Stelpurnar slá í gegn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Ronda Rousey er ein stærsta stjarnan í UFC. Vísir/Getty Um helgina fer fram einstakur viðburður í UFC-heiminum. Á hinum risavaxna Etihad-velli í Melbourne í Ástralíu munu 70 þúsund manns fylgjast með UFC 193. Stærsta kvöld í sögu UFC og aðalbardagarnir eru kvennabardagar. Það er keppt í tveim þyngdarflokkum hjá konunum í UFC og bæði beltin verða undir í Melbourne. Næststærsti bardagi kvöldsins er í strávigt á milli pólska meistarans, Joanna Jedrzejczyjk, og kanadísku stúlkunnar Valerie Letourneau. Aðalbardaginn er síðan á milli meistarans í bantamvigt, Rondu Rousey, og Holly Holm. Tvær frábærar stúlkur sem aldrei hafa tapað. Rousey þó mun sigurstranglegri enda haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni og er að klára sína bardaga á um 30 sekúndum að meðaltali.Hún er rosalegur íþróttamaður Júdódrottning Íslands, Anna Soffía Víkingsdóttir, þekkir aðeins til Rousey eftir að hafa glímt við hana í tvígang. Anna Soffía hefur unnið 23 Íslandsmeistaratitla í júdó og hún er líka fjórfaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu.Vísir„Ég keppti tvisvar við Rondu árið 2007. Það var á opna bandaríska og opna sænska meistaramótinu í júdó. Er ég mætti á bandaríska mótið var ég nýbúin að heyra af henni í fyrsta skipti enda hafði hún nælt í silfur á HM,“ segir Anna Soffía en hún fékk að finna fyrir styrk Rousey. „Það gekk ekkert sérstaklega vel í fyrri bardaganum þar sem ég tapaði eftir um eina og hálfa mínútu. Ég fann þar hversu rosalegur íþróttamaður hún er. Hún kemur inn í mann af fullu afli strax frá fyrstu sekúndu. Ef maður er ekki viðbúinn þá bregður manni svolítið. Þetta er stíll sem fólk þekkir ef það hefur horft á hana í MMA. Hún byrjaði snemma með þennan agressíva stíl,“ segir Anna Soffía en í seinni bardaganum í Svíþjóð gekk betur. „Þá tapaði ég fyrir henni í gólfinu þegar það var svona mínúta eftir.“Ronda Rousey.Vísir/GettyRonda er lokuð týpa Eftir mótið í Svíþjóð fóru margar af júdóstelpunum saman í æfingabúðir í viku. Þar á meðal voru Anna Soffía og Ronda. Þar náði Anna að fylgjast betur með henni. „Ég náði nú ekkert að kynnast henni persónulega. Hún var frekar lokuð týpa og það virtist vera erfitt að kynnast henni. Þegar hún var bæði að æfa og keppa þá var hún svolítið ein úti í horni að hugsa um sitt,“ segir Íslandsmeistarinn og bætir við að það hafi stundum verið kostulegt að fylgjast með líklega þekktustu og vinsælustu íþróttakonu heims í dag. „Hún var ekki alltaf sú vinalegasta við stelpurnar sem hún var að glíma við. Ef henni gekk ekki vel þá fór hún stundum að láta illa. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem hún var að glíma við góða, þýska stelpu. Það gekk ekki vel og þá fór Ronda að sparka í hana. Þjálfarinn þurfti að stoppa hana og þá rauk hún út. Hún var með stórt skap greinilega og tók ekki alltaf í höndina á andstæðingnum sem er ekki vel séð.“Holly Holm.Vísir/GettyBer meiri virðingu fyrir henni Anna Soffía hefur fylgst vel með uppgangi Rondu í UFC á síðustu árum og er ánægð með það sem Ronda er að gera og ekki síst með það sem hún hefur fram að færa. „Ég fór að bera meiri virðingu fyrir henni er hún fór að tjá sig almennilega. Ég er einmitt að lesa ævisögu hennar líka núna. Mér finnst frábært að hún sé að nýta nafn sitt og frægð til þess að tala fyrir og gegn ákveðnum málefnum. Það var flott er hún lét til að mynda Floyd Mayweather heyra það. Hún hefur líka talað opinskátt um líkamsímyndina sem er gott. Hún sagði að allir vöðvarnir hefðu sinn tilgang er hún var gagnrýnd fyrir að vera of mössuð. Svo er hún auðvitað rosalegur íþróttamaður og einn sá besti sem ég hef séð.“Vísir/GettyAnna Soffía er líka hæstánægð með hvað Ronda hefur gert fyrir kvennaíþróttir. „Hún er að sýna að við getum gert þetta jafn vel og karlarnir og jafnvel betur,“ segir Anna Soffía en hún bíður spennt eftir bardagakvöldinu um helgina sem verður í beinni á Stöð 2 Sport. „Ég er búin að vera að telja niður í keppnina. Báðar stelpurnar eru rosalega flottar og góðir íþróttamenn. Ég held að Ronda vinni og Holly sé ekki tilbúin en ég vona að bardaginn standi í meira en lotu,“ segir Anna og hlær. MMA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Um helgina fer fram einstakur viðburður í UFC-heiminum. Á hinum risavaxna Etihad-velli í Melbourne í Ástralíu munu 70 þúsund manns fylgjast með UFC 193. Stærsta kvöld í sögu UFC og aðalbardagarnir eru kvennabardagar. Það er keppt í tveim þyngdarflokkum hjá konunum í UFC og bæði beltin verða undir í Melbourne. Næststærsti bardagi kvöldsins er í strávigt á milli pólska meistarans, Joanna Jedrzejczyjk, og kanadísku stúlkunnar Valerie Letourneau. Aðalbardaginn er síðan á milli meistarans í bantamvigt, Rondu Rousey, og Holly Holm. Tvær frábærar stúlkur sem aldrei hafa tapað. Rousey þó mun sigurstranglegri enda haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni og er að klára sína bardaga á um 30 sekúndum að meðaltali.Hún er rosalegur íþróttamaður Júdódrottning Íslands, Anna Soffía Víkingsdóttir, þekkir aðeins til Rousey eftir að hafa glímt við hana í tvígang. Anna Soffía hefur unnið 23 Íslandsmeistaratitla í júdó og hún er líka fjórfaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu.Vísir„Ég keppti tvisvar við Rondu árið 2007. Það var á opna bandaríska og opna sænska meistaramótinu í júdó. Er ég mætti á bandaríska mótið var ég nýbúin að heyra af henni í fyrsta skipti enda hafði hún nælt í silfur á HM,“ segir Anna Soffía en hún fékk að finna fyrir styrk Rousey. „Það gekk ekkert sérstaklega vel í fyrri bardaganum þar sem ég tapaði eftir um eina og hálfa mínútu. Ég fann þar hversu rosalegur íþróttamaður hún er. Hún kemur inn í mann af fullu afli strax frá fyrstu sekúndu. Ef maður er ekki viðbúinn þá bregður manni svolítið. Þetta er stíll sem fólk þekkir ef það hefur horft á hana í MMA. Hún byrjaði snemma með þennan agressíva stíl,“ segir Anna Soffía en í seinni bardaganum í Svíþjóð gekk betur. „Þá tapaði ég fyrir henni í gólfinu þegar það var svona mínúta eftir.“Ronda Rousey.Vísir/GettyRonda er lokuð týpa Eftir mótið í Svíþjóð fóru margar af júdóstelpunum saman í æfingabúðir í viku. Þar á meðal voru Anna Soffía og Ronda. Þar náði Anna að fylgjast betur með henni. „Ég náði nú ekkert að kynnast henni persónulega. Hún var frekar lokuð týpa og það virtist vera erfitt að kynnast henni. Þegar hún var bæði að æfa og keppa þá var hún svolítið ein úti í horni að hugsa um sitt,“ segir Íslandsmeistarinn og bætir við að það hafi stundum verið kostulegt að fylgjast með líklega þekktustu og vinsælustu íþróttakonu heims í dag. „Hún var ekki alltaf sú vinalegasta við stelpurnar sem hún var að glíma við. Ef henni gekk ekki vel þá fór hún stundum að láta illa. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem hún var að glíma við góða, þýska stelpu. Það gekk ekki vel og þá fór Ronda að sparka í hana. Þjálfarinn þurfti að stoppa hana og þá rauk hún út. Hún var með stórt skap greinilega og tók ekki alltaf í höndina á andstæðingnum sem er ekki vel séð.“Holly Holm.Vísir/GettyBer meiri virðingu fyrir henni Anna Soffía hefur fylgst vel með uppgangi Rondu í UFC á síðustu árum og er ánægð með það sem Ronda er að gera og ekki síst með það sem hún hefur fram að færa. „Ég fór að bera meiri virðingu fyrir henni er hún fór að tjá sig almennilega. Ég er einmitt að lesa ævisögu hennar líka núna. Mér finnst frábært að hún sé að nýta nafn sitt og frægð til þess að tala fyrir og gegn ákveðnum málefnum. Það var flott er hún lét til að mynda Floyd Mayweather heyra það. Hún hefur líka talað opinskátt um líkamsímyndina sem er gott. Hún sagði að allir vöðvarnir hefðu sinn tilgang er hún var gagnrýnd fyrir að vera of mössuð. Svo er hún auðvitað rosalegur íþróttamaður og einn sá besti sem ég hef séð.“Vísir/GettyAnna Soffía er líka hæstánægð með hvað Ronda hefur gert fyrir kvennaíþróttir. „Hún er að sýna að við getum gert þetta jafn vel og karlarnir og jafnvel betur,“ segir Anna Soffía en hún bíður spennt eftir bardagakvöldinu um helgina sem verður í beinni á Stöð 2 Sport. „Ég er búin að vera að telja niður í keppnina. Báðar stelpurnar eru rosalega flottar og góðir íþróttamenn. Ég held að Ronda vinni og Holly sé ekki tilbúin en ég vona að bardaginn standi í meira en lotu,“ segir Anna og hlær.
MMA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð