Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:00 Craig Pedersen stýrir Íslandi áfram en hann kom strákunum fyrstur manna á EM. vísir/stefán Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum