Tónlist

Væntanlegri plötu Adele lekið á netið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr myndbandi Adele við lagið Hello.
Úr myndbandi Adele við lagið Hello.
Plötu Adele, 25, hefur verið lekið á netið og í þetta skipti er hún þar öll. Fyrr í dag lak hluti af plötunni á netið þegar tvær mínútur af öllum lögum plötunnar enduðu á vefsíðu verslunarinnar Juno Records en sá hlekkur hefur verið tekinn niður.

Platan kemur út á föstudag en ljóst er að margir verða búnir að hlusta á hana í heild sinni áður en það gerist. Lögin eru nú þegar byrjuð að raðast inn á Youtube en umsjónarmenn síðunnar keppast við að taka þau út jafnharðan.

Á Twitter má sjá mynd af einstaklingi hef hefur geisladiskinn í höndunum og spyr hvort rétt sé að leka lögunum á netið. Diskinn segir notandinn hann hafi fengið úr Target verslun en stjórnendur keðjunnar hafa þvertekið fyrir að diskurinn sé þaðan.

Plata Adele er langt frá því að vera fyrsta stóra platan sem lekur á netið í ár en stór hluti nýrra platna lekur áður en kemur að útgáfu þeirra. Til dæmis nægir að nefna Vulnicura, plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, en útgáfu hennar var flýtt í kjölfar þess að hún lak á netið.


Tengdar fréttir

Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið

Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið.

Adele skellir á Silvíu

Breska söngkonan gefur ekki mikið fyrir skrípalæti þeirrar íslensku í nýju myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.