Lífið

Þessir skólar eru komnir áfram í Skrekk: Síðasta undan­úr­slita­kvöldið framundan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur verið mikil stemning í Borgarleikhúsinu síðustu daga.
Það hefur verið mikil stemning í Borgarleikhúsinu síðustu daga. vísir/skrekkur
Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík en síðasta undanúrslitakvöldið fyrir lokakeppnina fer fram í kvöld í Borgarleikhúsinu.

Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita. Úrslitakvöldið fer fram 16. nóvember í Borgarleikhúsinu.

Nú hafa eftirfarandi skólar tryggt sér áfram á lokakvöldið: Seljaskóli, Háteigsskóli, Hagaskóli og Austurbæjarskóli.

Í kvöld er síðan lokaundanúrslitakvöldið þegar Árbæjarskóli, Fellaskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Kelduskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli koma fram.

Austurbæjarskóli, Hagaskóli, Háaleitisskóli, Ingunnarskóli, Klébergsskóli, Laugalækjarskóli, Norðlingaskóli og Sæmundarskóli

Posted by Skrekkur on 10. nóvember 2015

Vogaskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Réttarholtsskóli, Vættaskóli og Seljaskóli

Posted by Skrekkur on 11. nóvember 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×