Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Fólk kom saman fyrir framan kaffihúsið Bonne Biere í gær til þess að minnast þeirra sem féllu í árásunum í París á föstudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Frakkar vörpuðu sprengjum úr lofti á sýrlensku borgina Rakka í gærkvöldi. Borgin er höfuðvígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Höfuðstöðvar samtakanna og þjálfunarbúðir voru jafnaðar við jörðu í árásinni. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti Frakklands í gær. Innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, sagði hryðjuverkaárásirnar sem dundu á Parísarborg á föstudagskvöld hafa verið skipulagðar utan Frakklands. „Rannsókn á málinu mun leiða í ljós að árásirnar voru undirbúnar utan landsins af hóp hryðjuverkamanna staðsettum í Belgíu sem vann náið með vitorðsmönnum í Frakklandi,“ sagði Cazeneuve í ávarpi sínu eftir fund með Jan Jambon, belgískum starfsbróður sínum. „Það er mikil þörf á samstarfi Frakka og Belga. Þeir sem unnu að árásunum frá Belgíu voru frönskum yfirvöldum ekki kunnir,“ sagði Cazeneuve. François Hollande Frakklandsforseti mun fara fram á framlengingu neyðarástands í landinu, en hann lýsti yfir neyðarástandi á föstudag. Fréttastofa AFP greinir frá því að forsetinn muni fara fram á þriggja mánaða neyðarástand hið minnsta en samþykki þingsins þarf fyrir lengra tímabili en tólf dögum. Hollande fullyrti á laugardaginn að Íslamska ríkið stæði að baki árásunum og lýstu samtökin yfir ábyrgð sinni á þeim í kjölfarið. Forsetinn sagði árásirnar stríðsyfirlýsingu og lofaði miskunnarlausum hefndum. Af loftárásunum á Rakka er ljóst að forsetinn ætlar að standa við orð sín. FBI aðstoðar í ParísFrancois Hollande lýsti yfir neyðarástandi vegna árásanna.Fréttablaðið/EPAAlríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) mun senda rannsakendur til Parísarborgar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn á hryðjuverkaárásunum. Frá þessu greinir fréttastofa New York Times. Rannsakendurnir sem sendir verða sérhæfa sig í að endurheimta upplýsingar úr farsímum og tölvum. Þar að auki munu útsendararnir miðla öllum upplýsingum um árásirnar heim til Bandaríkjanna, sér í lagi til að kanna hvort árásarmenn hafi tengsl við Bandaríkin. Að minnsta kosti 129 féllu í árásunum og 350 særðust. Í gærkvöld voru enn 42 á gjörgæslu. Stærstur hluti hinna föllnu var myrtur í árás sem gerð var á tónleikahöllina Bataclan þar sem hljómsveitin Eagles of Death Metal hélt tónleika fyrir um 1.500 gesti. Á miðjum tónleikum réðust vígamenn inn og hófu skotárás. Tónleikagestir voru teknir í gíslingu og teknir af lífi, einn í einu. Lögregla réðst inn nokkru seinna og sprengdu þrír árásarmannanna sig í loft upp inni í húsinu. Einnig réðust árásarmenn að kaffihúsum og veitingastöðum í nágrenninu og féllu 38 í þeim árásum hið minnsta. Þá féllu þrír í tveimur sjálfsmorðsárásum nærri Stade de France þar sem karlalandslið Frakka og Þjóðverja spiluðu vináttulandsleik í knattspyrnu. Francois Hollande Frakklandsforseti var viðstaddur leikinn en var fluttur á brott í flýti um leið og tíðindi af árásunum bárust. Síðar um kvöldið lýsti hann yfir neyðarástandi í Frakklandi og lokaði landamærum landsins í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum sem eru þær mannskæðustu í Evrópu frá því 191 lést í hryðjuverkaárásunum á Madrid árið 2004. Þrír rifflar af gerðinni Kalashnikov, sömu tegund og notuð var í árásunum, fundust í svartri Seat-bifreið í París í gær. Bifreiðin var flóttabíll árásarmannanna sem skutu á gesti veitingastaða í borginni. Þá handtók belgíska lögreglan sjö einstaklinga. Einn þeirra var bendlaður við leigu á Volkswagen Polo sem árásarmennirnir í Bataclan höfðu notað. Lögreglan sagði enn fremur að tveir þeirra árásarmanna sem sviptu sig lífi hafi búið í höfuðborg Belgíu, Brussel. Auk þess var fjölskylda eins árásarmanna færð í gæsluvarðhald. Lögregla í París nafngreindi einn árásarmanna í gær, Ismaël Omar Mostefaï, 29 ára franskan ríkisborgari sem bjó um hundrað kílómetra suðvestur af París. Talið er að árásarmenn hafi verið átta talsins. Sjö féllu á föstudagskvöld en einn þeirra komst lífs af. Lýst var eftir manni að nafni Abdeslam Salah. Hann var handtekinn laust eftir níu í gærkvöldi en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Grikkir og Serbar staðfestu einnig að sýrlenskt vegabréf sem fannst nærri líki eins árásarmannanna hafi farið í gegn um löndin á leið sinni til Frakklands, leið sem margir flóttamenn fara. Þó er ekki víst að vegabréfið sé ófalsað þar sem stór markaður er fyrir fölsuð sýrlensk vegabréf. Þjóðarsorg var lýst yfir í Frakklandi um helgina og markaðist helgin af mikilli sorg. Verslanir, opinberar byggingar, ferðamannastaðir og skólar voru lokuð um helgina og vígbúnir lögreglumenn voru víðs vegar um borgina. Skelfing greip um sig á République-torgi í gærkvöldi þar sem syrgjandi borgarar höfðu safnast saman þegar skothvellir heyrðust. Hundruð viðstaddra leituðu skjóls í snatri áður en ljóst varð að engin hætta var á ferðum. Talið er að þar hafi einhver verið að leika sér með flugelda. ESB boðar mínútu þögnLeiðtogar Evrópusambandsins hvetja til einnar mínútu þagnar í dag klukkan 12.00 í tilkynningu sem send var út í gær. Tilkynningin er svohljóðandi:„Evrópusambandinu er alvarlega brugðið og syrgir nú vegna hryðjuverkaárásanna í París. Árásunum var beint gegn okkur öllum. Þessari ógn munum við mæta í sameiningu, með öllum tiltækum ráðum og af vægðarlausri staðfestu.Frakkar eru mikil og sterk þjóð. Gildi landsins, frelsi, jöfnuður og bræðralag, voru og eru Evrópusambandinu innblástur. Í dag stöndum við í sameiningu með Frökkum og ríkisstjórn Frakklands. Afleiðingar þessa skammarlega hryðjuverks verða þveröfugar við ásetninginn að baki því, sem var að sundra, skelfa og sá hatri.Hið góða er illskunni yfirsterkara. Allt það sem unnt er að gera á evrópskum vettvangi til að tryggja öryggi Frakklands verður gert. Við munum taka til hvaða ráða sem þarf til að sigrast á öfgastefnu, hryðjuverkaógn og hatri.Við, íbúar Evrópu, munum öll minnast 13. nóvember 2015 sem sorgardags. Öllum Evrópubúum er boðið að taka þátt í einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin á hádegi, mánudaginn 16. nóvember.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Hryðjuverkin í París: "Við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn. 15. nóvember 2015 12:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Frakkar vörpuðu sprengjum úr lofti á sýrlensku borgina Rakka í gærkvöldi. Borgin er höfuðvígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Höfuðstöðvar samtakanna og þjálfunarbúðir voru jafnaðar við jörðu í árásinni. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti Frakklands í gær. Innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, sagði hryðjuverkaárásirnar sem dundu á Parísarborg á föstudagskvöld hafa verið skipulagðar utan Frakklands. „Rannsókn á málinu mun leiða í ljós að árásirnar voru undirbúnar utan landsins af hóp hryðjuverkamanna staðsettum í Belgíu sem vann náið með vitorðsmönnum í Frakklandi,“ sagði Cazeneuve í ávarpi sínu eftir fund með Jan Jambon, belgískum starfsbróður sínum. „Það er mikil þörf á samstarfi Frakka og Belga. Þeir sem unnu að árásunum frá Belgíu voru frönskum yfirvöldum ekki kunnir,“ sagði Cazeneuve. François Hollande Frakklandsforseti mun fara fram á framlengingu neyðarástands í landinu, en hann lýsti yfir neyðarástandi á föstudag. Fréttastofa AFP greinir frá því að forsetinn muni fara fram á þriggja mánaða neyðarástand hið minnsta en samþykki þingsins þarf fyrir lengra tímabili en tólf dögum. Hollande fullyrti á laugardaginn að Íslamska ríkið stæði að baki árásunum og lýstu samtökin yfir ábyrgð sinni á þeim í kjölfarið. Forsetinn sagði árásirnar stríðsyfirlýsingu og lofaði miskunnarlausum hefndum. Af loftárásunum á Rakka er ljóst að forsetinn ætlar að standa við orð sín. FBI aðstoðar í ParísFrancois Hollande lýsti yfir neyðarástandi vegna árásanna.Fréttablaðið/EPAAlríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) mun senda rannsakendur til Parísarborgar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn á hryðjuverkaárásunum. Frá þessu greinir fréttastofa New York Times. Rannsakendurnir sem sendir verða sérhæfa sig í að endurheimta upplýsingar úr farsímum og tölvum. Þar að auki munu útsendararnir miðla öllum upplýsingum um árásirnar heim til Bandaríkjanna, sér í lagi til að kanna hvort árásarmenn hafi tengsl við Bandaríkin. Að minnsta kosti 129 féllu í árásunum og 350 særðust. Í gærkvöld voru enn 42 á gjörgæslu. Stærstur hluti hinna föllnu var myrtur í árás sem gerð var á tónleikahöllina Bataclan þar sem hljómsveitin Eagles of Death Metal hélt tónleika fyrir um 1.500 gesti. Á miðjum tónleikum réðust vígamenn inn og hófu skotárás. Tónleikagestir voru teknir í gíslingu og teknir af lífi, einn í einu. Lögregla réðst inn nokkru seinna og sprengdu þrír árásarmannanna sig í loft upp inni í húsinu. Einnig réðust árásarmenn að kaffihúsum og veitingastöðum í nágrenninu og féllu 38 í þeim árásum hið minnsta. Þá féllu þrír í tveimur sjálfsmorðsárásum nærri Stade de France þar sem karlalandslið Frakka og Þjóðverja spiluðu vináttulandsleik í knattspyrnu. Francois Hollande Frakklandsforseti var viðstaddur leikinn en var fluttur á brott í flýti um leið og tíðindi af árásunum bárust. Síðar um kvöldið lýsti hann yfir neyðarástandi í Frakklandi og lokaði landamærum landsins í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum sem eru þær mannskæðustu í Evrópu frá því 191 lést í hryðjuverkaárásunum á Madrid árið 2004. Þrír rifflar af gerðinni Kalashnikov, sömu tegund og notuð var í árásunum, fundust í svartri Seat-bifreið í París í gær. Bifreiðin var flóttabíll árásarmannanna sem skutu á gesti veitingastaða í borginni. Þá handtók belgíska lögreglan sjö einstaklinga. Einn þeirra var bendlaður við leigu á Volkswagen Polo sem árásarmennirnir í Bataclan höfðu notað. Lögreglan sagði enn fremur að tveir þeirra árásarmanna sem sviptu sig lífi hafi búið í höfuðborg Belgíu, Brussel. Auk þess var fjölskylda eins árásarmanna færð í gæsluvarðhald. Lögregla í París nafngreindi einn árásarmanna í gær, Ismaël Omar Mostefaï, 29 ára franskan ríkisborgari sem bjó um hundrað kílómetra suðvestur af París. Talið er að árásarmenn hafi verið átta talsins. Sjö féllu á föstudagskvöld en einn þeirra komst lífs af. Lýst var eftir manni að nafni Abdeslam Salah. Hann var handtekinn laust eftir níu í gærkvöldi en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Grikkir og Serbar staðfestu einnig að sýrlenskt vegabréf sem fannst nærri líki eins árásarmannanna hafi farið í gegn um löndin á leið sinni til Frakklands, leið sem margir flóttamenn fara. Þó er ekki víst að vegabréfið sé ófalsað þar sem stór markaður er fyrir fölsuð sýrlensk vegabréf. Þjóðarsorg var lýst yfir í Frakklandi um helgina og markaðist helgin af mikilli sorg. Verslanir, opinberar byggingar, ferðamannastaðir og skólar voru lokuð um helgina og vígbúnir lögreglumenn voru víðs vegar um borgina. Skelfing greip um sig á République-torgi í gærkvöldi þar sem syrgjandi borgarar höfðu safnast saman þegar skothvellir heyrðust. Hundruð viðstaddra leituðu skjóls í snatri áður en ljóst varð að engin hætta var á ferðum. Talið er að þar hafi einhver verið að leika sér með flugelda. ESB boðar mínútu þögnLeiðtogar Evrópusambandsins hvetja til einnar mínútu þagnar í dag klukkan 12.00 í tilkynningu sem send var út í gær. Tilkynningin er svohljóðandi:„Evrópusambandinu er alvarlega brugðið og syrgir nú vegna hryðjuverkaárásanna í París. Árásunum var beint gegn okkur öllum. Þessari ógn munum við mæta í sameiningu, með öllum tiltækum ráðum og af vægðarlausri staðfestu.Frakkar eru mikil og sterk þjóð. Gildi landsins, frelsi, jöfnuður og bræðralag, voru og eru Evrópusambandinu innblástur. Í dag stöndum við í sameiningu með Frökkum og ríkisstjórn Frakklands. Afleiðingar þessa skammarlega hryðjuverks verða þveröfugar við ásetninginn að baki því, sem var að sundra, skelfa og sá hatri.Hið góða er illskunni yfirsterkara. Allt það sem unnt er að gera á evrópskum vettvangi til að tryggja öryggi Frakklands verður gert. Við munum taka til hvaða ráða sem þarf til að sigrast á öfgastefnu, hryðjuverkaógn og hatri.Við, íbúar Evrópu, munum öll minnast 13. nóvember 2015 sem sorgardags. Öllum Evrópubúum er boðið að taka þátt í einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin á hádegi, mánudaginn 16. nóvember.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Hryðjuverkin í París: "Við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn. 15. nóvember 2015 12:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17
Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14
Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40
Hryðjuverkin í París: "Við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn. 15. nóvember 2015 12:15