Ýmsar myndir af Kjarval í nýju útvarpsleikriti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 14:00 "Það var spennandi og fræðandi glíma fyrir mig að kynnast honum,” segir Sigurður Sigurjónsson sem leikur Kjarval. Vísir/Anton Brink Þó síðustu stundir Jóhannesar Kjarval séu kjarninn í þessu leikriti þá er farið vítt og breitt um ævi hans í því og verkið er svo vel skrifað að það gengur fullkomlega upp,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari, sem er í hlutverki Kjarvals í útvarpsleikriti um líf listmálarans. Sigurður tekur fram að þó að hann leiki aðalmanninn séu fleiri í burðarrullum og herskari af úrvalsleikurum túlki samferðamenn hans. Kjarval bjó einn lengi, að sögn Sigurðar, síðustu árin á Hótel Borg og svo á spítala í talsverðan tíma áður en hann lést. „Hann var orðinn veikur undir lokin en við kynnumst honum áður, bæði úti í Danmörku og þegar hann er að mála hér heima. Það birtast ýmsar myndir af honum í þessu leikriti,“ segir Sigurður en hvernig finnst honum að leika þennan mikla listamann? „Mér finnst það alveg stórkostlegt. Þetta er engin eftirhermuleiklist og við túlkum hann á okkar hátt. Eins og margir vita var hann afskaplega litríkur persónuleiki og merkilegur maður. Ég náði ekki að sjá til hans í lifanda lífi en hef heyrt ógrynni af sögum af honum og grúskaði í heimildum um hann, meðal annars ævisögur og hlýddi á röddina hans í útvarpi. Það var spennandi og fræðandi glíma fyrir mig að kynnast honum og Kjarval var svo stór listamaður í öllum skilningi að leikritið er áhugavert á að hlýða.“Kjarval var ekki sammála kirkjubókunum Jóhannes Kjarval fæddist árið 1885 og lést árið 1972. Samkvæmt kirkjubókum var hann fæddur 15. október 1885, en taldi ávallt sjálfur að hann hefði fæðst í nóvember. Leikritið um síðustu daga hans er frumflutt núna til að minnast þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu hans, útsending á því hefst klukkan 13. á morgun, sunnudag. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þó síðustu stundir Jóhannesar Kjarval séu kjarninn í þessu leikriti þá er farið vítt og breitt um ævi hans í því og verkið er svo vel skrifað að það gengur fullkomlega upp,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari, sem er í hlutverki Kjarvals í útvarpsleikriti um líf listmálarans. Sigurður tekur fram að þó að hann leiki aðalmanninn séu fleiri í burðarrullum og herskari af úrvalsleikurum túlki samferðamenn hans. Kjarval bjó einn lengi, að sögn Sigurðar, síðustu árin á Hótel Borg og svo á spítala í talsverðan tíma áður en hann lést. „Hann var orðinn veikur undir lokin en við kynnumst honum áður, bæði úti í Danmörku og þegar hann er að mála hér heima. Það birtast ýmsar myndir af honum í þessu leikriti,“ segir Sigurður en hvernig finnst honum að leika þennan mikla listamann? „Mér finnst það alveg stórkostlegt. Þetta er engin eftirhermuleiklist og við túlkum hann á okkar hátt. Eins og margir vita var hann afskaplega litríkur persónuleiki og merkilegur maður. Ég náði ekki að sjá til hans í lifanda lífi en hef heyrt ógrynni af sögum af honum og grúskaði í heimildum um hann, meðal annars ævisögur og hlýddi á röddina hans í útvarpi. Það var spennandi og fræðandi glíma fyrir mig að kynnast honum og Kjarval var svo stór listamaður í öllum skilningi að leikritið er áhugavert á að hlýða.“Kjarval var ekki sammála kirkjubókunum Jóhannes Kjarval fæddist árið 1885 og lést árið 1972. Samkvæmt kirkjubókum var hann fæddur 15. október 1885, en taldi ávallt sjálfur að hann hefði fæðst í nóvember. Leikritið um síðustu daga hans er frumflutt núna til að minnast þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu hans, útsending á því hefst klukkan 13. á morgun, sunnudag.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira