Hannes: Þurfum meiri peninga og meira í afrekssjóðinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2015 06:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30
Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00
Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum