Rithöfundur safnar fyrir útgáfu á vísindaskáldsögu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2015 12:30 Pétur Haukur safnar fyrir útgáfu. vísir Pétur Haukur Jóhannesson, höfundur bókarinnar Nýlenda A0-4 hefur hafið söfnun inni á Karolina Fund fyrir útgáfu bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar og mun upphæðin sem safnast fara í prófarkalestur, prentun og dreifingu. Bókin er öll á íslensku og kemur út fyrir jólin ef markmið söfnunar næst. Markmiðið er 3000 evrur, eða tæplega 427.000 krónur, og lokadagur söfnunar er þriðjudagurinn 17. nóvember. Pétur telur að almenningur sé orðinn opinn fyrir fjölbreyttu bókaúrvali og ætti vísindaskáldskapur að hafa alla burði til að getað náð talsverðri athygli. Búið er að gera líkan af persónum úr bókinni sem koma fram á Facebook síðu bókarinnar og á heimasíðunni sjálfri. Einnig er búið að gera persónulýsingar fyrir hverja persónu til að skapa meiri eftirvæntingu og svo lesandinn geti kynnst hverri persónu fyrir sig lauslega áður en lestur bókarinnar hefst. Bókin gerist árið 2190 þegar mannkynið hefur fest rætur sínar á fjarlægðri plánetu sem hefur hlotið nafið Jodess. Nýlenda A0-4 er ein af þeim borgum sem hafa risið þar undanfarin ár. Bókin segir frá flugstjóranum Ewin. Hann stýrir risa flutningaskipi sem ferðast á milli Jarðarinnar og Nýlendu A0-4 með alls konar varning. Ferðin á að taka 30 daga og í þessari ferð eru sex í áhöfn og einn farþegi. Þegar þau mæta á Jodess sjá þau að eitthvað skelfilegt hefur gerst á Nýlendu A0-4. Pétur er fæddur árið 1986. Hann er með BSc gráðu í tölvunarfræði ásamt því að vera útskrifaður úr Lögregluskóla ríkisins. Í dag starfar hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Skrif bókarinnar hófust þegar hann varð atvinnulaus í byrjun árs 2010. Nokkrum mánuðum síðar hóf hann nám við Háskólann í Reykjavík og vann í bókinni af og til með námi. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Pétur Haukur Jóhannesson, höfundur bókarinnar Nýlenda A0-4 hefur hafið söfnun inni á Karolina Fund fyrir útgáfu bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar og mun upphæðin sem safnast fara í prófarkalestur, prentun og dreifingu. Bókin er öll á íslensku og kemur út fyrir jólin ef markmið söfnunar næst. Markmiðið er 3000 evrur, eða tæplega 427.000 krónur, og lokadagur söfnunar er þriðjudagurinn 17. nóvember. Pétur telur að almenningur sé orðinn opinn fyrir fjölbreyttu bókaúrvali og ætti vísindaskáldskapur að hafa alla burði til að getað náð talsverðri athygli. Búið er að gera líkan af persónum úr bókinni sem koma fram á Facebook síðu bókarinnar og á heimasíðunni sjálfri. Einnig er búið að gera persónulýsingar fyrir hverja persónu til að skapa meiri eftirvæntingu og svo lesandinn geti kynnst hverri persónu fyrir sig lauslega áður en lestur bókarinnar hefst. Bókin gerist árið 2190 þegar mannkynið hefur fest rætur sínar á fjarlægðri plánetu sem hefur hlotið nafið Jodess. Nýlenda A0-4 er ein af þeim borgum sem hafa risið þar undanfarin ár. Bókin segir frá flugstjóranum Ewin. Hann stýrir risa flutningaskipi sem ferðast á milli Jarðarinnar og Nýlendu A0-4 með alls konar varning. Ferðin á að taka 30 daga og í þessari ferð eru sex í áhöfn og einn farþegi. Þegar þau mæta á Jodess sjá þau að eitthvað skelfilegt hefur gerst á Nýlendu A0-4. Pétur er fæddur árið 1986. Hann er með BSc gráðu í tölvunarfræði ásamt því að vera útskrifaður úr Lögregluskóla ríkisins. Í dag starfar hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Skrif bókarinnar hófust þegar hann varð atvinnulaus í byrjun árs 2010. Nokkrum mánuðum síðar hóf hann nám við Háskólann í Reykjavík og vann í bókinni af og til með námi.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira