Risaeðlan snýr aftur á Aldrei fór ég suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2015 14:42 Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar. „Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.“Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags. Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. „Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar. „Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.“Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags. Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. „Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira