Ljóðin hennar ömmu syngja sig eiginlega sjálf Guðrún Ansnes skrifar 10. nóvember 2015 10:30 Útgáfutónleikarnir verða haldnir í kvöld í Safnahúsinu klukkan 20.00 og mun bókmenntafræðingurinn Kristín Ásta Benediktsdóttir flytja erindi um Jakobínu. Vísir/Vilhelm „Ljóðið fór svo bara að syngja sig sjálft,“ segir Ingibjörg Azima, tónskáld og básúnuleikari, sem í dag fagnar útgáfu geisladisksins Vorljóð á ýli, en tónlistina samdi Ingibjörg við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur. Lagði Ingibjörg upp í söfnunarleiðangur á Karolina Fund og nú hefur platan litið dagsins ljós. „Amma var alltaf þekkt sem rithöfundur en ekki sem ljóðskáld, sem hún sannarlega var líka,“ segir Ingibjörg sem stendur á því fastar en fótunum að ljóð ömmu hennar eigi ekki síður við í dag, en þegar hún orti þau um miðbik síðustu aldar. Ingibjörg segir ákveðna tilviljun að hún hafi byrjað að semja tónlist við ljóðin. „Einhverra hluta vegna datt lagið við ljóðið Vorljóð á ýli bara í hausinn á mér. Á þeim tímapunkti var ég að vinna mikið með kóra í Stokkhólmi, þar sem ég bjó og var mikið að horfa í samspil tónlistar og texta, eða ljóða. Ég var mikið að hugsa heim, eins og Íslendingar í útlöndum gera gjarnan,“ útskýrir Ingibjörg og hlær. „Svo bara rúllaðist þetta lag upp eitt kvöldið, og svo átti ég þetta bara.“Hulstur disksins er afar persónulegt, en þar sést Ingibjörg einmitt með ömmu sinni að njóta náttúrunnar í fjölskyldubíltúr.Það bar svo til tíðinda að þegar vinkona Ingibjargar, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, var að vinna í Þýskalandi, með þarlendri söngkonu kom upp sú hugmynd að Ingibjörg bjargaði þeim um íslenskt lag. „Þá dró ég þetta fram og þær bara fara að panta að ég semji fullt,“ segir hún og skellihlær. Hefur Ingibjörg fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarfólks, svo sem Margréti Hrafnsdóttur, Gissur Pál Gissurarson, Grím Helgason og ýmsa fleiri. Ingibjörg segir verkið ekki hafa verið sérlega erfitt, en ljóð ömmu hennar séu þannig að þau spili hreinlega tónlistina fyrir mann þegar þau eru lesin. „Ljóð hennar búa yfir mikilli innri tónlist og því upplifði ég að þau sendu mér laglínur miklu frekar en að ég væri að semja lögin,“ útskýrir Ingibjörg, sem átti aldeilis ekki von á að hún myndi verða sú sem kæmi til með að semja lög við ljóð ömmu sinnar. „Ég var tuttugu og eins árs þegar amma deyr, þá rétt ófarin út í tónlistarnám. Ég var aldrei þetta skólabókardæmi sem hafði samið verk frá blautu barnsbeini. Ætli ég hafi ekki bara verið svona seinþroska?“ spyr Ingibjörg á móti og rekur aftur upp heillandi hláturroku í lokin. Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
„Ljóðið fór svo bara að syngja sig sjálft,“ segir Ingibjörg Azima, tónskáld og básúnuleikari, sem í dag fagnar útgáfu geisladisksins Vorljóð á ýli, en tónlistina samdi Ingibjörg við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur. Lagði Ingibjörg upp í söfnunarleiðangur á Karolina Fund og nú hefur platan litið dagsins ljós. „Amma var alltaf þekkt sem rithöfundur en ekki sem ljóðskáld, sem hún sannarlega var líka,“ segir Ingibjörg sem stendur á því fastar en fótunum að ljóð ömmu hennar eigi ekki síður við í dag, en þegar hún orti þau um miðbik síðustu aldar. Ingibjörg segir ákveðna tilviljun að hún hafi byrjað að semja tónlist við ljóðin. „Einhverra hluta vegna datt lagið við ljóðið Vorljóð á ýli bara í hausinn á mér. Á þeim tímapunkti var ég að vinna mikið með kóra í Stokkhólmi, þar sem ég bjó og var mikið að horfa í samspil tónlistar og texta, eða ljóða. Ég var mikið að hugsa heim, eins og Íslendingar í útlöndum gera gjarnan,“ útskýrir Ingibjörg og hlær. „Svo bara rúllaðist þetta lag upp eitt kvöldið, og svo átti ég þetta bara.“Hulstur disksins er afar persónulegt, en þar sést Ingibjörg einmitt með ömmu sinni að njóta náttúrunnar í fjölskyldubíltúr.Það bar svo til tíðinda að þegar vinkona Ingibjargar, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, var að vinna í Þýskalandi, með þarlendri söngkonu kom upp sú hugmynd að Ingibjörg bjargaði þeim um íslenskt lag. „Þá dró ég þetta fram og þær bara fara að panta að ég semji fullt,“ segir hún og skellihlær. Hefur Ingibjörg fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarfólks, svo sem Margréti Hrafnsdóttur, Gissur Pál Gissurarson, Grím Helgason og ýmsa fleiri. Ingibjörg segir verkið ekki hafa verið sérlega erfitt, en ljóð ömmu hennar séu þannig að þau spili hreinlega tónlistina fyrir mann þegar þau eru lesin. „Ljóð hennar búa yfir mikilli innri tónlist og því upplifði ég að þau sendu mér laglínur miklu frekar en að ég væri að semja lögin,“ útskýrir Ingibjörg, sem átti aldeilis ekki von á að hún myndi verða sú sem kæmi til með að semja lög við ljóð ömmu sinnar. „Ég var tuttugu og eins árs þegar amma deyr, þá rétt ófarin út í tónlistarnám. Ég var aldrei þetta skólabókardæmi sem hafði samið verk frá blautu barnsbeini. Ætli ég hafi ekki bara verið svona seinþroska?“ spyr Ingibjörg á móti og rekur aftur upp heillandi hláturroku í lokin.
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira