Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 64-83 | Stjarnan átti ekkert svar við varnarleik meistaranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2015 18:45 Chelsie Schweers, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Anton Snæfell vann öruggan sigur, 64-83, á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í dag. Snæfell hefur þar með unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum en Stjarnan er með tvo sigra og sex töp. Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur en í þeim seinni tóku Íslandsmeistararnir yfir og hreinlega rúlluðu yfir ráðalaust lið Stjörnunnar sem átti fá svör við sterkum varnarleik gestanna. Fyrri hálfleikur var afar sveiflukenndur og þá sérstaklega 2. leikhlutinn. Bæði lið spiluðu hörkuvörn framan af í 1. leikhluta þar sem Stjarnan byrjaði betur og komst í 6-2. Meistararnir svöruðu með sjö stigum í röð en Stjörnukonur áttu í erfiðleikum í sókninni á þessum tíma. Sóknarleikur gestanna var einnig langt frá því að vera fullkominn en til marks um það komust aðeins þrír leikmenn liðsins á blað í 1. leikhluta. Stjarnan átti fínan endasprett í 1. leikhluta þar sem Chelsie Schweers fór mikinn og skoraði 10 stig á tæpum þremur mínútum. Heimakonur leiddu með tveimur stigum, 18-16, eftir 1. leikhluta en þær voru steinsofandi í byrjun þess næsta þar sem varamenn Snæfells voru í aðalhlutverki. Rebekka Rán Karlsdóttir negldi niður tveimur þristum og Sara Diljá Sigurðardóttir bætti fimm stigum við. Snæfell skoraði 12 fyrstu stig 2. leikhluta og komst 10 stigum yfir, 18-28. Stjarnan skoraði næstu fjögur stig leiksins en Palmer kom muninum upp í 12 stig, 22-34 með tveimur þristum í röð. Það reyndust hins vegar síðustu stig Snæfellinga í rúmar fjórar mínútur. Stjarnan gekk á lagið og minnkaði muninn jafnt og þétt. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Hanna Hreinsdóttir fóru að láta til sín taka í sókninni og Stjörnukonur jöfnuðu metin, 34-34, þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleiknum. Palmer sá hins vegar til þess að gestirnir færu með fimm forskot til búningsherbergja, 34-39, en hún skoraði fimm síðustu stig fyrri hálfleiksins. Þriðji leikhlutinn var eign Snæfells, frá A til Ö. Liðið spilaði geysisterka vörn og hitti vel í sókninni. Á tíma voru gestirnir með yfir 50% þriggja stiga nýtingu en þeir fengu oftar en galopin skot gegn slakri Stjörnuvörn. Bekkurinn hjá Snæfelli hélt áfram að skila sínu en varamenn gestanna skoruðu alls 22 stig, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Snæfell vann 3. leikhlutann með 13 stigum og fór með 18 stiga forskot inn í lokaleikhlutann sem var lítt spennandi. Meistararnir náðu mest 22 stiga forskoti, 58-80, en þeir unnu að lokum 19 stiga sigur, 64-83. Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 29 stig, fimm fráköst, átta stoðsendingar og níu stolna bolta. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti góðan leik með 13 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar og systir hennar, Berglind, skilaði einnig sínu og skoraði 11 stig. Rebekka lagði 12 stig í púkkið en hún nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Hjá Stjörnunni var fátt um fína drætti. Chelsie var stigahæst í liði Garðbæinga með 31 stig, en aðeins tvö þeirra komu í 3. leikhluta þar sem Snæfell vann svo að segja leikinn. Bryndís kom næst með 11 stig.Bein lýsing: Stjarnan - SnæfellBaldur: Þurfum að fara í ærlega naflaskoðunBaldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir 19 stiga tap hans stelpna, 64-83, fyrir Snæfelli í dag. "Við spiluðum allt í lagi til að byrja með en þetta virðist vera mynstur hjá okkur; að spila þokkalega 75% af leikjunum en svo skítum við hreinlega á okkur," sagði Baldur en Stjarnan gat ekkert í 3. leikhluta sem Snæfell vann með 13 stigum. "Við hættum að hlaupa kerfin. Venjulega hleypur maður kerfin en þetta var meiri gangur. "Þetta var hreint út sagt skelfing. Við spiluðum skelfilegan varnarleik og gefa þeim galopin skot. Það gengur ekki gegn svona góðum skyttum," sagði Baldur en Snæfell var með 48% þriggja stiga nýtingu í dag. "Þegar þær fá svona auðveld skot hækkar skotnýtingin hjá þeim. Við hjálpuðum þeim fullmikið við þetta," sagði Baldur. Stjarnan fékk einungis tvö stig frá sínum varamönnum í dag, sem var þó tveimur meira en í tapinu fyrir Haukum í síðustu umferð. Baldur viðurkennir að það sé erfitt að fá svona lítið framlag frá bekknum. "Jú, það segir sig alveg sjálft. En það kemur líka til vegna þess að við erum ekki að hlaupa kerfin nógu vel. Þar af leiðandi verður þetta svolítið stirt og það hefur verið það í síðustu leikjum. "Við þurfum að fara í ærlega naflaskoðun," sagði Baldur að lokum.Berglind: Hvetur mann til að gera enn betur Berglind Gunnarsdóttir átti fínan leik þegar Snæfell lagði Stjörnuna að velli, 64-83, í Domino's deild kvenna í dag. Berglind, sem var valin í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrr í vikunni, skoraði 11 stig og átti sinn þátt í öruggum sigri Snæfells. "Þetta var ótrúlega góður liðssigur og fáránlega skemmtilegt. Það voru allir að leggja sig fram og kasta sér á boltann," sagði Berglind en varnarleikur Hólmara var mjög öflugur í dag. "Það var mjög margt sem gekk upp í dag og svona viljum við spila. Við viljum spila góðan varnarleik og höfum haldið liðum í lágu stigaskori í síðustu leikjum. "Vörnin skilaði þessum sigri og svo settum við skotin fyrir utan niður sem er bónus," sagði Berglind. Snæfell fékk risaframlag frá varamönnum sínum í dag, alls 22 stig, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Berglind sagði framlag bekksins hafa skipt sköpum. "Algjörlega, það er það sem er mikilvægt. Byrjunarliðið þarf að vinna byrjunarliðið og bekkurinn að vinna bekkinn. Rebekka (Rán Karlsdóttir) kom inn á og dritaði niður þristum hægri vinstri og það er ótrúlega mikilvægt," sagði Berglind en umrædd Rebekka skoraði 12 stig og hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum. Berglind er að vonum ánægð með valið í æfingahóp landsliðsins en hún segir að þessi viðurkenning hvetji hana enn frekar til dáða. "Þetta er mjög mikill heiður og mjög skemmtilegt að vera valin í æfingahópinn. Þá vill maður gera enn betur og leggja harðar að sér," sagði Berglind að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Snæfell vann öruggan sigur, 64-83, á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í dag. Snæfell hefur þar með unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum en Stjarnan er með tvo sigra og sex töp. Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur en í þeim seinni tóku Íslandsmeistararnir yfir og hreinlega rúlluðu yfir ráðalaust lið Stjörnunnar sem átti fá svör við sterkum varnarleik gestanna. Fyrri hálfleikur var afar sveiflukenndur og þá sérstaklega 2. leikhlutinn. Bæði lið spiluðu hörkuvörn framan af í 1. leikhluta þar sem Stjarnan byrjaði betur og komst í 6-2. Meistararnir svöruðu með sjö stigum í röð en Stjörnukonur áttu í erfiðleikum í sókninni á þessum tíma. Sóknarleikur gestanna var einnig langt frá því að vera fullkominn en til marks um það komust aðeins þrír leikmenn liðsins á blað í 1. leikhluta. Stjarnan átti fínan endasprett í 1. leikhluta þar sem Chelsie Schweers fór mikinn og skoraði 10 stig á tæpum þremur mínútum. Heimakonur leiddu með tveimur stigum, 18-16, eftir 1. leikhluta en þær voru steinsofandi í byrjun þess næsta þar sem varamenn Snæfells voru í aðalhlutverki. Rebekka Rán Karlsdóttir negldi niður tveimur þristum og Sara Diljá Sigurðardóttir bætti fimm stigum við. Snæfell skoraði 12 fyrstu stig 2. leikhluta og komst 10 stigum yfir, 18-28. Stjarnan skoraði næstu fjögur stig leiksins en Palmer kom muninum upp í 12 stig, 22-34 með tveimur þristum í röð. Það reyndust hins vegar síðustu stig Snæfellinga í rúmar fjórar mínútur. Stjarnan gekk á lagið og minnkaði muninn jafnt og þétt. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Hanna Hreinsdóttir fóru að láta til sín taka í sókninni og Stjörnukonur jöfnuðu metin, 34-34, þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleiknum. Palmer sá hins vegar til þess að gestirnir færu með fimm forskot til búningsherbergja, 34-39, en hún skoraði fimm síðustu stig fyrri hálfleiksins. Þriðji leikhlutinn var eign Snæfells, frá A til Ö. Liðið spilaði geysisterka vörn og hitti vel í sókninni. Á tíma voru gestirnir með yfir 50% þriggja stiga nýtingu en þeir fengu oftar en galopin skot gegn slakri Stjörnuvörn. Bekkurinn hjá Snæfelli hélt áfram að skila sínu en varamenn gestanna skoruðu alls 22 stig, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Snæfell vann 3. leikhlutann með 13 stigum og fór með 18 stiga forskot inn í lokaleikhlutann sem var lítt spennandi. Meistararnir náðu mest 22 stiga forskoti, 58-80, en þeir unnu að lokum 19 stiga sigur, 64-83. Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 29 stig, fimm fráköst, átta stoðsendingar og níu stolna bolta. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti góðan leik með 13 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar og systir hennar, Berglind, skilaði einnig sínu og skoraði 11 stig. Rebekka lagði 12 stig í púkkið en hún nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Hjá Stjörnunni var fátt um fína drætti. Chelsie var stigahæst í liði Garðbæinga með 31 stig, en aðeins tvö þeirra komu í 3. leikhluta þar sem Snæfell vann svo að segja leikinn. Bryndís kom næst með 11 stig.Bein lýsing: Stjarnan - SnæfellBaldur: Þurfum að fara í ærlega naflaskoðunBaldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir 19 stiga tap hans stelpna, 64-83, fyrir Snæfelli í dag. "Við spiluðum allt í lagi til að byrja með en þetta virðist vera mynstur hjá okkur; að spila þokkalega 75% af leikjunum en svo skítum við hreinlega á okkur," sagði Baldur en Stjarnan gat ekkert í 3. leikhluta sem Snæfell vann með 13 stigum. "Við hættum að hlaupa kerfin. Venjulega hleypur maður kerfin en þetta var meiri gangur. "Þetta var hreint út sagt skelfing. Við spiluðum skelfilegan varnarleik og gefa þeim galopin skot. Það gengur ekki gegn svona góðum skyttum," sagði Baldur en Snæfell var með 48% þriggja stiga nýtingu í dag. "Þegar þær fá svona auðveld skot hækkar skotnýtingin hjá þeim. Við hjálpuðum þeim fullmikið við þetta," sagði Baldur. Stjarnan fékk einungis tvö stig frá sínum varamönnum í dag, sem var þó tveimur meira en í tapinu fyrir Haukum í síðustu umferð. Baldur viðurkennir að það sé erfitt að fá svona lítið framlag frá bekknum. "Jú, það segir sig alveg sjálft. En það kemur líka til vegna þess að við erum ekki að hlaupa kerfin nógu vel. Þar af leiðandi verður þetta svolítið stirt og það hefur verið það í síðustu leikjum. "Við þurfum að fara í ærlega naflaskoðun," sagði Baldur að lokum.Berglind: Hvetur mann til að gera enn betur Berglind Gunnarsdóttir átti fínan leik þegar Snæfell lagði Stjörnuna að velli, 64-83, í Domino's deild kvenna í dag. Berglind, sem var valin í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrr í vikunni, skoraði 11 stig og átti sinn þátt í öruggum sigri Snæfells. "Þetta var ótrúlega góður liðssigur og fáránlega skemmtilegt. Það voru allir að leggja sig fram og kasta sér á boltann," sagði Berglind en varnarleikur Hólmara var mjög öflugur í dag. "Það var mjög margt sem gekk upp í dag og svona viljum við spila. Við viljum spila góðan varnarleik og höfum haldið liðum í lágu stigaskori í síðustu leikjum. "Vörnin skilaði þessum sigri og svo settum við skotin fyrir utan niður sem er bónus," sagði Berglind. Snæfell fékk risaframlag frá varamönnum sínum í dag, alls 22 stig, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Berglind sagði framlag bekksins hafa skipt sköpum. "Algjörlega, það er það sem er mikilvægt. Byrjunarliðið þarf að vinna byrjunarliðið og bekkurinn að vinna bekkinn. Rebekka (Rán Karlsdóttir) kom inn á og dritaði niður þristum hægri vinstri og það er ótrúlega mikilvægt," sagði Berglind en umrædd Rebekka skoraði 12 stig og hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum. Berglind er að vonum ánægð með valið í æfingahóp landsliðsins en hún segir að þessi viðurkenning hvetji hana enn frekar til dáða. "Þetta er mjög mikill heiður og mjög skemmtilegt að vera valin í æfingahópinn. Þá vill maður gera enn betur og leggja harðar að sér," sagði Berglind að endingu.Tweets by @Visirkarfa1
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn