„Verið að rýma alla bari og veitingastaði og skipa fólki að vera heima“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2015 23:37 Tónleikargesti flýja af tónleikum Eagles of Death Metal. vísir/epa „Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
„Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30