Heilinn og hörmungar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Það er með ólíkindum að geta ekki skellt sér á rokktónleika án þess að eiga það á hættu að verða myrtur af samviskulausum vitfirringum með vélbyssur. Bataclan-leikhúsið í París var stútfullt af ungu fólki á föstudagskvöld. Fólki sem var komið til að dilla sér við taktfasta tónlist, drekka, hlæja, klappa og kela. Meinlausum einstaklingum sem höfðu ekki hugmynd um að þeim yrði fórnað fyrir málstað ókunnugs fólks áður en kvöldið væri á enda. Ég tók þessi voðaverk inn á mig eins og líklegra flestir sem þetta lesa. En svo var einn og einn sem notaði tækifærið og benti á önnur sambærileg voðaverk sem fengu ekki jafn mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Sumir gerðu það kurteislega á meðan aðrir settu sig á háan hest. Gott og vel. Það er hins vegar vel þekkt að sumir atburðir snerta meira við okkur en aðrir. Landfræðileg og menningarleg nálægð skiptir til dæmis máli. Í fyrra fór ég á nokkra rokktónleika í Frakklandi og gekk um stræti Parísar í fyrsta sinn, áhyggjulaus og kátur. Kannski tengdi ég þess vegna meira við hörmungaratburði helgarinnar en annars, ég veit það ekki. Við tengjum meira við það sem gerist í Noregi en Pakistan. Ekki út af því að við séum vondar manneskjur heldur einmitt, út af því að við erum manneskjur. Ófullkomnar og fullar af mótsögnum og tvískinnungi. Ég hef unnið á vefmiðli og get alveg deilt því með ykkur að frétt um sprengjuárás í Jemen fær minni lestur en frétt um ráðningu einhvers nóboddís yfir mjólkurbúi á Suðurlandi. Sumum kann að þykja það sorglegt en kannski er þetta aðferð heilans til þess að forða okkur frá því að bókstaflega deyja úr sorg yfir öllu því hörmulega sem gerist alls staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Það er með ólíkindum að geta ekki skellt sér á rokktónleika án þess að eiga það á hættu að verða myrtur af samviskulausum vitfirringum með vélbyssur. Bataclan-leikhúsið í París var stútfullt af ungu fólki á föstudagskvöld. Fólki sem var komið til að dilla sér við taktfasta tónlist, drekka, hlæja, klappa og kela. Meinlausum einstaklingum sem höfðu ekki hugmynd um að þeim yrði fórnað fyrir málstað ókunnugs fólks áður en kvöldið væri á enda. Ég tók þessi voðaverk inn á mig eins og líklegra flestir sem þetta lesa. En svo var einn og einn sem notaði tækifærið og benti á önnur sambærileg voðaverk sem fengu ekki jafn mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Sumir gerðu það kurteislega á meðan aðrir settu sig á háan hest. Gott og vel. Það er hins vegar vel þekkt að sumir atburðir snerta meira við okkur en aðrir. Landfræðileg og menningarleg nálægð skiptir til dæmis máli. Í fyrra fór ég á nokkra rokktónleika í Frakklandi og gekk um stræti Parísar í fyrsta sinn, áhyggjulaus og kátur. Kannski tengdi ég þess vegna meira við hörmungaratburði helgarinnar en annars, ég veit það ekki. Við tengjum meira við það sem gerist í Noregi en Pakistan. Ekki út af því að við séum vondar manneskjur heldur einmitt, út af því að við erum manneskjur. Ófullkomnar og fullar af mótsögnum og tvískinnungi. Ég hef unnið á vefmiðli og get alveg deilt því með ykkur að frétt um sprengjuárás í Jemen fær minni lestur en frétt um ráðningu einhvers nóboddís yfir mjólkurbúi á Suðurlandi. Sumum kann að þykja það sorglegt en kannski er þetta aðferð heilans til þess að forða okkur frá því að bókstaflega deyja úr sorg yfir öllu því hörmulega sem gerist alls staðar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun