„Frelsi er óttanum yfirsterkara“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 09:38 Merkel ávarpaði þýsku þjóðina frá Berlín. Vísir/ap Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. Í ávarpi sýnu undirstrikaði hún samstöðu Þýskalands með frönsku þjóðinni í kjölfar árásanna í París sem drógu að minnsta kosti 128 manns til dauða og særðu um hundrað aðra.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Merkel sagði í ávarpi sínu að íbúar Evrópu þyrftu að standa sameinaðir gegn hverskyns árásum á þau gildi sem heimsálfan hefur löngum staðið fyrir. „Við, þýsku vinir ykkar, stöndum með ykkur. Við grátum með ykkur,“ sagði kanslarinn sem klædd var svörtu frá toppi til táar. „Með ykkur munum við berjast gegn þeim sem framkvæma jafn ólýsanlegan hrylling.“ Merkel sendi samúðarkveðjur til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og sagði um leið að Þýskaland myndi veita alla þá aðstoð sem mögulegt væri. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar munu hittast síðar í dag til að ræða hvað mun felast í þeirri aðstoð.„Við erum öll skotmörk“ „Við syrgjum fólk sem var myrt fyrir framan kaffihús, á veitingastöðum, í tónleikahöll og á götum úti. Það vildi lifa lífi hins frjálsa manns í borg sem fagnar lífinu,“ sagði hún og rödd hennar brast. „Og það varð á vegi morðingja sem hata þetta frelsi.“ „Þessari árás var ekki beint gegn París. Við erum öll skotmörk og þetta snertir okkur öll,“ bætti hún við. „Af þeim ástæðum munum við bregðast við saman.“ Hún biðlaði til Þjóðverjar að sýna staðfestu og óttast ekki. Þeir ættu að halda áfram að virða rétt fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og lifa áfram með víðsýni og virðingu að leiðarljósi. „Við vitum að frelsi okkar er óttanum yfirsterkara. Svörum hryðjuverkamönnunum með því að lifa hugrökk áfram.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. Í ávarpi sýnu undirstrikaði hún samstöðu Þýskalands með frönsku þjóðinni í kjölfar árásanna í París sem drógu að minnsta kosti 128 manns til dauða og særðu um hundrað aðra.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Merkel sagði í ávarpi sínu að íbúar Evrópu þyrftu að standa sameinaðir gegn hverskyns árásum á þau gildi sem heimsálfan hefur löngum staðið fyrir. „Við, þýsku vinir ykkar, stöndum með ykkur. Við grátum með ykkur,“ sagði kanslarinn sem klædd var svörtu frá toppi til táar. „Með ykkur munum við berjast gegn þeim sem framkvæma jafn ólýsanlegan hrylling.“ Merkel sendi samúðarkveðjur til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og sagði um leið að Þýskaland myndi veita alla þá aðstoð sem mögulegt væri. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar munu hittast síðar í dag til að ræða hvað mun felast í þeirri aðstoð.„Við erum öll skotmörk“ „Við syrgjum fólk sem var myrt fyrir framan kaffihús, á veitingastöðum, í tónleikahöll og á götum úti. Það vildi lifa lífi hins frjálsa manns í borg sem fagnar lífinu,“ sagði hún og rödd hennar brast. „Og það varð á vegi morðingja sem hata þetta frelsi.“ „Þessari árás var ekki beint gegn París. Við erum öll skotmörk og þetta snertir okkur öll,“ bætti hún við. „Af þeim ástæðum munum við bregðast við saman.“ Hún biðlaði til Þjóðverjar að sýna staðfestu og óttast ekki. Þeir ættu að halda áfram að virða rétt fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og lifa áfram með víðsýni og virðingu að leiðarljósi. „Við vitum að frelsi okkar er óttanum yfirsterkara. Svörum hryðjuverkamönnunum með því að lifa hugrökk áfram.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56
„Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54
Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34
Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent