Tiger fór í aðra bakaðgerð - Ferillinn í hættu? Kári Örn Hinriksson skrifar 2. nóvember 2015 20:30 Tiger ætlar sér að koma til baka en ekki eru allir sannfærðir. Getty Það eru stórar spurningar sem umlykja Tiger Woods þessa dagana en þessi goðsagnakenndi kylfingur hefur átt betri tíma. Tiger hefur verið mikið meiddur undanfarin tvö ár og þegar hann hefur verið í standi til þess að keppa hefur hann aðeins verið skugginn af þeim kylfingi sem sigraði 14 risamót og 80 mót á PGA-mótaröðinni á sínum tíma. Þá vandar fyrrum kylfusveinn Tiger, Steve Williams, atvinnurekanda sínum ekki kveðjurnar í nýrri bók þar sem honum segist hafa liðið eins og þræl þegar að þeir unnu saman. Tiger tók sér enn eitt fríið frá keppnisgolfi í haust þar sem hann fór í aðgerð á baki en sagðist þó vera spenntur fyrir því að koma til baka snemma á næsta ári. Upplýsingafulltrúi Tiger staðfesti þó í vikunni að skjólstæðingur sinn hefði þurft að fara í nýja aðgerð á bakinu eftir að sú fyrsta heppnaðist ekki nógu vel og því er endurkoma hans á næsta ári í hættu.Gæti ferillinn verið búin? Þar sem að Tiger verður fertugur í desember og í ljósi þess að hann hefur verið meiddur eða í hræðilegu formi í tvö ár hafa margir golfspekingar vestra velt fyrir sér hvort að ferill hans á toppnum sé einfaldlega búin. Fyrrum sveifluþjálfari hans, Hank Haney, telur að svo gæti vel verið en Haney þjálfaði Woods þegar að hann sigraði í sex risamótum á sínum tíma. „Það myndi ekki vera neinn hræðilegur ósigur fyrir Tiger að leggja kylfurnar á hilluna núna því meiðslin sem hann hefur þurft að þola hafa tekið mikinn kraft úr honum.Ég held að hann geti komið til baka ef hann tekur sér gott frí til þess að jafna sig, en ég held að hann muni aldrei muni ná fyrri hæðum sem hjálpuðu honum að drottna yfir golfheiminum á sínum tíma.“ Tiger sjálfur virðist þó ekki hafa gefið upp alla von en í yfirlýsingu sem hann gaf út á heimasíðu sinni eftir aðgerð númer tvö segist hann enn staðráðinn í því að koma til baka til þess að berjast við bestu kylfinga heims á ný. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það eru stórar spurningar sem umlykja Tiger Woods þessa dagana en þessi goðsagnakenndi kylfingur hefur átt betri tíma. Tiger hefur verið mikið meiddur undanfarin tvö ár og þegar hann hefur verið í standi til þess að keppa hefur hann aðeins verið skugginn af þeim kylfingi sem sigraði 14 risamót og 80 mót á PGA-mótaröðinni á sínum tíma. Þá vandar fyrrum kylfusveinn Tiger, Steve Williams, atvinnurekanda sínum ekki kveðjurnar í nýrri bók þar sem honum segist hafa liðið eins og þræl þegar að þeir unnu saman. Tiger tók sér enn eitt fríið frá keppnisgolfi í haust þar sem hann fór í aðgerð á baki en sagðist þó vera spenntur fyrir því að koma til baka snemma á næsta ári. Upplýsingafulltrúi Tiger staðfesti þó í vikunni að skjólstæðingur sinn hefði þurft að fara í nýja aðgerð á bakinu eftir að sú fyrsta heppnaðist ekki nógu vel og því er endurkoma hans á næsta ári í hættu.Gæti ferillinn verið búin? Þar sem að Tiger verður fertugur í desember og í ljósi þess að hann hefur verið meiddur eða í hræðilegu formi í tvö ár hafa margir golfspekingar vestra velt fyrir sér hvort að ferill hans á toppnum sé einfaldlega búin. Fyrrum sveifluþjálfari hans, Hank Haney, telur að svo gæti vel verið en Haney þjálfaði Woods þegar að hann sigraði í sex risamótum á sínum tíma. „Það myndi ekki vera neinn hræðilegur ósigur fyrir Tiger að leggja kylfurnar á hilluna núna því meiðslin sem hann hefur þurft að þola hafa tekið mikinn kraft úr honum.Ég held að hann geti komið til baka ef hann tekur sér gott frí til þess að jafna sig, en ég held að hann muni aldrei muni ná fyrri hæðum sem hjálpuðu honum að drottna yfir golfheiminum á sínum tíma.“ Tiger sjálfur virðist þó ekki hafa gefið upp alla von en í yfirlýsingu sem hann gaf út á heimasíðu sinni eftir aðgerð númer tvö segist hann enn staðráðinn í því að koma til baka til þess að berjast við bestu kylfinga heims á ný.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira