Bílskúrinn: Mikilvægur mexíkóskur kappakstur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. nóvember 2015 16:00 Mercedes fagnar eftir keppnina í Mexíkó. Vísir/Getty Fyrsta Formúlu 1 keppnin í Mexíkó síðan árið 1992 fór fram um liðna helgi. Farið verður yfir allt það helsta frá helginni í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Rosberg leiddist ekkert að fagna eftir keppnina í Mexíkó. Sérstaklega fyrir framan Hamilton.Vísir/GettyRosberg minnir á sigNico Rosberg var búinn að lofa að koma sterkur til baka eftir að hafa endanlega tapað möguleikanum á að verða heimsmeistari í Austin. Hann kom heldur betur sterkur til baka. Þjóðverjinn náði ráspól og kom fyrstur í mark. Hann tapaði aldrei forystunni ef frá eru taldir fyrstu hringir eftir að hann tók þjónustuhléin sín. Lewis Hamilton leiddi þá og fór svo inn skömmu seinna. Rosberg átti svar við öllum tilraunum Hamilton til að nálgast hann og reyna að taka forystuna. Hann lét engan bilbug á sér finna og bætti bara í þegar Bretinn nálgaðist. Rosberg sýndi það og sannaði að hann er verðugur andstæðingur Hamilton þegar á reynir og hausinn er skrúfaður fastur á herðarnar. Reyndar má gera ráð fyrir að Hamilton hafi skemmt sér hressilega í upphafi viku svona í tilefni titilsins en það er annað mál.Hefði Hamilton átt að fá sombreró númer 1? Neiþað hefði ekki verið eðlilegt.Vísir/GettyHefði Hamilton átt að vinna keppnina? Rosberg kom öllum á óvart undir lok keppninnar og tók annað þjónustuhlé, undir fóru meðal mjúku dekkin og Rosberg aftur út á brautina. Hann hafði þá eins og áður sagði tapað forystunni til Hamilton. Hamilton skyldi ekki að hann þyrfti að koma inn líka, hann sagði dekkin í góðu lagi og hann teldi sig geta keyrt til loka á þeim. „Þú þarft að stoppa aftur af öryggisástæðum Lewis, ef þú ekur til loka þá slitna dekkin meira en þau þola. Komdu inn á þjónustusvæði,“ fékk Hamilton að heyra í talstöðinni. Honum var enginn valkostur gefinn annar en að hlýða. Líklega kallaði Mercedes Rosberg inn, sem hefur ekki kvartað en hefði orðið brjálaður ef Hamilton hefði fengið að halda áfram. Hamilton hefur nú sagt að Mercedes hafi verið „einkar umhyggjusamt“ í kringum Rosberg í Mexíkó. Hamilton vill meina að Mercedes þurfi að hafa mikið fyrir því að halda Rosberg hamingjusömum.Sebastian Vettel á leiðinni á varnarvegg.Vísir/GettyFerrari arfaslakt Það er varla þess virði að segja að Ferrari hafi tekið þátt í Mexíkó. Þvílík hörmung sem helgin var hjá ítalska liðinu. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene lýsti helginni sem „auðmýkjandi reynslu.“Kimi Raikkonen lenti í samstuði við Valtteri Bottas á Williams, Sebastian Vettel endaði keppnina á varnarvegg. Vettel baðst eftir áreksturinn afsökunnar á frammistöðu sinni og sagðist hafa staðið sig hrikalega um helgina, til að nota snyrtilegra orðalag en hann. Ferrari kom hvorugum bílnum í endamark sem er í fyrsta skipti sem það gerist síðan í ástralska kappakstrinum 2006. Sú keppni var þriðja keppnin á ferli Rosberg.Sergio Perez á Force India með áhorfendur í bakgrunn.Vísir/gettyMexíkó, hvílík endurkoma! Fyrsta keppnin í Mexíkó síðan árið 1992. Gamall hafnaboltavöllur hefur verið gerður að aðal stúkunni við brautina, þvílík stemming. Rúmlega 100.000 áhorfendur voru á keppninni, fólkið var að dansa, syngja gera bylgjur sem heita á frummálinu „Mexican waves“ sem er skemmtileg tilviljun. Þær voru stöðugar út alla keppnina. Heimamaðurinn, Sergio Perez á Force India var duglegur að skemmta áhorfendum sem trylltust þegar hann tók fram úr öðrum ökumönnum. Honum tókst tvisvar að taka fram úr á gamla hafnaboltavellinum við mikla kátínu heimamanna.Niki Lauda, ráðgjafi Mercedes liðsins segir að Mexíkó hafi sett ný viðmið í gæðum umgjarðar Formúlu 1 keppni sem aðrir þurfi að bæta sig mikið til að keppa við.Valteri Bottas lenti í árekstri við Raikkonen og komst á pall.VísirGettyFinnarinir ekki vinir Valtteri Bottas og Kimi Raikkonen lentu í samstuði, finnsku ökumennirnir eru greinilega ekki vinir á brautinni. Valtteri Bottas slapp betur núna en í Sochi í Rússlandi. Núna var það Bottas sem var að reyna að taka fram úr Raikkonen en ekki öfugt. Fjöðrunin brotnaði á hægra afturdekki á bíl Raikkonen. Bottas endaði í þriðja sæti. Engum var refsað fyrir atvikið. Annað var upp á teningnum í Rússlandi, þá fékk Raikkonen refsingu fyrir að reyna að taka fram úr Bottas. Bottas var vissulega í betra færi til að komast fram úr en Raikkonen sagðist hafa gefið honum nóg pláss en hann hafi samt klesst á sig. Raikkonen sagði líka eftir keppnina í Rússlandi að hann mydni reyna þetta aftur. Hann varð um helgina fórnarlamb eigin fullyrðingar um að framúrakstur af þessu tagi væri í lagi. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól mexíkóska kappakstursins, þriðju síðustu keppni ársins í Formúlu 1. 31. október 2015 20:52 Perez: Ég mun aldrei gleyma þessari helgi Nico Rosberg vann á Mercedes í fyrsta Formúlu 1 kappakstrinum í Mexíkó í 23 ár. Keppnin hefur veitt Rosberg smá sárabætur eftir erfiða keppni síðustu helgi. 1. nóvember 2015 21:25 Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Nico Rosberg vann í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mexíkó, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2015 20:36 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 keppnin í Mexíkó síðan árið 1992 fór fram um liðna helgi. Farið verður yfir allt það helsta frá helginni í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Rosberg leiddist ekkert að fagna eftir keppnina í Mexíkó. Sérstaklega fyrir framan Hamilton.Vísir/GettyRosberg minnir á sigNico Rosberg var búinn að lofa að koma sterkur til baka eftir að hafa endanlega tapað möguleikanum á að verða heimsmeistari í Austin. Hann kom heldur betur sterkur til baka. Þjóðverjinn náði ráspól og kom fyrstur í mark. Hann tapaði aldrei forystunni ef frá eru taldir fyrstu hringir eftir að hann tók þjónustuhléin sín. Lewis Hamilton leiddi þá og fór svo inn skömmu seinna. Rosberg átti svar við öllum tilraunum Hamilton til að nálgast hann og reyna að taka forystuna. Hann lét engan bilbug á sér finna og bætti bara í þegar Bretinn nálgaðist. Rosberg sýndi það og sannaði að hann er verðugur andstæðingur Hamilton þegar á reynir og hausinn er skrúfaður fastur á herðarnar. Reyndar má gera ráð fyrir að Hamilton hafi skemmt sér hressilega í upphafi viku svona í tilefni titilsins en það er annað mál.Hefði Hamilton átt að fá sombreró númer 1? Neiþað hefði ekki verið eðlilegt.Vísir/GettyHefði Hamilton átt að vinna keppnina? Rosberg kom öllum á óvart undir lok keppninnar og tók annað þjónustuhlé, undir fóru meðal mjúku dekkin og Rosberg aftur út á brautina. Hann hafði þá eins og áður sagði tapað forystunni til Hamilton. Hamilton skyldi ekki að hann þyrfti að koma inn líka, hann sagði dekkin í góðu lagi og hann teldi sig geta keyrt til loka á þeim. „Þú þarft að stoppa aftur af öryggisástæðum Lewis, ef þú ekur til loka þá slitna dekkin meira en þau þola. Komdu inn á þjónustusvæði,“ fékk Hamilton að heyra í talstöðinni. Honum var enginn valkostur gefinn annar en að hlýða. Líklega kallaði Mercedes Rosberg inn, sem hefur ekki kvartað en hefði orðið brjálaður ef Hamilton hefði fengið að halda áfram. Hamilton hefur nú sagt að Mercedes hafi verið „einkar umhyggjusamt“ í kringum Rosberg í Mexíkó. Hamilton vill meina að Mercedes þurfi að hafa mikið fyrir því að halda Rosberg hamingjusömum.Sebastian Vettel á leiðinni á varnarvegg.Vísir/GettyFerrari arfaslakt Það er varla þess virði að segja að Ferrari hafi tekið þátt í Mexíkó. Þvílík hörmung sem helgin var hjá ítalska liðinu. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene lýsti helginni sem „auðmýkjandi reynslu.“Kimi Raikkonen lenti í samstuði við Valtteri Bottas á Williams, Sebastian Vettel endaði keppnina á varnarvegg. Vettel baðst eftir áreksturinn afsökunnar á frammistöðu sinni og sagðist hafa staðið sig hrikalega um helgina, til að nota snyrtilegra orðalag en hann. Ferrari kom hvorugum bílnum í endamark sem er í fyrsta skipti sem það gerist síðan í ástralska kappakstrinum 2006. Sú keppni var þriðja keppnin á ferli Rosberg.Sergio Perez á Force India með áhorfendur í bakgrunn.Vísir/gettyMexíkó, hvílík endurkoma! Fyrsta keppnin í Mexíkó síðan árið 1992. Gamall hafnaboltavöllur hefur verið gerður að aðal stúkunni við brautina, þvílík stemming. Rúmlega 100.000 áhorfendur voru á keppninni, fólkið var að dansa, syngja gera bylgjur sem heita á frummálinu „Mexican waves“ sem er skemmtileg tilviljun. Þær voru stöðugar út alla keppnina. Heimamaðurinn, Sergio Perez á Force India var duglegur að skemmta áhorfendum sem trylltust þegar hann tók fram úr öðrum ökumönnum. Honum tókst tvisvar að taka fram úr á gamla hafnaboltavellinum við mikla kátínu heimamanna.Niki Lauda, ráðgjafi Mercedes liðsins segir að Mexíkó hafi sett ný viðmið í gæðum umgjarðar Formúlu 1 keppni sem aðrir þurfi að bæta sig mikið til að keppa við.Valteri Bottas lenti í árekstri við Raikkonen og komst á pall.VísirGettyFinnarinir ekki vinir Valtteri Bottas og Kimi Raikkonen lentu í samstuði, finnsku ökumennirnir eru greinilega ekki vinir á brautinni. Valtteri Bottas slapp betur núna en í Sochi í Rússlandi. Núna var það Bottas sem var að reyna að taka fram úr Raikkonen en ekki öfugt. Fjöðrunin brotnaði á hægra afturdekki á bíl Raikkonen. Bottas endaði í þriðja sæti. Engum var refsað fyrir atvikið. Annað var upp á teningnum í Rússlandi, þá fékk Raikkonen refsingu fyrir að reyna að taka fram úr Bottas. Bottas var vissulega í betra færi til að komast fram úr en Raikkonen sagðist hafa gefið honum nóg pláss en hann hafi samt klesst á sig. Raikkonen sagði líka eftir keppnina í Rússlandi að hann mydni reyna þetta aftur. Hann varð um helgina fórnarlamb eigin fullyrðingar um að framúrakstur af þessu tagi væri í lagi.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól mexíkóska kappakstursins, þriðju síðustu keppni ársins í Formúlu 1. 31. október 2015 20:52 Perez: Ég mun aldrei gleyma þessari helgi Nico Rosberg vann á Mercedes í fyrsta Formúlu 1 kappakstrinum í Mexíkó í 23 ár. Keppnin hefur veitt Rosberg smá sárabætur eftir erfiða keppni síðustu helgi. 1. nóvember 2015 21:25 Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Nico Rosberg vann í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mexíkó, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2015 20:36 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg á ráspól í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól mexíkóska kappakstursins, þriðju síðustu keppni ársins í Formúlu 1. 31. október 2015 20:52
Perez: Ég mun aldrei gleyma þessari helgi Nico Rosberg vann á Mercedes í fyrsta Formúlu 1 kappakstrinum í Mexíkó í 23 ár. Keppnin hefur veitt Rosberg smá sárabætur eftir erfiða keppni síðustu helgi. 1. nóvember 2015 21:25
Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45
Nico Rosberg vann í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mexíkó, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2015 20:36