Segir Schengen-samstarfið ónýtt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 19:12 Karl Garðarsson. vísir/gva Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir að endurskoða þurfi Schengen-samstarfið. Með breyttum aðstæðum og auknum fólksflótta sé það komið í algjört uppnám. Mikilvægt sé að taka umræðuna áður en málin komist í óefni. „Schengen samstarfið sem slíkt er ekki að virka í dag og nánast ónýtt ef út í það er farið. Hér streyma inn á Schengen svæðið þúsundir manna á degi hverjum, án þess að vera með vegabréf eða áritanir,” sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi málið einnig á Alþingi í dag. Hann sagði flóttafólk ekki vandamálið – að þeim þurfi þjóðir heims að hlúa. Heldur sé það sá hópur sem leiti til ríkja Evrópusambandsins og Schengen í efnahagslegum tilgangi. Sá hópur fari sífellt stækkandi. „Margir þessara einstaklinga eru að flýja stríð og því ber okkur að taka á móti þeim þó ekki sé nema af mannúðarástæðum. Aðrir nýta sér ástandið í efnahagslegum tilgangi, vilja betra líf í vestrænum löndum, hærri laun, betra bótakerfi og svo framvegis.” Karl sagði stöðuna í Schengen orðna þannig að einstök ríki innan þess séu farin að búa til sínar eigin reglur, setja upp tálma á landamærum, herða reglur um vegabréf og fangelsa fólk. „Nýjasta dæmið er Svíþjóð sem var í fararbroddi fyrir tveimur árum þegar kom að móttöku flóttamanna,” sagði hann. „Ekkert fer að draga úr flóttamannastraumi á næstunni eða á næstu árum. Það vita allir. Af hverju tökum við ekki upp alvöru umræðu um Schengen í stað þess að ýta vandræðunum á undan okkur þar til allt er komið í óefni?”Hlusta má á viðtalið við Karl hér fyrir neðan. Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir að endurskoða þurfi Schengen-samstarfið. Með breyttum aðstæðum og auknum fólksflótta sé það komið í algjört uppnám. Mikilvægt sé að taka umræðuna áður en málin komist í óefni. „Schengen samstarfið sem slíkt er ekki að virka í dag og nánast ónýtt ef út í það er farið. Hér streyma inn á Schengen svæðið þúsundir manna á degi hverjum, án þess að vera með vegabréf eða áritanir,” sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi málið einnig á Alþingi í dag. Hann sagði flóttafólk ekki vandamálið – að þeim þurfi þjóðir heims að hlúa. Heldur sé það sá hópur sem leiti til ríkja Evrópusambandsins og Schengen í efnahagslegum tilgangi. Sá hópur fari sífellt stækkandi. „Margir þessara einstaklinga eru að flýja stríð og því ber okkur að taka á móti þeim þó ekki sé nema af mannúðarástæðum. Aðrir nýta sér ástandið í efnahagslegum tilgangi, vilja betra líf í vestrænum löndum, hærri laun, betra bótakerfi og svo framvegis.” Karl sagði stöðuna í Schengen orðna þannig að einstök ríki innan þess séu farin að búa til sínar eigin reglur, setja upp tálma á landamærum, herða reglur um vegabréf og fangelsa fólk. „Nýjasta dæmið er Svíþjóð sem var í fararbroddi fyrir tveimur árum þegar kom að móttöku flóttamanna,” sagði hann. „Ekkert fer að draga úr flóttamannastraumi á næstunni eða á næstu árum. Það vita allir. Af hverju tökum við ekki upp alvöru umræðu um Schengen í stað þess að ýta vandræðunum á undan okkur þar til allt er komið í óefni?”Hlusta má á viðtalið við Karl hér fyrir neðan.
Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira