Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 11:16 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson í dómsal. vísir/anton brink Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, spurði Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann sérstaks saksóknara, hvort að Magnús Pálmi Örnólfsson, lykilvitni í Stím-málinu, hefði samið við ákæruvaldið í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem er til rannsóknar. Símon Sigvaldason, dómsformaður, bannaði hins vegar spurninguna. Magnús Pálmi var starfsmaður Glitnis og hafði réttarstöðu sakbornings í Stím-málinu þar til ákæra var gefin út en hann nýtur friðhelgi í málinu á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara. Magnús greindi frá því í vitnaleiðslum á þriðjudag að hann hefði haft frumkvæði að því að „leggja öll spilin á borðið“ sumarið 2011 varðandi kaup eins fagfjárfestasjóða Glitnis í ágúst 2008 á víkjandi skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Þjarmaði að lögreglumanninumSaga Capital seldi sjóðnum bréfið en framburður Magnúsar gekk í megindráttum út á það að hann hefði alls ekki viljað kaupa skuldabréfið. Yfirmaður hans, Jóhannes Baldursson, sem ákærður er fyrir kaupin þrýsti hins vegar mjög á um það, að sögn Magnúsar. Það er ekki ofsögum sagt að verjandi Jóhannesar hafi þjarmað að lögreglumanninum í dómsal í dag. Sveinn Ingiberg, ásamt tveimur öðrum rannsakendum átti fund með Magnúsi og verjanda hans í kjölfar þess að verjandinn hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksókara, þar sem kom fram að Magnús vildi komast undir 5. grein laga um sérstakan. Reimar spurði Svein hver hefði verið afstaða rannsakenda eftir þann fund. „Afstaða okkar eftir fundinn þar sem hann sagðist vilja leggja öll spilin á borðið og afstaða okkar var sú að mæla með því að hann fengi þessa ívilnun [friðhelgi gegn ákæru],“ sagði Sveinn.Lögðu mat á trúverðugleika framburðarinsÞað var svo ríkissaksóknari sem lagði mat á það hvort Magnús fengi slíka ívilnun. Reimar spurði svo Svein hvort að rannsakendur hafi framkvæmt einhverja rannsókn á því hvot hann gæti haft einhverjar aðrar ástæður en „sannleiksástina“ þegar hann lagði spilin á borðið. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það var bara lagt mat á þennan framburð í samræmi við önnur gögn málsins og trúverðuleika framburðarins. En nei, það voru ekki dýpri pælingar en það,“ sagði Sveinn. Stuttu síðar var lögreglumaðurinn spurður að því hvort að Magnús Pálmi hefði gert sambærilegan samning við sérstakan saksóknara vegna markaðsmisnotkunarmáls Glitnis. Magnús er með stöðu sakbornings í því máli líkt og hann hafði í Stím-málinu. „Þarf ég að tjá mig um þetta?“ spurði Sveinn þá dómarann.Krafðist úrskurðar um spurningunaReimar sagði þá að það væri augljóst að við úrlausn Stím-málsins myndi að einhverju leyti reyna á það hversu mikla hagsmuni Magnús Pálmi hefði af samningi sínum við ákæruvaldið. Ef það lægi fyrir að hann hefði gert annan samning við sérstakan sýndi það enn aukna hagsmuni vitnisins. Dómsformaðurinn leyfði þá lögreglumannninum að svara. „Þessi samningur sem gerður var laut að rannsókn þessa máls [Stím]. [...] Magnús Pálmi er sakborningur í þessu máli og það reynir ekki á 5. greinina fyrr en búið er að gefa út ákæru,“ sagði Sveinn en ekki er búið að gefa út ákæru í markaðsmisnotkunarmálinu. Reimar ítrekaði þá spurningu sína um hvort samsvarandi samningur væri við Magnús í því máli og gerði saksóknari þá athugasemd við það. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu svo að heimila ekki spurninguna. Verjandinn var ósáttur við það og óskaði eftir því að fært yrði til bókar að Jóhannes Baldursson teldi sig eiga rétt á svari við spurningunni. Þegar vitnaleiðslu yfir lögreglumanninum lauk kvaðst Reimar svo óska eftir úrskurði um spurninguna. Mun dómurinn nýta hádegishléið til að fara yfir málið. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Kom fjárfestinum í opna skjöldu þegar honum var tilkynnt þetta í héraðsdómi í morgun. 19. nóvember 2015 10:02 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, spurði Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann sérstaks saksóknara, hvort að Magnús Pálmi Örnólfsson, lykilvitni í Stím-málinu, hefði samið við ákæruvaldið í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem er til rannsóknar. Símon Sigvaldason, dómsformaður, bannaði hins vegar spurninguna. Magnús Pálmi var starfsmaður Glitnis og hafði réttarstöðu sakbornings í Stím-málinu þar til ákæra var gefin út en hann nýtur friðhelgi í málinu á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara. Magnús greindi frá því í vitnaleiðslum á þriðjudag að hann hefði haft frumkvæði að því að „leggja öll spilin á borðið“ sumarið 2011 varðandi kaup eins fagfjárfestasjóða Glitnis í ágúst 2008 á víkjandi skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Þjarmaði að lögreglumanninumSaga Capital seldi sjóðnum bréfið en framburður Magnúsar gekk í megindráttum út á það að hann hefði alls ekki viljað kaupa skuldabréfið. Yfirmaður hans, Jóhannes Baldursson, sem ákærður er fyrir kaupin þrýsti hins vegar mjög á um það, að sögn Magnúsar. Það er ekki ofsögum sagt að verjandi Jóhannesar hafi þjarmað að lögreglumanninum í dómsal í dag. Sveinn Ingiberg, ásamt tveimur öðrum rannsakendum átti fund með Magnúsi og verjanda hans í kjölfar þess að verjandinn hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksókara, þar sem kom fram að Magnús vildi komast undir 5. grein laga um sérstakan. Reimar spurði Svein hver hefði verið afstaða rannsakenda eftir þann fund. „Afstaða okkar eftir fundinn þar sem hann sagðist vilja leggja öll spilin á borðið og afstaða okkar var sú að mæla með því að hann fengi þessa ívilnun [friðhelgi gegn ákæru],“ sagði Sveinn.Lögðu mat á trúverðugleika framburðarinsÞað var svo ríkissaksóknari sem lagði mat á það hvort Magnús fengi slíka ívilnun. Reimar spurði svo Svein hvort að rannsakendur hafi framkvæmt einhverja rannsókn á því hvot hann gæti haft einhverjar aðrar ástæður en „sannleiksástina“ þegar hann lagði spilin á borðið. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það var bara lagt mat á þennan framburð í samræmi við önnur gögn málsins og trúverðuleika framburðarins. En nei, það voru ekki dýpri pælingar en það,“ sagði Sveinn. Stuttu síðar var lögreglumaðurinn spurður að því hvort að Magnús Pálmi hefði gert sambærilegan samning við sérstakan saksóknara vegna markaðsmisnotkunarmáls Glitnis. Magnús er með stöðu sakbornings í því máli líkt og hann hafði í Stím-málinu. „Þarf ég að tjá mig um þetta?“ spurði Sveinn þá dómarann.Krafðist úrskurðar um spurningunaReimar sagði þá að það væri augljóst að við úrlausn Stím-málsins myndi að einhverju leyti reyna á það hversu mikla hagsmuni Magnús Pálmi hefði af samningi sínum við ákæruvaldið. Ef það lægi fyrir að hann hefði gert annan samning við sérstakan sýndi það enn aukna hagsmuni vitnisins. Dómsformaðurinn leyfði þá lögreglumannninum að svara. „Þessi samningur sem gerður var laut að rannsókn þessa máls [Stím]. [...] Magnús Pálmi er sakborningur í þessu máli og það reynir ekki á 5. greinina fyrr en búið er að gefa út ákæru,“ sagði Sveinn en ekki er búið að gefa út ákæru í markaðsmisnotkunarmálinu. Reimar ítrekaði þá spurningu sína um hvort samsvarandi samningur væri við Magnús í því máli og gerði saksóknari þá athugasemd við það. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu svo að heimila ekki spurninguna. Verjandinn var ósáttur við það og óskaði eftir því að fært yrði til bókar að Jóhannes Baldursson teldi sig eiga rétt á svari við spurningunni. Þegar vitnaleiðslu yfir lögreglumanninum lauk kvaðst Reimar svo óska eftir úrskurði um spurninguna. Mun dómurinn nýta hádegishléið til að fara yfir málið.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Kom fjárfestinum í opna skjöldu þegar honum var tilkynnt þetta í héraðsdómi í morgun. 19. nóvember 2015 10:02 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Kom fjárfestinum í opna skjöldu þegar honum var tilkynnt þetta í héraðsdómi í morgun. 19. nóvember 2015 10:02
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34