Þegar Jagger hringir og biður um lag Guðrún Ansnes skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Aðdáendur Kaleo þurfa ekki að bíða lengur en fram á föstudag með að heyra lagið No Good því þá dettur dýrðin inn á bæði Spotify og iTunes. Mynd/AlexandraValenti Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku. Kaleo Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku.
Kaleo Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira