Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 10:30 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/stefán Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, þótti félagið Stím óþægilega mikið skuldsett, eða „gírað“ eins og hann orðaði það á sínum tíma, en fjárfestingabankinn sem hann stýrði lánaði Stím einn milljarð króna til að kaupa hlutabréf í nóvember 2007. Þá eignaðist Saga Capital jafnframt 6,25 prósent eignarhlut í Stím en Glitnir var stærsti hluthafi félagsins og lánaði því jafnframt tæpa 20 milljarða til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis. Meint umboðssvik fólust í því að einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti skuldabréf af Saga Capital í ágúst 2008 en útgefandi bréfsins var Stím. Upphaflega var skuldabréfið lánssamningur milli Sögu Capital og Stím vegna láns fjárfestingabankans til félagsins, en samningnum var breytt í skuldabréf skömmu eftir að hann var undirritaður í nóvember 2007.Viðskiptalegar forsendur hafi verið fyrir sölu skuldabréfsinsVill ákæruvaldið meina að bæði Þorvaldur og Jóhannes hafi mátt vita að staða Stím væri slæm í ágúst 2008 þegar fagfjárfestasjóður Glitnis keypti skuldabréfið en samkvæmt ákæru var eigið fé Stím neikvætt og eignir félagsins höfðu rýrnað verulega. Fjármunum fagfjárfestasjóðsins var því stofnað í verulega hættu með kaupunum á bréfinu að mati ákæruvaldsins. Þorvaldur neitar sök í málinu og krefst sýknu. Fyrir dómi sagði hann að hann teldi að viðskiptalegar forsendur hefðu verið fyrir því að fagfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréfið. Hann taldi að Glitnir væri í góðum málum rekstarlega séð enda höfðu fyrstu sex mánuðir ársins 2008 fært félaginu 40 milljarða. Að auki hafði bankinn allar upplýsingar um stöðu Stím á þessum tíma en fram kom við skýrslutökuna að sjálfum hafði Þorvaldi gengið illa að fá upplýsingar um skuldastöðu félagsins fyrri hluta árs 2008. Var einfaldlega að gæta hagsmuna Sögu CapitalAð mati Þorvaldar stýrði Glitnir Stím en framkvæmdastjóri félagsins kom hins vegar frá Saga Capital. Sagði Þorvaldur að það hafi verið nokkuð snúið:„Hvernig áttum við að vera í forsvari fyrir félag sem við vissum ekkert um?“ spurði hann meðal annars í dómsal í dag. Í máli sínu lagði Þorvaldur mikla áherslu á það að hann hafi verið að gæta hagsmuna Sögu Capital eins og honum bar skylda til. Þess vegna hafi hann til að mynda þrýst mikið á að um að fá upplýsingar um skuldastöðu Stím og það hvernig skuldastýring félagsins gengi hjá Glitni. Þá sagðist hann efast um að hann myndi breyta öðruvísi í dag enda hafi hann þarna verið í hagsmunagæslu fyrir banka sem hann var í forsvari fyrir. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, þótti félagið Stím óþægilega mikið skuldsett, eða „gírað“ eins og hann orðaði það á sínum tíma, en fjárfestingabankinn sem hann stýrði lánaði Stím einn milljarð króna til að kaupa hlutabréf í nóvember 2007. Þá eignaðist Saga Capital jafnframt 6,25 prósent eignarhlut í Stím en Glitnir var stærsti hluthafi félagsins og lánaði því jafnframt tæpa 20 milljarða til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis. Meint umboðssvik fólust í því að einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti skuldabréf af Saga Capital í ágúst 2008 en útgefandi bréfsins var Stím. Upphaflega var skuldabréfið lánssamningur milli Sögu Capital og Stím vegna láns fjárfestingabankans til félagsins, en samningnum var breytt í skuldabréf skömmu eftir að hann var undirritaður í nóvember 2007.Viðskiptalegar forsendur hafi verið fyrir sölu skuldabréfsinsVill ákæruvaldið meina að bæði Þorvaldur og Jóhannes hafi mátt vita að staða Stím væri slæm í ágúst 2008 þegar fagfjárfestasjóður Glitnis keypti skuldabréfið en samkvæmt ákæru var eigið fé Stím neikvætt og eignir félagsins höfðu rýrnað verulega. Fjármunum fagfjárfestasjóðsins var því stofnað í verulega hættu með kaupunum á bréfinu að mati ákæruvaldsins. Þorvaldur neitar sök í málinu og krefst sýknu. Fyrir dómi sagði hann að hann teldi að viðskiptalegar forsendur hefðu verið fyrir því að fagfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréfið. Hann taldi að Glitnir væri í góðum málum rekstarlega séð enda höfðu fyrstu sex mánuðir ársins 2008 fært félaginu 40 milljarða. Að auki hafði bankinn allar upplýsingar um stöðu Stím á þessum tíma en fram kom við skýrslutökuna að sjálfum hafði Þorvaldi gengið illa að fá upplýsingar um skuldastöðu félagsins fyrri hluta árs 2008. Var einfaldlega að gæta hagsmuna Sögu CapitalAð mati Þorvaldar stýrði Glitnir Stím en framkvæmdastjóri félagsins kom hins vegar frá Saga Capital. Sagði Þorvaldur að það hafi verið nokkuð snúið:„Hvernig áttum við að vera í forsvari fyrir félag sem við vissum ekkert um?“ spurði hann meðal annars í dómsal í dag. Í máli sínu lagði Þorvaldur mikla áherslu á það að hann hafi verið að gæta hagsmuna Sögu Capital eins og honum bar skylda til. Þess vegna hafi hann til að mynda þrýst mikið á að um að fá upplýsingar um skuldastöðu Stím og það hvernig skuldastýring félagsins gengi hjá Glitni. Þá sagðist hann efast um að hann myndi breyta öðruvísi í dag enda hafi hann þarna verið í hagsmunagæslu fyrir banka sem hann var í forsvari fyrir.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52