Erlent

Myndband sýnir ringulreiðina við Bataclan-tónleikahöllina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Konan sést hér hanga fram af þriðju hæð hússins í gær.
Konan sést hér hanga fram af þriðju hæð hússins í gær. skjáskot
Tugir tónleikagesta, margir hverjir slasaðir, sjást hlaupa út úr Bataclan tónleikahöllinni á myndbandi sem blaðamaður Le Monde fangaði í gærkvöldi.

Í myndbandinu sést einnig hvernig kona hangir á einni af gluggasyllum hússins en í Bataclan fóru fram tónleikar rokkhljómsveitarinnar Eagles of Death Metal.  

Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina

Þangað réðust árásarmennirnir inn í gærkvöldi og héldu hundruð tónleikagestum í gíslingu. Þegar lögreglan ákvað að láta til skarar skríða hófu þeir skothríð á gestina og sprengdu nokkrir sig í loft upp.

Alls létust 87 í árásinni á Bataclan en tónlistarhúsið virðist hafa verið miðpunktur árásanna í París. Á leið sinni að tónlistarhúsinu létu árásarmennirnir skotum rigna yfir kaffihús og veitingastaði í nágrenninu og létust minnst 38 í þeim árásum.

Myndbandið má sjá hér að neðan en rétt er að vara við því að það kann að vekja óhug.


Images de la fusillade au Bataclan by lemondefr

Tengdar fréttir

„Frelsi er óttanum yfirsterkara“

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun.

ISIS lýsir yfir ábyrgð

Samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×