Erlent

Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Belgíu hefur gert húsleit á nokkrum stöðum í hverfinu Molenbeek, og handtekið átta.
Lögregla í Belgíu hefur gert húsleit á nokkrum stöðum í hverfinu Molenbeek, og handtekið átta. Vísir/EPA
Lögregla í Frakklandi leitar enn manns sem er talið er að hafi mögulega átt þátt í hryðjuverkaárásunum í París á föstudagskvöld.

Franska stöðin BFM hefur eftir heimildarmanni innan lögreglunnar að franskur ríkisborgari, sem tók Volkswagen Polo á leigu og sást fyrir utan tónleikastaðinn Bataclan á föstudagskvöldið, sé ekki á meðal hinna sjö látnu árásarmanna eða í hópi þeirra sem hafa verið handteknir í Belgíu um helgina í tengslum við málið.

BFM greinir frá því að þrír menn hafi verið stöðvaðir af lögreglu á landamærum Frakklands og Belgíu á laugardagskvöldinu. Nöfn þeirra voru hins vegar ekki á lista yfir eftirlýsta og var þeim því heimilað að halda för sinni áfram. Þar segir að þeir hafi mögulega lagt leið sína til Molenbeek, úthverfis belgísku höfuðborgarinnar, þar sem alls átta manns hafa verið handteknir um helgina, þar af fimm í morgun.

Ekki sé ljóst hvort maðurinn hafi átt beinan þátt í árásunum eða verið vitorðsmaður. Hann hafi þó ekki verið handtekinn.

Saksóknari í Belgíu hefur nú staðfest að tveir árásarmannanna hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. Lögregla í Belgíu hefur gert húsleit á nokkrum stöðum í hverfinu Molenbeek, og handtekið átta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×