Justin Thomas vann í fyrsta sinn í Malasíu - Dubuisson bestur í Tyrklandi 1. nóvember 2015 19:15 Hinn ungi Justin Thomas getur verið ánægður með frammistöðuna um helgina. Getty Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sigraði á CIMB Classic mótinu sem kláraðist í morgun en þetta er fyrsti sigur þessa 22 ára kylfings á PGA-mótaröðinni. Thomas tókst að fá þrjá fugla í röð á seinni níu holunum sem tryggðu honum að lokum sigurinn en hann lék hringina fjóra á Kuala Lumpur vellinum á 26 höggum undir pari. Ástralski kylfingurinn Adam Scott endaði í öðru sæti á 25 höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við að hann var að prufa nýtt púttgrip alla vikuna. Spennan var ekkert minni á Tyrklandi þar sem Turkish Airlines Open fór fram á Evrópumótarðinni en þar voru nánast allir bestu kylfingar hennar meðal þátttakenda. Það var Ryder-stjarnan Victor Dubuisson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk fugl á lokaholuna til þess að tryggja sér sigurinn og rúmlega 150 milljónir króna í verðlaunafé. Jaco Van Zil frá Suður-Afríku endaði í öðru sæti en Rory McIlroy var einnig í toppbaráttunni alla helgina og endaði að jafn í sjötta sæti. Um næstu helgi fer svo fyrsta heimsmót tímabilsins fram á Sheshan vellinum í Kína er þar leika flestir bestu kylfingar heims um fúlgur fjár. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sigraði á CIMB Classic mótinu sem kláraðist í morgun en þetta er fyrsti sigur þessa 22 ára kylfings á PGA-mótaröðinni. Thomas tókst að fá þrjá fugla í röð á seinni níu holunum sem tryggðu honum að lokum sigurinn en hann lék hringina fjóra á Kuala Lumpur vellinum á 26 höggum undir pari. Ástralski kylfingurinn Adam Scott endaði í öðru sæti á 25 höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við að hann var að prufa nýtt púttgrip alla vikuna. Spennan var ekkert minni á Tyrklandi þar sem Turkish Airlines Open fór fram á Evrópumótarðinni en þar voru nánast allir bestu kylfingar hennar meðal þátttakenda. Það var Ryder-stjarnan Victor Dubuisson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk fugl á lokaholuna til þess að tryggja sér sigurinn og rúmlega 150 milljónir króna í verðlaunafé. Jaco Van Zil frá Suður-Afríku endaði í öðru sæti en Rory McIlroy var einnig í toppbaráttunni alla helgina og endaði að jafn í sjötta sæti. Um næstu helgi fer svo fyrsta heimsmót tímabilsins fram á Sheshan vellinum í Kína er þar leika flestir bestu kylfingar heims um fúlgur fjár.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira