Menning

Superman, Debussy, Bítlarnir og Chabrier hljóma í hádeginu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hexagon lífgar upp á hádegið í Salnum í dag.
Hexagon lífgar upp á hádegið í Salnum í dag. Mynd/Úr einkasafni
Lúðrar munu hljóma í Salnum í Kópavogi í dag þegar brasskvint­ettinn Hexagon mætir með krafti í hádeginu til að lífga upp á skammdegið og gefa fólki kraft inn í áframhaldandi vinnuviku.

Kvintettinn er skipaður þeim Einari Jónssyni á básúnu, Emil Steindóri Friðfinnssyni á horn, Jóhanni Ingva Stefánssyni á trompet, Carl Roine Hultgren á túbu og Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni á trompet.



Þeir munu gera lögum á borð við Stúlkan með hörgula hárið eftir Debussy, With a Little Help from My Friends eftir Lennon og McCartney, þema úr Superman eftir John Williams og España eftir Emmanuel Chabrier góð skil, auk verka eftir John Cheetham, Ludwig Maurer og Giovanni Gabrieli.

Tónleikarnir tilheyra röðinni Líttu inn í hádeginu og hefjast klukkan 12.15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.