McDowell efstur í Mexíkó eftir tvo hringi 14. nóvember 2015 14:15 Graeme McDowell var öflugur á öðrum hring. Gettu Norður-Írinn Graeme McDowell er í forystu eftir 36 holur á OHL Classic sem fram fer í Mexíkó en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á El Camaleon vellinum á 12 undir pari. McDowell, sem er afar vinsæll og geðþekkur kylfingur, hefur verið í mikilli niðursveiflu á árinu en átti sinn besta hring í langan tíma í dag og kom inn á 63 höggum eða átta undir pari. Bandaríkjamaðurinn Derek Fathauer er einu höggi á eftir McDowell á 11 undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á tíu og níu höggum undir. Á meðan að PGA-mótaröðin stoppar í Mexíkó fer eitt veglegasta mót ársins fram á Evrópumótaröðinni í Kína en í Shanghai fer BMW meistaramótið fram. Þar leiðir danski kylfingurinn Lucas Bjerregaard með þremur höggum eftir tvo hringi en hann er á 12 undir pari. Spánverjinn Sergio Garcia og Tælendingurinn Thongchai Jaidee koma næstir á níu undir. Bæði mótin eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell er í forystu eftir 36 holur á OHL Classic sem fram fer í Mexíkó en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á El Camaleon vellinum á 12 undir pari. McDowell, sem er afar vinsæll og geðþekkur kylfingur, hefur verið í mikilli niðursveiflu á árinu en átti sinn besta hring í langan tíma í dag og kom inn á 63 höggum eða átta undir pari. Bandaríkjamaðurinn Derek Fathauer er einu höggi á eftir McDowell á 11 undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á tíu og níu höggum undir. Á meðan að PGA-mótaröðin stoppar í Mexíkó fer eitt veglegasta mót ársins fram á Evrópumótaröðinni í Kína en í Shanghai fer BMW meistaramótið fram. Þar leiðir danski kylfingurinn Lucas Bjerregaard með þremur höggum eftir tvo hringi en hann er á 12 undir pari. Spánverjinn Sergio Garcia og Tælendingurinn Thongchai Jaidee koma næstir á níu undir. Bæði mótin eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira