Lögregla í Belgíu lýsir nú eftir hinum nítján ára Mohamed Khoualed sem grunaður er um að hafa framleitt sprengjurnar sem notaðar voru í hryðjuverkaárásunum í París.
Lögregla telur líklegt að Khoualed sé í Belgíu en hann kemur upprunalega frá bænum Roubaix í norðurhluta Frakklands. Hann er talinn vera mjög hættulegur.
Í frétt Times um málið kemur fram að hann er með áberandi ör á hægri kinn.
Hryðjuverkin í París: Belgar lýsa eftir grunuðum sprengjugerðarmanni
Atli ísleifsson skrifar
