rétt fyrir jólin. Ég hafði rétt misst út úr mér að þetta væri ekki búið að gera mikið fyrir mig þegar hann byrjaði að hrista hausinn. „Þetta er algjör snilld,“ sagði félaginn. Tíu mánuðir liðu þar til ég hitti hann aftur og þá var hann kominn í samband, reyndar með kunningjakonu minni. Hvar kynntust þau? Jú, þið vitið svarið. Gott fólk sem fann hvort annað með aðstoð Tinder. Frábært! Í fyrstu var ég gagnrýninn á forritið, maður gæti ekki dæmt neinn út frá myndum einum saman. Það er eitthvað til í því en þó held ég að ýmislegt megi lesa út úr myndunum. Sjálfa með myndavélina ofan í brjóstaskorunni, safn mynda úr ræktinni eða fyrir framan spegilinn er ekki að virka fyrir mig. En svo virkar það fyrir aðra. Þegar maður byrjar að spjalla við stelpu á skemmtistað er ástæðan yfirleitt ekki önnur en sú að útlitið heillar, svipað og á Tinder. Svo kemur í ljós hvort fleira heilli og hvort áhugi sé gagnkvæmur. Þótt Tinder hafi ekki kryddað ástarlífið hingað til þá svalar það forvitni minni um hvaða stelpur eru einhleypar. Svo skelli ég reglulega upp úr yfir fyndnum týpum. Miðað við þá skrautlegu hluti sem maður sér hjá stelpunum efast ég ekki um að það geti verið algjört bíó að renna í gegnum íslensku strákana. Þegar ég hugsa út í það er sturlað að ég sé ekki búinn að því. Það hlýtur að vera næst á dagskrá en ætli ég fái ekki símann lánaðan hjá vinkonu til þess.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun