Baldur: KR sýndi lítinn sem engan áhuga | Kemur heim sem betri leikmaður Anton Ingi Leifsson skrifar 14. nóvember 2015 13:31 Baldur spilar á gervigrasinu á næstu leiktíð í bláa búningnum. vísir/daníel Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti