Samstaðan Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Skelfilegar árásir voru gerðar í París á föstudag. Fjöldi manna lét lífið og enn fleiri særðust. Stutt er liðið frá árásunum og því ekki ljóst hvaða afleiðingar þær munu hafa fyrir bæði hinn vestræna heim sem og Miðausturlönd. Margir eru hræddir og það skiljanlega. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og glundroða. Enginn veit hvenær næsta árás verður gerð eða hvar. Íslendingar eru líka hræddir. Þótt ólíklegt verði að telja að samtök líkt og þau sem lýst hafa yfir ábyrgð á ódæðunum sjái hag sinn í því að teygja sig á okkar fjarlægu eyju getur enginn vitað slíkt með vissu. Íslendingar eru einnig hræddir, ekki um sjálfa sig, heldur um ættingja, vini og almenna borgara í nágrannalöndum sínum. Þótt þeir Parísarbúar sem létust hafi verið ókunnugt fólk er samkenndin hérlendis áþreifanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tjáð sig um árásirnar í fjölmiðlum um helgina. Strax í kjölfar þeirra sendi hann, líkt og flestir aðrir þjóðarleiðtogar, fallega samúðarkveðju frá þjóðinni og ríkisstjórninni til Frakklands. Í gær ræddi Sigmundur árásirnar á almennum nótum á Bylgjunni. Þar kom fram að hann teldi kollega sína smeyka við „umræðuna“. Þeir séu smeykir við að snúið verði út úr fyrir þeim í fjölmiðlum og vegna pólitísks rétttrúnaðar sé ekki hægt að ræða þessi mál eins og þarf. Sigmundur sagði tugþúsundir flóttamanna streyma til Evrópu á degi hverjum: „Þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og sést hefur núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að vera túlkað,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við síðar að nú liggi fyrir að þessi samtök hafi nýtt sér neyð fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Ef litið er fram hjá hversu undarlegt það er að þjóðarleiðtogar veigri sér við að tjá skoðanir sínar af ótta við hvernig þær verði túlkaðar þá er margt í máli ráðherra sem vekur ugg. Það vekur ugg hversu óábyrgt það er að fullyrða nokkuð um það á þessu stigi hver uppruni árásarmannanna er eða hvort þeir hafi komið sem flóttamenn til Evrópu. Enn meiri ugg vekja þó fullyrðingar um að ISIS hafi smyglað fjölda fólks – væntanlega hryðjuverkamönnum – til Evrópu með flóttamönnum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þessi fullyrðing sé rétt og það er beinlínis vítavert að ala enn frekar á ótta vegna þessara skelfilegu atburða. Það sem Sigmundur – og aðrir þjóðarleiðtogar – ættu í raun að veigra sér við er að ala á ótta og fordómum með illa ígrunduðum fullyrðingum. Þeir ættu að sleppa því að setja þessa hræðilegu atburði í samhengi við neyð fólksins sem er nú að flýja þau öfl sem stóðu fyrir þeim. Það sem Sigmundur og kollegar hans ættu að gera er að tala um samstöðu gegn þeirri skefjalausu illsku og mannfyrirlitningu sem er nú hætt að láta sér nægja manndráp, nauðganir og pyntingar heima fyrir og hefur hafið útrás til hins vestræna heims. Samstöðu allra; burtséð frá trúarbrögðum, litarafti eða skoðunum almennt. Burtséð frá því hvort viðkomandi fæddist í hinum vestræna heimi eða kom þangað á heimagerðum fleka. Illskan spyr nefnilega ekki um þessa hluti – ekkert frekar en landamæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skelfilegar árásir voru gerðar í París á föstudag. Fjöldi manna lét lífið og enn fleiri særðust. Stutt er liðið frá árásunum og því ekki ljóst hvaða afleiðingar þær munu hafa fyrir bæði hinn vestræna heim sem og Miðausturlönd. Margir eru hræddir og það skiljanlega. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og glundroða. Enginn veit hvenær næsta árás verður gerð eða hvar. Íslendingar eru líka hræddir. Þótt ólíklegt verði að telja að samtök líkt og þau sem lýst hafa yfir ábyrgð á ódæðunum sjái hag sinn í því að teygja sig á okkar fjarlægu eyju getur enginn vitað slíkt með vissu. Íslendingar eru einnig hræddir, ekki um sjálfa sig, heldur um ættingja, vini og almenna borgara í nágrannalöndum sínum. Þótt þeir Parísarbúar sem létust hafi verið ókunnugt fólk er samkenndin hérlendis áþreifanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tjáð sig um árásirnar í fjölmiðlum um helgina. Strax í kjölfar þeirra sendi hann, líkt og flestir aðrir þjóðarleiðtogar, fallega samúðarkveðju frá þjóðinni og ríkisstjórninni til Frakklands. Í gær ræddi Sigmundur árásirnar á almennum nótum á Bylgjunni. Þar kom fram að hann teldi kollega sína smeyka við „umræðuna“. Þeir séu smeykir við að snúið verði út úr fyrir þeim í fjölmiðlum og vegna pólitísks rétttrúnaðar sé ekki hægt að ræða þessi mál eins og þarf. Sigmundur sagði tugþúsundir flóttamanna streyma til Evrópu á degi hverjum: „Þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og sést hefur núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að vera túlkað,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við síðar að nú liggi fyrir að þessi samtök hafi nýtt sér neyð fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Ef litið er fram hjá hversu undarlegt það er að þjóðarleiðtogar veigri sér við að tjá skoðanir sínar af ótta við hvernig þær verði túlkaðar þá er margt í máli ráðherra sem vekur ugg. Það vekur ugg hversu óábyrgt það er að fullyrða nokkuð um það á þessu stigi hver uppruni árásarmannanna er eða hvort þeir hafi komið sem flóttamenn til Evrópu. Enn meiri ugg vekja þó fullyrðingar um að ISIS hafi smyglað fjölda fólks – væntanlega hryðjuverkamönnum – til Evrópu með flóttamönnum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þessi fullyrðing sé rétt og það er beinlínis vítavert að ala enn frekar á ótta vegna þessara skelfilegu atburða. Það sem Sigmundur – og aðrir þjóðarleiðtogar – ættu í raun að veigra sér við er að ala á ótta og fordómum með illa ígrunduðum fullyrðingum. Þeir ættu að sleppa því að setja þessa hræðilegu atburði í samhengi við neyð fólksins sem er nú að flýja þau öfl sem stóðu fyrir þeim. Það sem Sigmundur og kollegar hans ættu að gera er að tala um samstöðu gegn þeirri skefjalausu illsku og mannfyrirlitningu sem er nú hætt að láta sér nægja manndráp, nauðganir og pyntingar heima fyrir og hefur hafið útrás til hins vestræna heims. Samstöðu allra; burtséð frá trúarbrögðum, litarafti eða skoðunum almennt. Burtséð frá því hvort viðkomandi fæddist í hinum vestræna heimi eða kom þangað á heimagerðum fleka. Illskan spyr nefnilega ekki um þessa hluti – ekkert frekar en landamæri.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun