Lífið samstarf

Vel heppnuð smákökusamkeppni KORNAX

Vinningshafarnir: Andrea Ída Jónsdóttir, 1. sæti (f. miðju), Ástrós Guðjónsdóttir, 2. sæti (t.hægri) og Lilly Aletta Jóhannsdóttir, 3. sæti (t. vinstri).
Vinningshafarnir: Andrea Ída Jónsdóttir, 1. sæti (f. miðju), Ástrós Guðjónsdóttir, 2. sæti (t.hægri) og Lilly Aletta Jóhannsdóttir, 3. sæti (t. vinstri).
Frábær þátttaka var í smákökusamkeppni KORNAX í ár en hún hefur verið haldin í aðdraganda jóla síðastliðin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jólasmákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og súkkulaði frá Nóa Siríusi og hljóta vinningshafarnir glæsileg verðlaun.

Um 150 þátttakendur sendu inn smáköku og því átti dómnefndin erftitt verk fyrir höndum, en hana skipuðu Eva Laufey Kjaran matarbloggari og þáttastjórnandi, Stefán Gaukur Rafnsson bakari hjá Kornax, Albert Eiríksson matarbloggari og ástríðukokkur og Auðjón Guðmundsson vörumerkjastjóri hjá Nóa Siríusi.



Vandaður frágangur og fagurt útlit einkenndi margar af þeim smákökum sem bárust í keppnina. Þá var fjölbreytnin mikil og keppendur höfðu þor til að stíga út fyrir þægindarammann.

Dómararnir völdu tíu smákökur sem komust í undanúrslit en svo fór að Andrea Ida Jónsdóttir stóð upp isem sigurvegari með smákökurnar sínar sem hún kallar Steinakökur.

1. sæti. Steinakökur
1. sæti. Steinakökur. Andrea Ida Jónsdóttir.

Umsögn dómara:

"Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning"

"Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"

"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"

"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"

Andrea hlaut að launum glæsilega Kitchen Aid hrærivél frá Einari Farestveit, út að borða að verðmæti 30.000 krónur hjá Argentínu steikhús, 30.000 króna inneign í Nettó, þriggja mánaða áskrift að stöð 2, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsilega gjafakörfu frá Nóa Siríusi.

2. sæti. Pipplingar
2. sæti. Pipplingar. Ástrós Guðjónsdóttur.

Umsögn dómara:

"Piparmyntubragðið mátulegt, snilld að hafa sítrónu með í uppskriftinni. Það skilaði sér mjög vel" 

"Piparmyntusúkkulaði og jarðarber eiga auvitað alltaf vel saman. Frágangur snyrtilegur"

"Passlegt myntubragð, bragðgóður botn og skemmtilegt mótvægi í ávöxtunum"

"Mjúk súkkulaðikaka með piparmyntubragði og keim af ávöxtum, virkilega góð samsetning og góð kaka"

Ástrós hlaut að launum Jólahlaðborð fyrir tvo á Argentínu steikhús að andvirði 19.900 krónur, 20.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsilega gjafakörfu frá Nóa Siríusi.

3. sæti. Heslihnetu karamellukökur
3. sæti. Heslihnetu karamellukökur. Lilly Aletta Jóhannsdóttir.

Umsögn dómara:

"Karamellan náði mér við fyrsta bita. Ömmusælan fylgdi kökunni"

"Heima er best, hlýleg og minnir mig á ömmu mína"

"Skemmtileg samsetning, flott útlit og hæfilega bragðmikil karamella"

"Hlýleg smákaka sem maður fær ekki nóg af"

Lilly vann 10.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsilega gjafakörfau frá Nóa Siríusi.

Nánari upplýsingar um vinningshafa og uppskriftir má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×